Það heyrast hamarshögg og sagarhljóð hér í skólanum um þessar mundir. Jói og hans menn hafa hreinsað gömlu loftplöturnar niður úr tveimur stofum, sem nú heita Hóll og Grenjastaðir (vinnuherbergi starfsmanna og langa stofan sem var umsjónarstofa 7. og 8. bekkjar í vetur). Nú er verið að setja nýjar plötur í loftin. Mikil viðbrigði verða við þessar framkvæmdir og strax finnst munur á loftinu í skólanum! Einnig verða sett upp ný ljós. Við þetta mun vinnuaðstaða nemenda og starfsfólks batna til muna því þungt loft var í þessum tveimur stofum og ljósin afar hávær enda búin að þjóna sínu vel í 40 ár! Þetta er mikið framfara skref og þakkarvert framtak!
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is