5. og 6. bekkur á faraldsfæti

Þeir hafa verið tíðindasamir síðustu tveir dagarnir hjá 5. og 6. bekk en þau eru í óvenju glæsilegu ferðalagi, enda hafa þau og foreldrar þeirra ásamt umsjónarkennar staðið í ströngum fjáröflunum undanfarið. Krakkarnir hafa fari á minjasöfn, keilu, út í Hrísey, siglt út á Eyjaförðinn og svo átt kósístundir í bústöðum! Til hamingju krakkar með flott skólaferðalag og takk Hilma, Bonní og Ólína fyrir að fara með þeim í allt þetta! Það er nefnilega ekkert alveg sjálfsagt!