Opið hús.

Á fimmtudaginn (16. mars) verður opið hús í skólanum. Gestum og gangandi verður boðið að líta við í grunnskólanum milli 14:00 og 16:00 og sjá þær miklu breytingar sem orðið hafa á húsnæðinu að undanförnu. Léttar veitingar verða í boði ásamt því að oddviti Langanesbyggðar flytur stutta tölu og færir skólanum gjöf. Allir velkomnir.

Samræmd próf í 9. og 10. bekk.

Samræmd könnunarpróf í 9. og 10. bekk standa yfir þessa dagana og eru tekin á tveimur dögum. Í gær tóku nemendur próf í íslensku og fyrri hluta ensku og á morgun taka þau stærðfræðiprófið og seinni hluta ensku. Prófin hefjast kl. 8:30 báða dagana og eru rafræn í fyrsta skipti. Frá því að nemandi skráir sig inn í prófið hefur hann tvær og hálfa klukkustund til að ljúka prófinu. Framvegis munu nemendur í 9. bekk taka samræmd próf á vorönn en ekki á haustönn í 10. bekk eins og verið hefur.