Glæsilegur árangur á Nótunni

Kadri okkar og nemendur hennar gerðu góða ferð til Akureyrar á uppskeruhátíð Tónlistarskólanna, Nótuna - nú um helgina. Tónlistarskóli Langanesbyggðar sendi tvö atriði á hátíðina og bæði atriðin komust áfram í úrslitin, en þangað fóru 10 atriði af um það bil 50 atriðum sem voru alls á hátíðinni. Eitt atriði fór alla leið og var valið til þess að fara á lokahátíðina í Hörpunni nú í vor! Það var Njáll Halldórsson sem flutti glæsilegt atriði sitt á harmoniku, samið af Edward Grieg, hvorki meira né minna. Til hamingju Kadri með frábært starf og til hamingju krakkar með frábæran árangur.