Leyfi nemenda

Foreldrar og eða forráðamenn nemenda snúa sér til umsjónarkennara varðandi frí fyrir nemendur sína.

Umsjónarkennarar hafna eða samþykkja leyfi til 1 – 2 daga en leyfi sem nemur meira en tveimur dögum þurfa þeir að bera undir skólastjóra.

Leyfi til lengri tíma en 2ja daga þurfa samþykki skólastjórnenda auk umsjónarkennara. Foreldri skal snúa sér til umsjónarkennara með leyfisbeiðnina sem gefur álit sitt og sendir erindið til skólastjóra.

Öll röskun á námi nemanda sem hlýst af umbeðnu leyfi er á ábyrgð  foreldra eða forráðamanna sbr. 15. grein grunnskólalaga frá 2008 sem hljóðar svo:

Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.

Um áherslur í námi, áherslur og verkefni vísast til upplýsinga á Mentor. Kennurum GÞ er  ekki skylt að útbúa sérstakar áætlanir eða verkefnapakka fyrir nemendur á meðan á leyfi þeirra stendur enda er nám barnsins þá á ábyrgð foreldra. Ætlast er til þess að nemendur missi ekki úr námi sínu vegna fría og lögð er áhersla á að nemendur vinni upp það sem þeir missa af, bæði hvað varðar heimavinnu sem og önnur verkefni sem unnin eru í skólanum á meðan á leyfinu stendur.

Foreldrar eru beðnir um að skoða skóladagatal skólans vel og best er að haga fríum sínum þannig að sem minnst rask verði á skólagöngu barnsins. Samkvæmt grunnskólalögum skulu skóladagar á ári vera 180 talsins.

Vegna mötuneytis og lengri leyfa er vakin athygli foreldra og/eða forráðamanna á að þeir skuli sjálfir hafa samband við matráð – karenrut@simnet.is.

Hér má finna eyðublað fyrir beiðni um leyfi til lengri tíma en tveggja daga:

Leyfi nem

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s