Framhaldsskólinn á Laugum býður alla velkomna á opinn dag í íþróttahúsi skólans á sumardaginn fyrsta, 23. apríl, kl. 13:00 - 16:00
Tilvalið er fyrir nemendur grunnskóla og foreldra þeirra að koma og eiga góðan dag.
Kynning verður á námsframboði skólans, en hann býður upp á nám á almennri námsbraut, félagsfræðibraut, íþróttabraut og náttúrufræðibraut. Einnig verða verkefni nemenda í einstökum áföngum til sýnis og til kynningar.
Nemendafélag skólans, NFL, verður með kynningu á félagslífi nemenda auk þess að bjóða upp
á kynnisferðir um húsakynni og heimavistir skólans.Veitingar verða í boði skólans frá kl. 14:00 - 16:00 í matsalnum í Gamla skóla.
Skólahljómsveitin Galilei mun halda tvenna styrktartónleika á skrifstofu skólameistara í Gamla skóla. Þá fyrri kl. 13:30 og þá seinni kl. 15:00.
Aðgangseyrir er 1000 kr. og rennur hann óskiptur til Styrktarsjóðs Umhyggju - félags til stuðnings langveikum börnum.
Aðrir aðilar sem taka þátt í deginum og kynna sína starfssemi eru:
- Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar
- Björgunarsveitir í Þingeyjarsveit
- Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga
- UMF Efling
- Urðarbrunnur
- Rauði krossinn Þingeyjarsýslu
- Skákfélagið Huginn
Héraðsmót HSÞ í skák í fullorðinsflokki 2015 fer fram á Laugum sumardaginn fyrsta kl 15:00. Skráning:
lyngbrekku@simnet.isAð lokum býður Þingeyjarsveit öllum gestum og gangandi FRÍTT í sundlaugina á Laugum milli kl. 14:00 og 18:00.