Stóra upplestrarkeppnin 27. mars

Á fimmtudaginn 27. mars verður Stóra upplestrarkeppnin haldin á Raufarhöfn. Þar munu fjórir lesarar frá GÞ mæta og lesa upp ásamt nemendum frá Lundi, Bakkafirði og Vopnafirði. Því miður er enginn nemandi núna frá Raufarhöfn. ATH BREYTTA DAGSETNINGU Vopnfirðingar komast ekki svo auðveldlega upp á Egilsstaði svo þeir slást með okkur í för, þetta árið. Það verða því óvenju margir keppendur í ár og bara gaman að því. Tónlistaratriði verður frá Tónlistarskóla Langanesbyggðar, en þar munu nemendur flytja atriði sem komst í úrslit á Nótunni nú um helgina. Í hléi verður boðið upp á veitingar. Mikilvægt er fyrir keppendur og tónlistarfólk að mæta tímanlega svo hægt sé að stilla upp og æfa sig áður en keppnin hefst. Við gerum því ráð fyrir að leggja eigi síðar af stað héðan en klukkan 13:00 ef færð og veður eru með besta móti - annars fyrr. Aðstandendur eru velkomnir með og tilvalið að fjölmenna á þessa virðulegu samkomu. Hér fylgir með tengill inn á afar áhugaverða grein um gildi lestur fyrir okkur öll: http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/lestur-getur-gert-folk-gafadra