Á mánudaginn er bolludagur og nemendum velkomið að hafa bollu með í nesti ef þeir vilja. Á eftir bolludegi kemur sprengidagur og svo auðvitað öskudagur. Hann verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, nemendum velkomið að mæta í búningum en fylgihlutir svo sem sverð, byssur, sprotar o.s.frv. verði vinsamlegast eftir heima af fenginni reynslu. Nemendum verður boðið upp á andlitsmálun eftir kl.10:30 og skóla lýkur á hádegi þennan dag. Foreldrafélögin, í leik- og grunnskólanum standa fyrir öskudagsballi í Þórsveri sem hefst kl. 15:00.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is