Þróunarverkefni

Fjölbreyttir kennsluhættir

Veturinn 2012 – 2013 vann starfsfólk grunnskólans að þróunarverkefni sem bar heitið Fjölbreyttir kennsluhættir og einstaklingsmiðað nám, bætt og betri líðan nemenda og starfsfólks. Verkefninu stýrðu Ingvar Sigurgeirsson og skólastjóri. Skýrslu um verkefnið má finna hér: Þróunarverkefni_skýrsla. Verkefnið var styrkt af Endurmenntunarsjóði Grunnskóla og Sprotasjóði.

Móttaka nýbua

Sama vetur unnu Hilma Steinarsdóttir, Halldóra Friðbergsdóttir og María Guðmundsdóttur að þróunarverkefni um móttöku nýbúa í Langanesbyggð. Skýrluna má finna hér: lokaskyrsla

Skólanámskrá

Veturinn 2013 – 2014 var í gangi þróunarverkefni sem bar heitið; Grunnskólinn á Þórshöfn og Grunnþættir menntunar. Verkefninu stýrðu Ingvar Sigurgeirsson og Ingveldur Eiríksdóttir. Markmið verkefnisins var að vinna við innleiðingu nýrrar Aðalnámskrár og gerð skólanámskrár fyrir Grunnskólann á Þórshöfn. Skil Sprotasjóður grunngildi

Menntamálaráðuneytið heldur úti upplýsingvef  (tengill) um námskrárnar sem heitir Nám til framtíðar. Þar má finna Aðalnámskrárnar og lesa sér til um Grunnþætti menntunar.

ART

Innleiðing ART-s við Grunnskólans hófst sömuleiðis haustið 2013, þar sem allir starfsmenn skólans sóttu námskeið hjá ARTteyminu á Íslandi. ART er þjálfunarprógramm þar sem unnið er með reiðistjórnun, siðferðis og félagsþroska. ART er hluti af Þróunarverkefni um skólanámskrá Grunnskólans og er styrkt af Endurmenntunarsjóði Grunnskólanna. ART er virkt í skólastarfinu sem agastjórnunarkerfi og virk þjálfun í því að bregðast við erfiðum aðstæðum.

Vefur ART á Íslandi

ART_kynningarbæklingur

Byrjendalæsi og orð af orði

Undanfarin ár hefur verið unnið að innleiðingu Byrjendalæsis við skólann undir styrkri stjórn Háskólans á Akureyri. Nú í ár heldur sú vinna áfram og teygir hún sig nú upp á eldra stig grunnskólans með verkefninu Orð af orði. Þar er lögð áhersla á heildræna nálgun tungumálsins þar sem unnið er með texta, hann greindur og nýttur til að bæta orðaforða og hugtakaskilning nemenda.

Upplýsingar um Byrjendalæsi

Upplýsingar um Orð af orði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s