Skólareglur

Skólareglur

Grunnskólinn á Þórshöfn styðst við ART  í agastjórnun og þegar vinna þarf með erfiða hegðun. Olweusaráætlunina nýtum við sem forvörn og viðbragð við eineltismálum. Í öllu skólastarfi okkar horfum við til þeirrar grunnreglu að við leggjum ekki aðra í einelti.

 

Við í Grunnskólanum á Þórshöfn:

 

 • Mætum stundvíslega í skólann, að morgni, eftir frímínútur og í hádegi. (Foreldrar / forráðamenn tilkynna veikindi eins fljótt og kostur er á skrifstofu skólans eða færa sjálf inn í Mentor fyrir klukkan 8:00 að morgni. Tilkynna þarf veikindi hvern dag sem barnið er veikt heima.
  • Beiðni foreldra um leyfi í 1 -2 daga skal vísa til umsjónarkennara. Óski foreldrar eftir lengra leyfi fyrir börn sín, fylla þeir út sérstakt eyðublað sem má finna á vef skólans og skila inn til ritara. Skólastjóri ákvarðar svo um hvort leyfi verði veitt.

 

 • Komum fram af vinsemd og virðingu við alla í skólanum og sýnum fyllstu kurteisi.

 

 • Göngum vel um bæði úti og inni og förum vel með eigur skólans, okkar eigin og annarra. Nemendur bera ábyrgð á því tjóni sem þeir kunna að valda á eigum skólans, starfsmanna eða annarra nemenda.

 

 • Erum á skólalóð í frímínútum og hádegi.

 

 • Fáum tikynningu að hausti frá foreldrum og eða forráðamönn þar sem þeir tilkynna ef börn þeirra eiga að fara heim í hádeginu. Í hádegishléi eru þau börn á ábyrgð foreldra og eða forráðamanna.

 

 • Geymum hjól og hlaupahjól við hjólagrindur á skólatíma og vélhjól á bílastæði skólans. Við notum ekki þessi farartæki á skólalóðinni á skólatíma af öryggisástæðum. Allir nemendur skulu hafa hjálma skv. umferðarreglum. Við mælumst til þess að fullorðnir geri hið sama.

 

 • Berum sjálf ábyrgð á þeim fjármunum eða verðmætum sem við komum með í skólann. Skólinn tekur ekki ábyrgð á persónulegum munum né fjármunum.

 

 • Komum með hollt nesti í skólann

 

 • Neytum ekki sælgætis í skólanum eða í ferðum á vegum skólans, nema með sérstökum undantekningum sem eru kynntar fyrirfram.

 

 • Notum ekki hluti eða tæki sem valda truflun að mati kennarans eða skapa slysahættu í skólanum né á skólalóðinni á skólatíma. Allir símar skulu vera stilltir á hljótt á skólatíma sem og önnur fjarskiptatæki. Öll notkun farsíma til samskipta skal miðast við frjálsan tíma nemenda. Allar myndatökur nemenda eru stranglega bannaðar á skólatíma nema með leyfi skólastjóra eða kennara í hans umboði.

 

 • Fáum leyfi hjá kennurum ef við viljum hlusta á tónlist í kennslustundum

 

 

 • Hvers kyns mynda- og hljóðupptökur eru með öllu óheimilar í skólahúsnæði Grunnskólans á Þórshöfn eða í ferðum á hans vegum, nema með sérstöku leyfi skólastjórnenda. Allar upptökur eru sömuleiðis stranglega bannaðar í Veri.

 

Umsjónarkennarar setja frekari reglur um umgengni og almenn samskipti í samráði við nemendur sína.

 

Komi upp vandamál vegna hegðunar og/eða ástundunar nemenda eru þau leyst í samvinnu við nemendur og foreldra. Ef ekki tekst að leysa vandann þannig, leitar umsjónarkennari eftir aðstoð hjá skólastjórn og ráðgjöfum skólans sbr. sérstakar verklagsreglur sem skólinn hefur sett sér.

 

Skólareglurnar eru kynntar nemendum og foreldrum þeirra að hausti.  Skv. Grunnskólalögum 2008, grein 18, skulu foreldrar stuðla að því að nemendur mæti úthvíldir í skólann og fylgi skólareglum. Umsjónarkennarar fjalla um og útskýra reglurnar í sínum umsjónarhópum.

 

 

Nokkur atriði sem starfsfólk skólans og nemendur eru sammála um að leggja sérstaka áherslu á haustið 2014

 

Við í Grunnskólanum á Þórshöfn:

 

 • Notum ekki tyggjó á skólatíma né annað sælgæti

 

 • Röðum skóm snyrtilega í fatahengi og setjum skóna í hillur.

 

 • Förum úr og hengjum yfirhafnir og húfur snyrtilega á snagana okkar.

 

 • Göngum frá á borðunum okkar og stöndum fyrir aftan stólana okkar áður (1. – 6. árgangur) en kennari hleypir okkur fram, þannig tryggjum við sem best að stofan okkar sé alltaf snyrtileg og gögnin okkar fari ekki á flakk.

 

 • Gætum þess sérstaklega að skólastofur séu snyrtilegar í lok dags.

 

 • Göngum hljóðlega um ganga skólans og gætum þess að trufla ekki kennslu og nám sem þar fer fram.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s