Farsæld barna

 

Farsældarlögin eru lög sem styðja við farsæld barna. Þau eiga að sjá til þess að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð, á réttum tíma frá réttum aðilum.

Þjónustan er veitt á þremur þjónustustigum, grunnþjónusta er á 1.stigi og skiptir hún miklu máli því með því að grípa snemma inn í getum við komið í veg fyrir ýmiss konar erfiðleika síðar meir.

Á 2.stigi er veittur einstaklingsbundinn og markvissari stuðningur og á 3stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin.

Lögin kveða á um að öll börn og foreldrar skuli hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Tengiliður er starfsmaður í nærumhverfi barns og foreldra þess.

Tengiliður Grunnskólans á Þórshöfn er Hilma Steinarsdóttir og tengiliður Barnabóls er Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir.

Nánari upplýsingar eru undir "Hagnýtt" eða hér á síðunni okkar: Farsæld | Grunnskólinn á Þórshöfn (grunnskolinn.com)