Á döfinni

Undirbúningur fyrir þorrablót skólans er hafinn og eru unglingarnir byrjaðir að taka upp kennaragrín sem vekur alltaf mikla lukku.

Nokkrir starfmenn skólans fara á BETT í London dagana 22.-24.janúar. BETT er fræðslu- og tækninýjunga sýning og verður gaman að sjá hvaða hugmyndir kveikna eftir þá sýningu.

Dagur tónlistarskólans er 7. febrúar og verða þá tónleikar hjá Tónlistarskóla Langanesbyggðar.

Samtalsdagar eru 10.-20. febrúar og eins og áður þá bóka foreldrar tíma í Mentor þegar nær dregur. 

 

Sérstakar dagssetningar á vorönn:

23. jan              Starfsdagur, nemendur í fríi
28. jan              Þorrablót, kl. 17.00
 
   7. feb              Tónleikar Tónlistarskóla Langanesbyggðar
18. feb               Starfsdagur, nemendur í fríi
24. feb              Sundlota hefst
 
  5. mars           Öskudagur, skóli fram að hádegi
6.-7.mars          Vetrarfrí
21. mars            Sundlotu lýkur
 
12.-21.apríl       Páskafrí
     24. apríl       Sumardagurinn fyrsti, frídagur
 
  1.maí                Verkalýðsdagurinn, frídagur
  2.maí               Starfsdagur, nemendur í fríi
6.-16. maí         Námsmat
19.-28.maí        Þemadagar og skólaferðalög
30. maí             Skólaslit