Erasmus

Grunnskólinn tekur þátt í Erasmus-verkefni og partur af því er þetta kynningarmyndband. Það er franski sjálfboðaliðinn okkar hann Thomas Martin sem á heiðurinn að myndbandinu.

Sigurvegari í smásagnasamkeppni

Nú í haust í þriðja sinn stóðu Kennarasamband Íslands, Heimili og skóli og samtök móðurmálskennara fyrir smásagnasamkeppni. Keppt var í fimm flokkum:

-Leikskólinn

– Grunnskólinn 1. – 4. bekkur

– Grunnskólinn 5. – 7. bekkur

– Grunnskólinn 8. – 10. bekkur og

– Framhaldsskólinn

Fyrir tveimur árum Sigraði Kjartan Kurt Gunnarsson í sínum flokki, þá í leikskóla og nú tók hann aftur þátt og sigraði í sínum flokki 1.-4. bekkur. Sagan hans heitir „Ofurkennarinn minn“. Hún verður birt í Skólavörðunni um næstu mánaðamót. Eftir að hún hefur birst þar munum við setja hana hér inn á heimasíðuna.

Innilega til hamingju Kjartan Kurt.

Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráins

Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn til okkar í morgun og hitti 5.-7. bekk fyrir hádegi og svo 8.-10. bekk eftir hádegið. Hann hefur nokkrum sinnum áður komið til okkar og ég held svei mér þá að hann batni bara með árunum 🙂 Ef ykkur langar til að kíkja á það sem hann er að fjalla um þá er hann með facebook-síðu sem heitir: Verum ástfangin af lífinu.

 

Aldan

Ný stjórn nemendafélagsins Öldunnar fyrir skólaárið 2017-2018 hefur verið mynduð:

Erla Rós Ólafsdóttir 9. bekk, formaður.

Hlynur Andri Friðriksson 9. bekk, varaformaður.

Heiðmar Andri Víkingsson 9. bekk, gjaldkeri.

Ólivía Sylwia Sadowska 10. bekk, ritari.

Vala Örvarsdóttir 8. bekk, meðstjórnandi.