Klara Sif, Svanhildur Björt, Baldur og Mansi kepptu í dag fyrir hönd okkar í Stóru upplestrarkeppninni á Raufarhöfn. Öll stóðu þau sig með miklum sóma og Svanhildur krækti í þriðja sætið! Grunnskólinn á Vopnafirði var í öðru sæti og sigurinn féll í hlut Öxarfjarðarskóla annað árið í röð.
Tónlistarskóli Langanesbyggðar var með tvö tónlistaratriði á hátíðinni og meðal annars fengum við að heyra 10 nemendur okkar flytja sama atriði og hlaut viðurkenningu á Nótunni, Akureyri.
Sannarlega góður dagur!