Það er ánægðulegt að segja frá því að nemendum skólans verður nú boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Allir nemendur eru sjálfkrafa skráðir í mötuneytið og þarf að láta vita ef breyting verður á því, best er að senda póst þess efnis á hilma@thorshafnarskoli.is.
Almennar upplýsingar um mötuneytið:
- Áhersla á grænmeti með öllum mat
- Fiskur tvisvar í viku
- Súpa, grautur eða önnur létt máltíð einu sinni í viku
- Brauð með mat einu sinni eða tvisvar í viku
- Vatn með öllum mat, stöku sinnum djús
- Börnin eru hvött til að prófa mat sem þau hafa ekki smakkað áður
- Börnin hvött til skammta sér mátulega, fá sér frekar aftur svo ekki þurfi að henda miklum mat
- Í skólanum er "hugmyndabanki" þar sem börn geta komið ábendingum og hugmyndum á framfæri
- Hafi barn óþol eða ofnæmi fyrir ákveðnum fæðutegundum skal það tilkynnast til matráðs í upphafi skólaárs
- Matseðill er gefinn út um hver mánaðarmót og er aðgengilegur á heimasíðu grunnskólans
- Matráður póstar reglulega myndum af máltíðum á facebook síðu mötuneytisins til upplýsinga fyrir foreldra
Umgengni:
- Nemendur og starfsfólk fer úr útiskóm í andyri Þórsvers
- Leggjum áherslu á kurteisi og að nemendur gangi í matsalnum (hlaupi ekki)
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is