Nýr tónlistarkennari

Við bjóðum velkomin þau Edgars Rugajs og Linda Dimante!
Edgars er nýi tónlistakennarinn okkar og Linda er starfsmaður í skólamötuneytinu. Þau koma bæði frá Lettlandi.
Við hlökkum til að vinna með þeim og vonum að það muni fara vel um þau hjá okkur á Þórshöfn.

Edgars

Skólasetning

Grunnskólinn á Þórshöfn verður settur í dag mánudaginn 26. ágúst kl.17.00 í Þórsveri.
Eftir stutta samkomu í Þórsveri munum við flytja okkur yfir í grunnskólann og þar mun hver umsjónakennari eiga stund í sinni bekkjarstofu með sínum umsjónanemendum og þeirra aðstandendum.

Foreldrafélag grunnskólans mun bjóða upp á grillaðar pylsur.

Hlökkum til að sjá ykkur!

86. skólaslitin

Í dag var Grunnskólanum á Þórshöfn slitið við hátíðlega athöfn í Þórshafnarkirkju í 86. skiptið. Þétt setin kirkja og mörg tónlistaratriði sem settu skemmtilegan svip á athöfnina. 10 nemendur útskrifaðir úr 10. bekk en í gær voru 1. bekkingar innritaðir í skólann fyrir næsta skólaár, þeir eru einungis tveir að þessu sinni.