Skólanámskrá

miðstig hoppar

 

Smellið á kaflaheiti til að lesa eða farið neðar á síðuna.

Um skólann. 4

Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn. 4

Hlutverk grunnskóla. 4

Stefna skólans. 5

Virðing. 5

Virkni 6

Vinsemd. 6

Vellíðan. 6

Framtíðarsýn. 6

Saga skólans. 7

Grunnþættir nýrrar menntastefnu. 8

Læsi 8

Lýðræði og mannréttindi 8

Jafnrétti 8

Heilbrigði og velferð. 9

Sköpun. 9

Sjálfbærni 9

Nám og kennsla. 9

Námsmat. 10

Yfirlit yfir stöðluð próf. 11

Heimanám.. 12

Lestrarstefna skólans. 13

Kennsluaðferðir í lestri 13

Lestrarfjelagið. 13

Yndislestur. 13

Heimalestur. 14

Mat á lestri 14

Ritun. 15

Skólabragur. 15

Uppbyggingarstefnan. 15

ART. 16

Skólareglur. 17

Viðbrögð við agabrotum.. 18

Olweusaráætlun gegn einelti 20

Sérfræðiþjónusta og ráðgjöf. 22

Kennsla nemenda með sérþarfir. 22

Markmið og leiðir. 22

Námsaðlögun. 23

Fjölmenningarstefna Langanesbyggðar. 24

Kennsla og móttaka nemenda með annað móðurmál en íslensku. 25

Móttaka nýrra nemenda. 25

Tengsl skóla við nærsamfélagið. 26

Samstarf við leikskóla og framhaldsskóla. 27

Grunnskólinn á Þórshöfn og Leikskólinn Barnaból – samvinna. 27

Skipulag og framkvæmd. 27

Endurmat. 28

Skilafundur. 28

Samstarf við framhaldsskóla. 28

Framhaldsskólinn á Laugum – Þórshafnardeild. 28

Innra og ytra mat á skólastarfi 28

Skólapúlsinn. 29

Umbótaáætlanir. 29

Samstarf heimila og skóla. 29

Foreldrafélag. 30

Bekkjartenglar. 30

Samskiptaleiðir og upplýsingamiðlun. 31

Viðburðir og hátíðir. 31

Ýmis hagnýt atriði 32

Bókasafn. 32

Forvarnir. 32

Vímuvarnir og heilbrigður lífsstíll 32

Viðbrögð við áföllum.. 32

Skipan áfallateymis. 32

Áfallaáætlun. 33

Nesti 33

Opnun skóla. 33

Óveður, vá eða ófærð. 33

Skólabækur. 34

Útivist og klæðnaður. 34

Skólabílar. 34

Frístund. 34

Tryggingar. 34

Heilsugæsla. 34

Tónlistarskóli Langanesbyggðar. 36

Nefndir og ráð. 36

Skólaráð. 36

Nemendaverndarráð. 36

Nemendafélagið Aldan. 37

Skólanefnd. 37

Skólanámskrá Grunnskólans á Þórshöfn skólaárið 2015-2016 má nálgast á pdf : skolanamskra_adal.

 

 

Um skólann

hringur

Veturinn 2015-2016 eru í skólanum 61 nemandi. Skólinn þjónar Langanesbyggð og Svalbarðshreppi og sækja nemendur Grunnskóla Bakkafjarðar íþróttir og sund til Þórshafnar auk þess sem elstu nemendur skólans á Bakkafirði sinna námi sínu einn dag í viku á Þórshöfn, meðal annars í valgreinum. Kennsla fer fram í húsnæði skólans við Langanesveg, í Veri og Þórsveri. Auk þess er heimilifræði stundum kennd á Bárunni, veitingastað niður við höfn.

Skólastjóri er Ingveldur Eiríksdóttir, aðstoðarskólastjóri er Ásdís Hrönn Viðarsdóttir.

Við skólann starfa 15 kennarar, að stjórnendum meðtöldum, í rúmum níu stöðugildum. Aðrir starfsmenn eru sex í tæpum fimm stöðugildum.

Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn

allir_112

Aníta Dröfn Reimarsdóttir stuðningsfulltrúi og sinnir Frístund

Almar Marínósson sérkennari

Árni Davíð Haraldsson umsjónarkennari
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir umsjónarkennari og aðstoðarskólastjóri
Hanna María Pétursdóttir umsjónakennari

Hilma Steinarsdóttir umsjónarkennari

Helga Jóhannesdóttir stuðningsfulltrúi og sinnir Frístund

Hrafngerður Ösp Elíasdóttir list og verkgreinar

Ingveldur Eiríksdóttir skólastjóri

Irene Mpofu ræstiitæknir

Lára Björk Sigurðardóttir umsjónarkennari

Lilja Jónsdóttir baðvarsla

Lilja Ólafsdóttir stuðningsfulltrúi

Líney Sigurðardóttir bókavörður

Margrét Eyrún Níelsdóttir stuðningsfulltrúi

María Guðmundsdóttir skólastjóri á Bakkafirði, stundakennari í vali

Nikola Zdenko Peros heimilsfræði og enskukennsla

Oddný Sigríður Kristjánsdóttir stuðningsfulltrúi

Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir stærðfræðikennari

Reynir Atli Jónsson Stundakennsla í Knapamerki

Sigríður Harpa Jóhannesdóttir fjölliði

Sveinbjörg Eva Jóhannesdóttir, umsjón yngsta stig

Vilborg Stefánsdóttir, kerfisumsjón, afleysingar, upplýsingatæknikennsla og ritari

Þorsteinn Ægir Egilsson, íþróttakennsla

 Ragnar Grétar Jónsson Tónlistarkennari Tónlistarskóla Langanesbyggðar

Í tengslum við skólann er starfræktur Tónlistarskóli Langanesbyggðar. Tónlistarkennari er Kadri Giannakaina Laube sem er nú í sjúkraleyfi. Kennsla fer fram bæði á Þórshöfn og í Grunnskóla Bakkafjarðar. Haustið 2015 eru 33 nemendur í skólanum.

Við Grunnskólann á Þórshöfn er rekin Frístund fjóra daga vikunnar. Umsjón með henni hefur Aníta Dröfn Reimarsdóttir og Helga Jóhannesdóttir

Hlutverk grunnskóla

„Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins. Grunnskóli skal stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda.“

(Lög um grunnskóla nr. 91/2008, 2. grein ).

VirðingVirkniVinsemdVellíðan.jpg

Stefna skólans

Grunnskólinn á Þórshöfn byggir stefnu sína á skólastefnu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.. Grunnskólinn á Þórshöfn hefur það hlutverk að veita nemendum sínum markvissa og góða menntun í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi þar sem fagmennska og árangur ræður för. Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni, vinsemd og vellíðan. Í samræðu við nemendur skólans leggur starfsfólk skólans út frá þessum gildum:

 • Við komum í skólann til að nýta hæfileika okkar og vaxa og þroskast sem einstaklingar.
 • Við leggjum okkur fram og við gerum okkar besta.
 • Við sýnum hvert öðru virðingu og kurteisi í öllum samskiptum.

 

Virðing

Skólastarf Grunnskólans á Þórshöfn á að byggjast á gagnkvæmri virðingu starfsfólks og nemenda. Það felst í því að hafa starfið sýnilegt, hlúa að sjálfsvirðingu, virkri hlustun, sveigjanleika, jafningjanálgun og umhyggju fyrir öllu lífi. Nemendur og starfsfólk þurfa að bera virðingu fyrir því umhverfi sem þeir starfa í og nýta þá styrkleika sem umhverfið býr að, meðal annars með áherslu á grenndarnám eins og náttúru – og atvinnulífs. Stefna skal að uppbyggjandi samvinnu heimilis og skóla, meðal annars að fá foreldra að mótun skólastarfs, virkari þátttöku og samábyrgð. Í grunnskólanum er tekið mið af því að í öllum þáttum sé borin virðing fyrir manngildi hvers og eins.

Virkni

Virkni er skilgetið afkvæmi einkunnarorðanna þriggja, virðingar, vinsemdar og vellíðunar. Forsenda þess að einstaklingur nái að þroska hæfileika sína og læri að miðla þeim og nýta er að honum líði vel, njóti vellíðunar og vinsemdar. Sá einstaklingur er einnig færari um að miðla þessum þáttum og þannig skapa jákvæðan og hlýlegan skólabrag.

Vinsemd

Í Grunnskólanum á Þórshöfn er lögð áhersla á að samskipti einkennist af vinsemd og jákvæðu viðhorfi.

Vinsemd felst bæði í því að gefa og þiggja, þ.e.a.s við getum þegið vinsemd frá öðrum en einnig sýnt öðrum vinsemd. Vinsemd birtist í ýmsum myndum varðandi framkomu fólks, svo sem hjálpsemi, kurteisi, þolinmæði, hlýlegu viðmóti, heiðarleika og jákvæðri umræðu. Vinsemd þarf að vera gagnkvæm í samskiptum nemenda og starfsfólk og starfsfólk er fyrirmynd nemenda í þeim efnum þar sem hver einstaklingur skiptir máli. Leitast er við að leysa ágreining á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í skólanum en unnið er eftir eineltisáætlun Olweus. Í skólanum er unnið markvist að því að auka vinsemd og jákvæðni í samskiptum allra sem þar starfa, til dæmis með því að sækja námskeið, innleiða ART (sjá í sérstökum kafla) og með félagslífi nemenda og starfsfólks. Nefna má leynivinaviku, vinaviku, árshátíð, þemadaga og litlu-jól. Innleiðing uppbyggingarstefnunnar (sjá sérstakan kafla) er mikilvægt skref sömuleiðis til þess að efla samskipti okkar.

Vellíðan

Í Grunnskólanum á Þórshöfn lítum við svo á að vellíðan allra sé forsenda góðs skólastarfs. Forsendur vellíðunar teljum við vera fyrst og fremst líkamlegt og andlegt öryggi ásamt uppfyllingu grunnþarfa hvers og eins.

Gott regluverk eins og skipulag, skólareglur/verklag, skilgreindar venjur og hefðir veita öryggi og ýtir undir vellíðan. Einnig skiptir máli að aðbúnaður og starfsumhverfið sé gott og heilsusamlegt. Góð og holl næring, hreyfing og hvíld skipta því höfuðmáli.

Góður starfsandi, samskipti og samvinna allra er koma að skólastarfinu er afar mikilvægur þáttur. Vinna þarf markvisst að því að skapa góðan vinnuanda og fara ýmsar leiðir í því hvort sem er á skólatíma eður ei. Nauðsynlegt er að skólasamfélagið nái að skapa það umhverfi að hver og einn fái að njóta sín og þroskast á sínum forsendum. Leitast er við að hafa sem fjölbreyttastar kennsluaðferðir og viðfangsefni og að nemendur hafi eitthvað að segja um eigið nám. Hlýlegt viðmót og uppbygging jákvæðrar sjálfsmyndar allra einstaklinga í skólasamfélaginu stuðlar að vellíðan.

 

Framtíðarsýn

skoli

Grunnskólinn á Þórshöfn er einn af hornsteinum samfélagsins og þar er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggileg áhrif skólans á sitt nánasta umhverfi. Æskilegt er að litið sé til skólans og þess starfs sem þar er unnið með trausti og virðingu. Nám og kennsla er þungamiðja skólastarfs og því mikilvægt að fagfólk komi að öllum störfum sem þar að lúta. Það er metnaðarmál í Grunnskólanum á Þórshöfn að nemendur fái góða menntun, að skólinn sé eftirsóknarverður vinnustaður og sé þekktur fyrir fagmennsku, áreiðanleika og árangur.

Á næstu misserum verða megináhersla í þróun skólastarfsins að:

 • Styrkja Olweusaráætlunina í öllu skólastarfi og á öllum stigum.
 • Nýta hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar.
 • Nýta ART sem tæki til að kenna og þjálfa félagsfærni.
 • Vinna að því að verða Grænfánaskóli.
 • Fjölbreyttum kennsluháttum með áherslu á skapandi skólastarf og samþættingu námsgreina.
 • Þróa og nýta teymiskennslu á öllum stigum skólans.
 • Styrkja lestur í gegnum Byrjendalæsi og Orð af orði
 • Fjölmenningarlegan skóla

 

Saga skólans

skoli2

Þann 21. október 1933 var í fyrsta sinn settur skóli á Þórshöfn.

Formleg menntun barna á sér þó miklu lengri sögu en Farskóli Langaness sinnti henni allt frá 1908 og var hann starfræktur á ýmsum bæjum hér á nesinu, m.a. á Skálum og síðustu árin á Sauðanesi og Efra Lóni.

Herðurbreið hýsti Þórshafnarskóla fyrstu starfsárin, en hún stóð þar sem nú er Bakkavegur 1. Hátt og reisulegt hús sem þótti bera af öðrum húsum í bænum.

Skólinn var á nokkrum hrakhólum með húsnæði fyrstu árin, en um tíma var kennslan í húsi Ungmennafélagsins, Sólbakka, sem stóð þar sem Þórsver er í dag, en Sólbakki brann 1956. Sólbakki hafði verið fluttur frá Skálum og Ungmennafélagið var þar með aðstöðu og var nýtt sem félagsheimili staðarins.

Húsnæðismál skólans komust í betri farveg er elsti hluti Grunnskólans var tekinn í notkun haustið 1945 og hefur það vísast verið mikil lyftistöng fyrir allt skólahald á staðnum. Við skólann hefur verið byggt þrisvar sinnum, annar hlutinn var tekinn í notkun 1961. 1980 er álman til suðurs tekin í notkun og líklega er það í kringum 1996 sem syðsti hluti skólans bætist við, en þar eru unglingarnir okkar með aðsetur í dag.

Fyrsti skólastjórinn á Þórshöfn hét Helga J. Elíasdóttir og var hún kennari, en maður hennar Óli P. Möller hafði þá verið leiðbeinandi  við farskólann varð tveimur árum síðar skólastjóri og var það allt til ársins 1956 þegar  sonur þeirra hjóna tók við skólastjórn, Pálmi Ólason þá nýútskrifaður í Kennaraskólanum.

Pálmi og foreldrar hans eru órjúfanlegur hluti skólasögu Langanesbyggðar, en allt frá því Óli kom hingað fyrst til starfa 1927 við farskólann. Til ársins 1996 sinntu þau hér kennslu og skólastjórn. Pálmi Ólason var skólastjóri hér í 40 ár og hann og fjölskylda hans marka mjög sögu skólans.

Tíð kennaraskipti hafa einkennt skólasögu Langaness, en nokkrir kennarar hafa þó verið hér í 10 ár eða meira og má þar til dæmis nefna t.d. þær, Dagnýju Marinósdóttur, Berghildi Björgvinsdóttur og Erlu Jóhannsdóttur sem allar störfuðu lengi og farsællega við skólann.

Grunnþættir nýrrar menntastefnu

Ný aðalnámskrá tók gildi 2011 og eru þar skilgreindir grunnþættir nýrrar menntastefnu. Starfsfólk skólans mun á á næstu misserum vinna markvisst að innleiðingu grunnþáttanna, sem eru sex: læsi, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð, sköpun og sjálfbærni.

Læsi

Lestur, læsi og lesskilningur á að vera í fyrirrúmi í skólastarfinu öllu. Í skólanum er byggt á Byrjendalæsi, Orð af orði og gagnvirkum lestri.

Læsi snýst um málnotkun og málskilning háð menningu og gildum. Læsi á við um ýmsa miðla, námsefni, tónlist, ljósmyndir, samskipti, tilfinningar og umhverfi svo eitthvað sé nefnt. Meginmarkmið læsis er að nemendur eru virkir þátttakendur í að túlka á eigin hátt það sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á. Einnig þurfa nemendur að fá tækifæri til að skila frá sér verkefnum á ýmsan máta.

Læsi í skólastarfi endurspeglast í fjölbreyttum kennsluháttum. Meginþættir læsis eru lestur, ritun, hlustun og tal þurfa að koma á fjölbreyttan máta inn í alla kennslu.

Hlutverk skólasamfélagsins er mikilvægt í þessu; velja þarf námsefni við hæfi og áhuga nemenda, liðsinna nemendum við að spyrja spurninga og leita svara við þeim, þjálfa gagnrýna hugsun og víðsýni (sjá nánar í sérstökum kafla um lestrarstefnu skólans).

Lýðræði og mannréttindi

Starfsfólk skólans leitar stöðugt leiða til að efla lýðræðisleg vinnubrögð sín og fræða nemendur um mikilvægi lýðræðislegra starfshátta. Stefnt er að því að nemendur taki virkan þátt í að móta starfið. Tilgangurinn er því að efla samábyrgð, meðvitund og virkni, þannig að nemendur geti tekið þátt í mótun skólans. Í öndvegi eru manngildi, heilbrigði og mannréttindi. Útgangspunktur er að borin er virðing fyrir manngildi hvers og eins og að allir nemendur geti náð árangri. Lýðræðislegir starfshættir felast einnig í því að tekið er tillit til áhuga nemenda og þeir þjálfaðir í að bera ábyrgð á eigin námi og sýna frumkvæði. Til þess að lýðræði sé virkt er mikilvægt að nemendur öðlist þekkingu á grundvallarréttindum barna og fullorðinna og læri að sýna öllu því sem lifir virðingu og umhyggju. Mikilvægt er að efla gagnrýna hugsun og ígrundun um grunngildi samfélagsins. Þetta er meðal annars gert með því að efla samstarf við grenndarsamfélagið.

Við viljum virka og sjálfstæða nemendur sem setja í hávegi mannréttindi, sjálfbærni og jafnrétti.

Jafnrétti

Í skólastarfinu er leitast við að gæta jafnréttis í hvívetna. Virðing er borin fyrir ólíkum uppruna nemenda og litið á ólíkan bakgrunn þeirra sem auðlind. Markvissri jafnréttisfræðslu er fléttað inn í námskrár skólans. Lögð er áhersla á að nemendur vinni saman, af hvaða kyni sem þeir eru eða þjóðerni. Jafnrétti okkar allra er réttur okkar til þess að vaxa og dafna á okkar eigin forsendum.

Jafnréttismenntun tekur á inntaki kennslu, námsaðferðum og öllu námsumhverfi nemenda. Í skólanum skulu allir fá jafnt tækifæri til þess að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis. Jafnrétti á við fleira en jafnrétti kynjanna eða jafnrétti fólks af ólíkum uppruna. Jafnrétti snýr að mörgum þáttum svo sem aldri, fötlun, búsetu, kynhneigð, litarhætti og útliti.

Heilbrigði og velferð

Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan. Lögð er áhersla á að skapa jákvæðan skólabrag þar sem tekið er tilllit til þroska, áhugahvöt og líðan hvers og eins. Mikilvægt er að hlúa vel að jákvæðri sjálfsmynd nemenda með því að þeir fái notið hæfileika sinna og styrkist með uppbyggilegri leiðsögn og aðstoð. Nemendur læri að þekkja sína eigin líðan og annarra og bregðast við henni á uppbyggilegan hátt. Jákvæð samskipti eru þjálfuð í öllum kennslustundum og í gegnum ART (sjá í sérstökum kafla).

Sköpun

Nemendur þurfa að fá fjölmörg tækifæri til að fást við skapandi og heildstæð viðfangsefni. Mikil áhersla er á að nemandi tileinki sér námsefnið á sjálfstæðan og persónulegan hátt. Framsetning byggir á þeirri hugsun að með því að kveikja sköpunargleðina virkjum við forvitni nemanda, athafnaþrá og eflum þannig frumkvæði þeirra.

Lögð er áhersla á að nemendur hafi aðgang að ríkulegri gagnasmiðju þar sem þeir ná að vinna með ýmis efni, leiðir og verkfæri til þess að setja þekkingu sína fram.

Sjálfbærni

Sjálfbær þróun felur í sér að við skilum umhverfinu til afkomendanna í ekki lakara ástandi en við tókum við því og við leitumst við að mæta þörfum samtíðar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum.

Nám og kennsla

banner_spil

Í Grunnskólanum á Þórshöfn er byggt á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar. Kostað er kapps um að skapa öllum nemendum, fötluðum sem ófötluðum og nemendum af ólíkum uppruna sem best skilyrði til náms og þroska. Fjölbreyttir kennsluhættir og einstaklingsmiðað nám eru í fyrirrúmi. Í því felst meðal annars að nemendur fái tækifæri til að gera áætlanir um nám sitt, setja sér markmið og taka þátt í að meta nám sitt, ástundun og framfarir. Þá er áhersla á virka kennsluhætti, svo sem samræður, samvinnunám og hópvinnu, verklega kennslu, útikennslu, vettvangsferðir, leitaraðferðir, innlifunaraðferðir, þrautalausnir, sköpun, sjálfstæð viðfangsefni, söguaðferðina, leiklist og námsleiki.

Nemendur þurfa að þjálfast í þekkingarleit og vinna úr þeim upplýsingum sem þeir afla sér og læra að gera sjálfum sér og öðrum grein fyrir þekkingu sinni. Í því skyni fást nemendur við ritgerðasmíð, halda fyrirlestra og kynningar af ýmsu tagi og halda sýningar á verkum sínum. Jöfnum höndum er lögð áhersla á sjálfstæða vinnu einstakra nemenda og samvinnu þeirra um smærri og stærri verkefni. Stefnt er að því að nemendur fái mörg tækifæri til að vinna að heilstæðum viðfangsefnum þar sem sótt er til margra námsgreina

Áhersla er lögð á að nemendur íhugi eigið nám og námsaðferðir og að vera sér meðvitaðir um hvernig þeir sinna námi sínu og að þeir leggi mat á eigin vinnubrögð og vinnuframlag. Þá er leitast við að skapa nemendum mörg tækifæri  til að ráða nokkru um nám sitt, meðal annars á eigin áhugasviði.

Á yngsta stigi er lögð áhersla á Byrjendalæsi sem er samvirk aðferð í lestrarkennslu og ætluð nemendum í 1. til 3. bekk. Meginmarkmiðið er að börn nái góðum árangri í lestri sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Lögð er áhersla á hópvinnu um leið og einstaklingsþörfum er mætt.

Á miðstigi er meðal annars lögð áhersla á nálgun sem kennd er vði Orð af orði og beinist að því að efla orðaforða, orðskilning og ritun nemenda. Einnig er byggt á svokallaðri söguaðferð þar sem áhersla er á þátttöku nemenda, samþættingu námsgreina, samvinnu og sköpun.

Á unglingastigi er kappkostað að bjóða nemendum val, þar sem lögð er áhersla á listgreinar og sköpun, vinnu með ólíka miðla, náttúrufræði, raungreinar og verkefni sem tengjast samfélaginu.

Að hausti er gefinn út Bekkjarpési fyrir hverja samkennslueiningu og skal hann birtur á heimasíðu skólans, grunnskolinn.is, auk þess sem foreldrar og forráðamenn fá hann sendan rafrænt heim. Miðað er við að útgáfa hans verði eigi síðar en 20. nóvember.

Kennsluáætlanir, heimanámsáætlanir og verkefni sem nemendur eiga að skila er sett inn á Mentor og nemendur og foreldrar nýta sér hann til upplýsinga og jafnvel skila á verkefnum.

Námsmat

möppur

Námsmat skólans byggir á hugmyndum um einstaklingsmiðaða kennsluhætti þar sem hver og einn nemandi er í fyrirrúmi og áhugi hans og styrkleikar fái sem best notið sín. Síðusta ár hefur skólinn lagt áherslu á að laga námsmatið að þessum áherslum. Markmið skólans er að námsmat endurspegli sem best starfið sem fer fram í skólanum en ekki síður að í því fáist heildstæð mynd af eiganda þess, styrkleikum hans og áherslum í náminu. Námsmat skal styðja við nám barnsins og vera leiðbeinandi (leiðsagnarmat).

Einstaklingsmiðun felur í sér að skólinn kemur til móts við barnið á forsendum þess sjálfs en ekki skólans, hóps eða námsefnisins. Nemanda eru sett skýr markmið í svokölluðum Vörðum sem eru einstaklingsáætlanir. Vörðurnar eru endurskoðaðar svo oft sem þurfa þykir yfir veturinn og eru virkt vinnutæki nemanda og kennara. Markmiðið er að á næstu misserum taki nemendur skólans virkari þátt í því að móta Vörðurnar sínar í samvinnu við foreldra og kennara skólans.

Hver nemandi á sér sína námsmatsmöppu þar sem öllu námsmati skólans er haldið til haga og þar eru einnig Vörður nemandans.

Í einstaklingsmiðuðum kennsluháttum þjálfast nemendur í að setja sér markmið og læra að skipuleggja tíma sinn á sem bestan hátt. Mikill tími fer í að kenna þetta og þjálfa og því skipa þessir þættir veglegan sess í námsmatinu og koma meðal annars fram á sérstöku námsmatsblaði sem heitir Félagsleg markmið. Þau snúa að þáttum sem varða hegðun og atferli. Félagslegu markmiðin eru metin á hverri önn og eru byggð á Vörðu nemandans og markmiðum sem koma, til dæmis í samræðum nemenda og kennara og eða í formlegu námsmati. Sérstakur matskvarði liggur að baki þessu mati og fylgir hann með í námsmatsmöppunni og útskýrir hvaða hegðun liggur að baki hvers þáttar.

Til þess að nálgast nemandann þar sem hann er staddur er námsmat mjög mikilvægt. Á Þórshöfn notum við námsmat til þess að kynnast nemandanum og kanna stöðu hans. Þegar hún er ljós er hægt að setja markmiðin og áætla leiðir að þeim.

Kennari notar leiðsagnarmat til þess að meta stöðu nemandans jafnt og þétt, svo hann megi mæta þörfum hans sem best. Viðfangsefni nemandans byggjast á því námsmati sem fer fram en það getur verið með ýmsu móti, svo sem formlegt (dæmi um slíkt eru próf og kannanir) eða falist í samtölum við nemanda, sjálfsmati eða mati á vinnuferli og vinnuframlagi.

Í skóla sem kennir sig við einstaklingsmiðun eru leiðir nemenda misjafnar og forsendur þeirra sömuleiðis. Ekki er sanngjarnt að nemendur læri á sínum forsendum en séu metnir út frá hópnum eða með þeim tækjum sem þeim eru ókunnugleg eða þeir metnir útfrá markmiðum sem ekki falla að Vörðum þeirra. Námsmatið skal ætíð endurspegla það hvað er kennt og hvernig það er kennt. Því er námsmatið einstaklingsbundið og fjölbreytilegt.

Einkunnir vega minna en áður, en umsagnir eru áberandi auk þess sem leiðsagnarmat fær meira vægi, en í því geta nemendur verið virkir þátttakendur, metið sjálfir vinnu sína en fá einnig leiðbeinandi umsagnir sem styðja þá í náminu og nýtast þeim á ferð þeirra eftir menntaveginum sem öflugt veganesti.

Þar sem kennslan og þar með námsmatið er einstaklingsmiðað er samanburður á milli nemenda ómögulegur en stöðluð próf Námsmatsstofnunar skila okkur upplýsingum um stöðu nemandans í samanburði við jafnaldra, á landsvísu. Þær upplýsingar eru ekki síður mikilvægar og eru mælikvarði á það hvernig okkur gengur í samanburði við aðra.

Nemendur fá námsmatsmöppurnar heim a.m.k. tveimur dögum áður en samtal nemenda, foreldra og kennara fer fram svo hægt sé að kynna sér námsmatið gaumgæfilega. Stefnt er að því að Vörður nemenda fari heim til kynningar fyrir samtalsdag í febrúar og verði teknar til umræðna heima fyrir. Möppurnar eru teknar með í samtalið í skólanum og mikilvægt að foreldrar og nemendur gefi sér góðan tíma til þess að skoða það og ræða.

Á annaskilum fá nemendur heim með sér matsblað þar sem þeir leggja mat á ýmsa þætti skólastarfsins og fá þar tækifæri til þess að koma athugasemdum sínum á framfæri en ekki hve síst skapast með þessu mati kærkomið tækifæri foreldra og barns að ræða um starf barnsins í skólanum og hafa áhrif á skólagönguna. Þessi matsblöð eru í þróun, eins og námsmatið allt.

Haustönn: Nemendur fá sendar heim Vörður og kynna sér þær með forráðamönnum sínum. Á haustsamtalsdögum hittast foreldrar, nemandi og kennari og fara yfir athugasemdir sem gerðar hafa verið, kynna sér sýn hvers um sig og móta næstu skref. Nokkur undirbúningur er nauðsynlegur heima fyrir, fyrir þessa daga og gefa þarf sér góðan tíma vegna samtalsins. Leiðsagnarmat fer fram alla önnina og foreldrar eiga að vera upplýstir um það hvernig gangi, bæði í gegnum Mentor en einnig fá þeir send þau námsmatsblöð sem liggja fyrir.

Í lok þessarar annar er lögð áhersla á formlegt námsmat hvort sem það er gert með sérstökum prófum eða könnunum eða á annan þann hátt sem kennari telur best henta. Nemendur meta hvernig hefur gengið að vinna eftir þeim atriðum sem mótuð voru í Vörðum.

Vorönn: Námsmat þessarar annar er samantekt á starfi vetrarins, bæði af hálfu kennara en ekki síður nemenda. Nemendur fá vormatsblað með sér heim og meta hvernig þeir telja að þau markmið sem sett voru í t.d. Vörðum og á matsblaði frá því í haust hafi náðst.

Yfirlit yfir stöðluð próf

 1. bekkur
  • Læsi, þrjú próf (nóvember, febrúar og apríl/maí)
  • Tove Krogh – Skólaþjónustan
 2. bekkur
  • Læsi, tvö próf (nóvember og febrúar)
  • Lesmál (apríl/maí)
 3. bekkur
  • Orðarún, tvö próf (nóvember og mars/apríl)
  • Talnalykill – Skólaþjónustan
 4. bekkur
  • Samræmd próf að hausti
  • Orðarún, tvö próf (nóvember og mars/apríl)
 5. bekkur
  • Orðarún, tvö próf (nóvember og mars/apríl)
 6. bekkur
  • Orðarún, tvö próf (nóvember og mars/apríl)
  • Talnalykill (stærðfræði)- Skólaþjónustan
 7. bekkur
  • Samræmd próf að hausti
  • Orðarún, tvö próf (nóvember og mars/apríl)
 8. bekkur
  • Orðarún, tvö próf (nóvember og mars/apríl)
  • GRP 14 – Skólaþjónustan
 9. bekkur
  • Samræmd próf að hausti

Heimanám

Heimanám þjónar nokkrum mikilvægum þáttum í menntun nemenda.

Nemandi lærir að beita sig aga og kemur sér upp góðum námsvenjum. Með heimanámi er hægt að minnka álagið í skólanum þar sem hluti af vinnunni er unninn heima. Það eykur sjálfstæði nemenda og frumkvæði en síðast en ekki síst færir það skólann og heimilið nær hvort öðru og styrkir þannig tengslin. Foreldrar og forráðamenn kynnast barninu sínu sem námsmanni og tengjast um leið því sem er að gerast í skólanum.

Nú er það svo að hver og einn syngur með sínu nefi og svo er einnig í heimanáminu. Það er því mikilvægt að huga að þörfum hvers og eins. Aðstæður heima fyrir geta einnig verið með ýmsu móti. Starfsfólk hvetur foreldra og nemendur til þess að koma skoðunum sínum á framfæri við skólann og leita eftir leiðum til þess að aðlaga heimanámið að hverjum og einum þannig að sem bestu árangur náist. Heimanámið á að vera einstaklingsmiðað rétt eins og nám barnsins í skólanum. Sjá nánar í bæklingi skólans um heimanám.

Nemendum skólans stendur til boða að nýta sér heimanámstíma, sem þá eru settir inn á töflu nemandans og teljast hluti af skólasókn hans.

 

 

Lestrarstefna skólans

stóra uppl

Lestur er grunnþáttur allrar menntunar á öllum skólastigum. Grunnur að góðri færni er lagður á fyrstu æviárum barnsins og gert er ráð fyrir því að flestir þjóðfélagsþegnar séu læsir. Því betri málþroska sem barn hefur, því betur er það í stakk búið til að takast á við lestrarnám.

Þjálfaður lestur byggist á því að lesandinn nái góðum tökum á þrenns konar færni: Hann þarf að eiga auðvelt með að greina hið flókna samspil bókstafa og hljóða til að geta umskráð orðin sem síðan festast smám saman í sjónrænu orðasafni hugans og því fyrr sem þau eru oftar lesin. Hann þarf að hafa góðan málskilning og góðan orðaforða til þess að skilja merkingu textans. Loks þarf hann að hafa góða lesfimi, geta lesið hratt og fyrirhafnarlaust til að geta beint athyglinni að innihaldi lestextans og skilið hann.

Kennsluaðferðir í lestri

bl-banner.jpg

Byrjendalæsi er kennsluaðferð ætluð nemendum í 1.−4. bekk. Kennsluaðferðin hefur verið mótuð og þróuð við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri undir forystu Rósu Eggertsdóttur. Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni.

Gengið er út frá því börn þurfi lesefni sem kveikir áhuga þeirra, ýtir undir ímyndunaraflið, hvetur þau til gagnrýninnar hugsunar og gefur þeim færi á að mynda merkingarbærar tengingar við eigið líf. Því er margs konar gæðatexti lagður til grundvallar lestrarkennslunni og hann nýttur sem efniviður í vinnu með stafi og hljóð, sem og vinnu með orðaforða, skilning og ritun af ýmsu tagi.

Gengið er út frá því að námsþörfum allra nemenda sé mætt í almennri kennslu með ögrandi viðfangsefnum við hæfi hvers og eins. Kennarar safna upplýsingum um gengi nemenda í daglegu starfi og skipuleggja ný viðfangsefni þar sem nemendur fá ítarlega leiðsögn og tækifæri til æfinga.

 

Orð af orði er kennsluaðferð sem hefur þann tilgang að efla læsi og námsárangur barna og ungmenna. Heiti verkefnisins sprettur af orðaleik þar sem „orðaforði“ er sundurgreindur á frumlegan hátt í orð-af-orði.

Lestrarfjelagið

Í lesveri er unnið með leshópa og einnig fá nemendur þjálfun í skrift og ritun. Reynt er að mæta þörfum hvers og eins eftir getu hans. Hver hópur samanstendur af þremur nemendum og markmiðið er að þeir lesi fyrir hver annan þannig að gagn og ánægja hljótist af. Hver hópur fær 20 mínútur í senn, þrisvar í viku. Þeir nemendur sem koma í lestrar- og ritunartímanna fá heila kennslustund. Les þá kennari fyrir nemendur og vinna þeir síðan með textann eftir ýmsum leiðum með ritunarverkefnum tengdum þeim texta sem lesinn var.

Yndislestur

Yndislestur vísar til lestrar sem við kjósum af frjálsum vilja, hafandi í huga þá ánægju sem við munum hafa af lestrinum. Hann vísar til þess að við höldum áfram að lesa, eftir að hafa lesið vegna tilmæla annarra, vegna þess að lesturinn veitir okkur ánægju. Markmið yndislestrar er að auka áhuga nemenda á lestri bókmennta sér til ánægju og yndisauka.

 

Heimalestur

Foreldrar eru mikilvægir þátttakendur í námi barna sinna. Sem foreldri stuðlar

þú að einstakri reynslu sem getur hjálpað barni þínu til að læra. Mikilvægt er að börn lesi heima daglega ef mögulegt er. Þótt börn lesi í skólanum er það ekki í þeim mæli sem nauðsynlegt er til að þau fái nægilega þjálfun. Þess vegna er heimalestur afar mikilvægur.

Mat á lestri

Orðarún er lesskilningspróf sem hannað er fyrir nemendur í 3.−8. bekk í grunnskóla, en það er lagt fyrir miðsvetrar og undir vor. Fyrri niðurstöður liggi fyrir, er námsmati er skilað í febrúar.

Hraðlestrarpróf segir til um hversu mörg atkvæði nemendur lesa á mínútu og er lagt fyrir eigi sjaldnar en fjórum sinnum yfir veturinn.

Lestrarviðmið Grunnskólans á Þórshöfn

Árgangur Atkvæði á mínútu
1. 10 – 60
2. 50 – 110
3. 100 – 170
4. 160 – 210
5. 200 – 250
6. 250 – 300
7.-10 300 – 350

 

Viðmið í mati á heimalestri skv. lestrarstefnu skólans. Heimalestur er metinn upp í 6. árgang og eftir atvikum lengur, á meðan nemendur vinna að því að ná lestrarviðmiði 6. bekkjar.

Skipti í mánuði Einkunn/námsmat
10 skipti eða meira A
6 – 9 skipti B
5 skipti eða minna C

 

Læsi – lestrarskimun er ætlað að athuga lestrarhæfni nemenda í 1. og 2. bekk. Annars vegar til að finna nemendur sem kunna að vera í áhættuhópi vegna lestrarerfiðleika, hins vegar að veita kennurum upplýsingar til að skipuleggja kennslu nemenda. Prófið er þýtt og staðfært af Guðmundi B. Kristmundssyni og Þóru Kristinsdóttur úr norsku og kom út árið 2000. Prófið samanstendur af fimm heftum. Þrjú eru fyrir 1. bekk og tvö í 2. bekk. Niðurstöður eru bornar saman vð Hljómpróf úr leikskóla og niðurstöður 1. bekkinga eru kynntar fyrir Leikskólanum svo greina megi vanda fyrr.

 

 

Ritun

Mikilvægt er að ritun fylgi lestri og lestrarþjálfun.

Undir ritun flokkast skrift, réttritun, sögugerð og tjáning ýmiss konar í rituðu máli. Því meira sem nemendur skrifa því ritfærari verða þeir. Mikilvægt er að nemendur fást við ritun af ýmsu tagi og sjái tilgang í þessum skrifum og að viðfangsefnin séu þannig að þau veki áhuga.

 

Skólabragur

skolagbragur

Skólamenning Grunnskóla Þórshafnar helgast af jákvæðni, uppbyggingu og metnaði fyrir hönd nemenda. Markmiðið er að nemendur nýti hæfileika sína, nái sem bestum námsárangri og skili sér út í samfélagið sem góðir og gjaldgengir einstaklingar.

Virðing, sjálfsagi, kærleikur og vinátta einkenna samskipti í skólanum og þannig skapast jákvæður og uppbyggilegur starfsandi sem stuðlar að vellíðan og ánægju nemenda.

Uppbyggingarstefnan

Uppbyggingarstefnan (Restitution) er hugmyndakerfi sem starfsfólk Grunnskóla Þórshafnar hefur ákveðið að innleiða og nota í samskipta- og agamálum. Stefnan er í daglegu tali nefnd Uppbygging. Lögð er áhersla á kennslu sjálfsaga, sjálfsstjórn og uppbyggileg samskipti. Uppbygging miðar að því að finna leiðir til lausna á ágreiningsmálum, skoða hvernig manneskjur við viljum vera, hver hlutverk okkar eru og hvaða þarfir liggja að baki hegðunar okkar. Ef vel tekst til skapast aðstæður fyrir einstaklinginn til að leiðrétta og bæta fyrir mistök sín, gera betur og snúa síðan aftur til hópsins með aukið sjálfstraust.

Uppbyggingarstefnan leggur áherslu á jákvæð samskipti fremur en reglur, á ábyrgð fremur en blinda hlýðni og á virðingu fremur en stjörnugjöf. Treyst er á hæfileikann til sjálfstjórnar og að hver og einn geti hugsað áður en hann framkvæmir og brugðist rétt við aðstæðum.

Uppbyggingarstefnan hvetur hvern og einn til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Aðferðin nýtist við bekkjarstjórnun þar sem allir fá að vaxa og njóta sín. Þetta er aðferð í samskiptum og aðferð við að ná jafnvægi og innri styrk eftir að hafa beitt samferðamenn sína rangindum eða lent upp á kant við þá. Leitast er við að ná samstöðu um lífsgildi til að hafa að leiðarljósi og fylgja þeim síðan eftir með fáum skýrum reglum. Spurt er bæði hvernig við viljum vera og hvað við þurfum að gera til að ná eigin markmiðum í sátt og samlyndi við samferðamenn.

Nemendur læra meðal annars:

 • Að setja sér markmið, gera uppbyggingaráætlanir, stunda sjálfsskoðun
 • Að bera ábyrgð á eigin námi
 • Að læra leiðir til að hafa stjórn á eigin hegðun
 • Aðferðir við lausn ágreiningsefna
 • Að sinna þörfum sínum af ábyrgð gagnvart sjálfum sér og öðrum
 • Að mynda tengsl við aðra
 • Að bera ábyrgð á eigin mistökum, leiðrétta þau og bæta fyrir þau
 • Að verða þeir sjálfir – þær manneskjur sem þeir vilja vera
 • Að gera bekkjarsáttmála

ART

art

ART er ein af stoðum okkar í Grunnskólanum á Þórshöfn og hugmyndafræði í agastjórnun og samtölum okkar við nemendur. ART stendur fyrir Anger Replacement Training og aðferð til að kenna sjálfstjórn, félagsfærni og efla siðferðisvitund okkar. Grunnskólinn á Þórshöfn vinnur með IsART sem eru landssamtök ARTara á Íslandi með aðsetur á Suðurlandi.

Innleiðingu ARTs hófst haustið 2013 og er skólinn nú eini grunnskólinn utan Suðurlands sem hefur fengið ARTvottun, en í henni felst að allir árgangar fá ARTþjálfun og meirihluti starfsmanna og kennara hafi fengið ARTþjálfun. Eftir áramótin 2016 mun ARTþjálfari koma til okkar og halda viðbótarnámskeið fyrir starfsmenn og þá sem ekki hafa hlotið ARTþjálfun. Nánar má kynna sér ARTið hér og einnig í þessum bæklingi.

 

 

Skólareglur

ast

 • Við í Grunnskólanum á Þórshöfn:
 • Mætum stundvíslega í skólann, að morgni, eftir frímínútur og í hádegi. (Foreldrar / forráðamenn tilkynna veikindi eins fljótt og kostur er á skrifstofu skólans eða færa sjálf inn í Mentor fyrir klukkan 8:00 að morgni. Tilkynna þarf veikindi hvern dag sem barnið er veikt heima.
 • Beiðni foreldra um leyfi í 1 -2 daga skal vísa til umsjónarkennara. Óski foreldrar eftir lengra leyfi fyrir börn sín, fylla þeir út sérstakt eyðublað sem má finna á vef skólans og skila inn til ritara. Skólastjóri ákvarðar svo í samráði við kennara hvort leyfi verði veitt. Sé um lengra leyfi að ræða þurfa foreldrar að hafa samband við matráð til að láta vita.
 • Komum fram af vinsemd og virðingu við alla í skólanum og sýnum fyllstu kurteisi.
 • Göngum vel um bæði úti og inni og förum vel með eigur skólans, okkar eigin og annarra. Nemendur bera ábyrgð á því tjóni sem þeir kunna að valda á eigum skólans, starfsmanna eða annarra nemenda.
 • Erum á skólalóð í frímínútum og hádegi.
 • Fáum tikynningu að hausti frá foreldrum og eða forráðamönn þar sem þeir tilkynna ef börn þeirra eiga að fara heim í hádeginu. Í hádegishléi eru þau börn á ábyrgð foreldra og eða forráðamanna.
 • Geymum hjól og hlaupahjól við hjólagrindur á skólatíma og vélhjól á bílastæði skólans. Við notum ekki þessi farartæki á skólalóðinni á skólatíma af öryggisástæðum. Allir nemendur skulu hafa hjálma skv. umferðarreglum. Við mælumst til þess að fullorðnir geri hið sama.
 • Berum sjálf ábyrgð á þeim fjármunum eða verðmætum sem við komum með í skólann. Skólinn tekur ekki ábyrgð á persónulegum munum né fjármunum.
 • Komum með hollt nesti í skólann
 • Neytum ekki sælgætis í skólanum eða í ferðum á vegum skólans, nema með sérstökum undantekningum sem eru kynntar fyrirfram.
 • Notum ekki hluti eða tæki sem valda truflun að mati kennarans eða skapa slysahættu í skólanum né á skólalóðinni á skólatíma. Allir símar skulu vera stilltir á hljótt á skólatíma sem og önnur fjarskiptatæki. Öll notkun farsíma til samskipta skal miðast við frjálsan tíma nemenda. Allar myndatökur nemenda eru stranglega bannaðar á skólatíma nema með leyfi skólastjóra eða kennara í hans umboði.
 • Fáum leyfi hjá kennurum ef við viljum hlusta á tónlist í kennslustundum
 • Hvers kyns mynda- og hljóðupptökur eru með öllu óheimilar í skólahúsnæði Grunnskólans á Þórshöfn eða í ferðum á hans vegum, nema með sérstöku leyfi skólastjórnenda. Allar upptökur eru sömuleiðis stranglega bannaðar í Veri.
 • Umsjónarkennarar setja frekari reglur um umgengni og almenn samskipti í samráði við nemendur sína.
 • Komi upp vandamál vegna hegðunar og/eða ástundunar nemenda eru þau leyst í samvinnu við nemendur og foreldra. Ef ekki tekst að leysa vandann þannig, leitar umsjónarkennari eftir aðstoð hjá skólastjórn og ráðgjöfum skólans sérstakar verklagsreglur sem skólinn hefur sett sér.
 • Skólareglurnar eru kynntar nemendum og foreldrum þeirra að hausti. Skv. Grunnskólalögum 2008, grein 18, skulu foreldrar stuðla að því að nemendur mæti úthvíldir í skólann og fylgi skólareglum. Umsjónarkennarar fjalla um og útskýra reglurnar í sínum umsjónarhópum.

Viðbrögð við agabrotum

Jákvæð tengsl og væntingar, samvinna og samkennd

Mikilvægt er að hafa í heiðri grundvallarreglur eineltisáætlun Olweusar enda hafa rannsóknir sýnt að þær draga úr árásargjarnri hegðun og skapa skólabrag sem er til eftirbreytni:

 • Hlýja, einlægur áhugi hinna fullorðnu
 • Ákveðnir rammar gegn óviðunandi hegðun
 • Neikvæð viðurlög (hvorki niðurlægjandi né líkamleg) liggja við brotum á reglum
 • Hinir fullorðnu í skóla og á heimili koma fram af myndugleik sem yfirboðaðar

Kennari eða starfsmaður sem verður var við brot á bekkjar- og eða skólareglum skal bregðast strax við og grípa inn í og stöðva það sem er í gangi. Ef um er að ræða atvik hjá umsjónarkennara eða kennara sem þekkir vel til er hægt að grípa strax til aðgerða og afgreiða málin á staðnum. Hvort sem um starfsmann eða kennara er að ræða, gengur hinn fullorðni til viðkomandi barns, horfir í augu þess, ávarpar það með nafni og talar beint til þess og tilgreina þá hegðun sem ekki er liðin.

Ef barn lætur ekki segjast er nauðsynlegt að taka barn afsíðis ef ræða þarf ítarlegar við það.

Telji eftirlitsaðili eða kennari atvikið alvarlegt (t.d. ofbeldi, einelti eða orðbragð sem er ólíðandi) skal hann svo fljótt sem mögulegt er hafa samband við umsjónarkennara viðkomandi barns og skýra frá atvikinu. Þannig fær umsjónarkennari yfirsýn yfir hegðun nemanda sinna og fær þannig heildarmynd sem er afar mikilvægt.

Skráning skal fara fram í dagbókum nemanda á Mentor og ef um eineltisatvik er að ræða skal gera grein fyrir því í eftirlitsbók hjá verkefnisstjóra.

Verkferli varðandi agabrot:

Eftirlitsaðili og eða kennari grípa strax inn í og veita nemanda tiltal eða ávítur. Ef atvikið er alvarlegt skal umsjónarkennari látinn vita og ákveður hann frekari aðgerðir.

Láti nemandi sér ekki segjast skal taka hann afsíðis og fá að jafna sig. Muna skal að ró skal reiði gefa. Umsjónarkennari tekur við málinu og ræðir við nemanda. Ef atvikið er þess eðlis þá skal hafa samband heim og foreldrar koma í skólann. Ákveða þarf hvort nemandi verði áfram í skólanum þann daginn eða fari heim og komi aftur næsta dag.

Ef lausn fæst ekki með samstarfi heimilis og umsjónarkennara skal vísa máli til skólastjóra sem fundar með foreldrum/forsjáraðilum, nemanda og umsjónarkennara og eru þar fundnar leiðir til að bæta hegðun nemanda. Það er lokaúrræði.

agabrit

Ferli viðbragða við agabrotum.

Olweusaráætlun gegn einelti

bullying1

Eineltisáætlun Olweusar er byggð á hugmyndafræði Dan Olweusar – gegn einelti og andfélagslegu atferli.

Við tölum um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu og óþægilegu áreiti eins eða fleiri og viðkomandi á erfitt með að verja sig. Sagt er að nemandi sé lagður í einelti þegar annar nemandi eða fleiri nemendur:

 • Segja meiðandi og óþægileg orð við hann eða hana, gera grín að honum/henni eða nota ljót og meiðandi uppnefni.
 • Virða hann/hana ekki viðlits eða útiloka hann/hana viljandi úr vinahópnum.
 • Slá, sparka, hárreyta, hrinda eða loka hann/hana inni.
 • Segja ósatt eða dreifa upplognum rógi um hann/hana eða senda kvikindislega miða og reyna að fá aðra nemendur til að kunna illa við hann/hana.
 • Gera eitthvað annað sem er óþægilegt.

 

Mikilvægt er að gott upplýsingaflæði sé milli heimila og skóla því oft sýnir þolandi eineltis fyrstu merki um vanlíðan heima. Það er nauðsynlegt að umsjónarkennari eða skólastjórendur fái sem fyrst ábendingar um einelti. Hröð og rétt viðbrögð skipta öllu máli.

 

Vakni grunur hjá foreldrum um að barn þess verði fyrir einelti er þeim bent á að hafa umsvifalaust samband við skólann. Hér að neðan eru skjöl þar sem lesa má um ferli eineltismála í Grunnskólanum á Þórshöfn ásamt blaði um tilkynningu á einelti. Mikilvægt er að tilkynna meint einelti til skólans svo hægt sé að bregðast við og virkja eineltisáætlunina. Allar tilkynningar eru teknar alvarlega og eineltistáætlun virkjuð. Niðurstaðan getur verið ýmis konar, að um einelti sé að ræða, samskiptavanda eða eitthvað annað sem þá er unnið með að hálfu skólans og stuðningsþjónustu. Einnig getur niðurstaðan verið sú að ekki sé ástæða til þess að skoða málið frekar en gert er í upphafi sbr. eyðublað um inngrip.

 

Tilkynning um meint einelti – komið til umsjónarkennara meints þolanda

Inngrip í kjölfar tilynningar um meint einelti – frá Reykjavíkurborg. Unnið er að aðlögun

Starfsáætlun eineltisteymis Grunnskólans á Þórshöfn

 

Eineltisáætlun sem slík er forvarnarverkefni sem hluti af hefðbundnu skólastarfi og um leið samstarfsverkefni skóla og heimila. Áætlunin fylgir ákveðnum meginreglum og miðar að því að auka vitund allra í umhverfi barnanna um einelti, bæta félagslegt umhverfi í skólanum og stuðla þannig að auknu öryggi.

 

Nemendum er beint á þá braut að taka eindregna afstöðu gegn einelti með markvissri umfjöllun um einelti, til dæmis um eineltishringinn og afleiðingar eineltis. Þetta er meðal annars gert með því að halda bekkjarfundi einu sinni í viku eða oftar eftir þörfum. Hver bekkur setur sér bekkjarreglur sem höfða til ábyrgðar nemenda gagnvart eineltishegðun.

 

Við skólann skal starfa eineltisteymi sem samanstendur af verkefnisstjóra, fulltrúa kennara, fulltrúa frá Íþróttahúsi, oftast íþróttakennari og eftir atvika skólastjórnenda, sé hann ekki verkefnisstjóri.

 

Eineltisteymi skólans hittist mánaðarlega(og oftar ef þurfa þykir) þar sem unnið er að því að finna sem bestu leiðirnar til þess að koma í veg fyrir einelti og stöðva það. Í því getur falist að vakta betur hættusvæði og koma ábendingum áleiðis milli þeirra sem brugðist geta við aðstæðum.

 

Umfram allt er mikilvægt að skapa andrúmsloft þar sem einelti er alls ekki liðið. Að starfmenn sýni myndugleika en þó hlýlegt og umhyggjusamt viðmót og ásamt góðri framkomu nemenda, er það andrúmsloft sem dregur úr eineltismyndun samkvæmt kenningum Olweusar.

 

Lögð er fyrir nafnlaus könnun í rafrænu formi á hverju hausti í 5.−10. bekk í samstarfi við framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Niðurstöður úr könnunni eru kynntar og brugðist við í samræmi við þær.

olweus

Ferli eineltismála innan skólans

Sérfræðiþjónusta og ráðgjöf

Í gildi er samningur Langanesbyggðar við Félags- og skólaþjónustu Norðurþings um þjónustu og ráðgjöf við grunnskólann. Í þeim felst kennslu- og sálfræðiráðgjöf vegna einstakra nemenda. Í 40. grein grunnskólalaga segir: Sérfræðiþjónusta sér um að greining fari fram, skilar tillögu til skólastjóra um hvernig við skuli bregðast, fylgist með úrbótum og metur árangur.

Kennsla nemenda með sérþarfir

Í reglugerð nr. 585/2010 um nemendur með sérþarfir segir í 2. grein:

Nemendur með sérþarfir teljast þeir sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og / eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra nr 59/1992, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir.

Í 17. grein Grunnskólalaga (2008) er fjallað um nemendur með sérþarfir en þar segir:

Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis. Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir.

Sérkennarar, í samvinnu við aðra kennara sem eiga í hlut, hafa umsjón með gerð einstaklingsáætlana fyrir nemendur með sérþarfir. Til grundvallar skulu lagðar athuganir og prófanir sem gerðar hafa verið í skólanum og/eða af sérfræðingum skólaþjónustu. Áætlunin skal innihalda niðurstöður greininga, úrræði, markmið, kennsluáætlun, áætlun um mat og hvernig samskiptum við foreldra verður háttað.

Kennsluúrræði eru veitt einstaklingum eða hópum. Þau geta verið bundin við afmarkaða þætti náms eða almenn námsaðstoð og byggist skipulag og inntak þeirrar kennslu á greiningu og mati á stöðu nemenda og þörfum þeirra.

Þegar alvarlega fatlað barn hefur skólagöngu hefst undirbúningur með góðum fyrirvara, allt að einu ári. Sá tími er notaður til að koma á tengslum við foreldra barnsins, afla upplýsinga um þarfir þess og skipuleggja kennslu og þann stuðning sem barnið kann að þarfnast.

Markmið og leiðir

Það er markmið starfsfólks skólans að koma til móts við nemendur á fjölbreyttan hátt og allir þeir sem stunda nám eig rétt á námsefni við hæfi og leiðir að markmiðum séu fjölbreyttar og sniðnar að áhugasviði hvers og eins eftir því sem kostur er.

Leiðir til þess eru m.a. að hafa námshópa fjölbreytta og samkennsla árganga þannig að skipulag kennslunar taki mið af þörfum einstaklinganna. Þetta er gert með skipulagi kennslu þannig að stöðvar, hringekjur og blöndun árganga setja svip sinn á skipulagið. Stefna skólans er að allir nemendur sinni stærstum hluta síns náms á sínu heimasvæði og stuðningur við þá miðar í þá átt.

Námsaðlögun

skipulag stuðnings

Skipulag stuðnings innan skólans

Námsver

Námsver skólans er aðstaða þar sem sérkennari og stuðningsfulltrúi vinna með nemendum að námsaðlögun og stuðningi ýmis konar. Áhersla er lögð á að mæta nemandanum þar sem hann er staddur í námi og þroska og byggja síðan ofan á þann grunn. Staða sumra nemenda er þess eðlis að þeir verða að stunda nám sitt um lengri eða skemmri tíma í umhverfi sem hentar þeim betur en bekkjarumhverfið. Leitast er við að nemendur fari saman í hópum í námsver þar sem áherslan er lögð á styrkleika hvers og eins og unnið út frá þeim.

 

Í námsverinu fer einnig fram kennsla barna með annað tungumál en íslensku, lestur og móðurmál og stærðfræði. Ýmist er um að ræða einstaklingsvinnu eða hópavinnu (ca 2 – 3 í hóp) auk þess er boðið upp á aðstoð við heimanám tvisvar sinnum í viku. Í námsveri er einnig stuðst við mismunandi kennslu – og þjálfunaraðferðir má þar nefna: kennslubækur s.s. í stærðfræði og íslensku, lestrarbækur (þyngdarflokkaðar), hlutbundin gögn s.s. spil og dvd diskar (til málörvunar) tölvur, TEACCH, umbunarkerfi og sjónrænt skipulag.

Námsver sinni einnig lestrarþjálfun nemenda skólans þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Byrjendalæsis og Orðs af orði. Námsver sinnir lestrarprófum, bæði stöðluðum lestrar og lesskilningsprófum auk hraðaprófa sem lögð eru fyrir jafnt og þétt yfir veturinn.

Fulltrúi námsvers sitja nemendaverndarráðsfundi auk þess sem kennarar/starfmenn þess eru í góðu samstarfi við Félagsþjónustu Norðurþings, sjá um að útfylla beiðnir til hennar, eftirfylgd og umsjón með skýrslum og skráningum. Aðstoðarskólastjóri er tengiliður skólans við Félags og skólaþjónustu Norðurþings, innan skólans og ber ábyrgð á framkvæmd námsaðlögunar, sérkennslunnar og stuðnings í umboði skólastjóra á yngsta stig en skólastjóri hefur yfirumsjón með þessum þáttum á eldra stigi skólans.

Fjölmenningarstefna Langanesbyggðar

fjolmenning

Eyþing hefur gefið út Fjölmenningarstefnu auk handbókar um móttöku innflytjenda í skóla. Langanesbyggð er eitt þrettán sveitarfélaga innan Eyþings og hefur að markmiði að framfylgja megininntaki Fjölmenningarstefnunnar .

Hluverk sveitarfélaganna samkvæmt henni er:

 • Að sinna lögbundnum verkefnum sveitarfélaga auk valkvæðra verkefna til hagsbóta fyrir íbúana og framtíð
 • sveitar félaganna eftir því sem fjárhagur leyfir.
 • Að taka vel á móti nýjum íbúum, upplýsa þá um réttindi og skyldur og styðja til þátttöku í samfélaginu.

Leiðarljós fyrir sveitarfélögin er:

 • Lykillinn að íslensku samfélagi er kunnátta í íslensku, þekking á íslensku samfélagi og gildi fjölmenningar.

Framtíðarsýn Eyþings í málefnum innflytjenda er:

 • Grunngildi samfélagsins einkennast af víðsýni, virðingu og samkennd þar sem litið er á ólíkan bakgrunn íbúanna sem auðlind. Samfélagið tekur vel á móti nýjum íbúum og styður þá til góðra verka, en væntir þess að allir virði menningu og siði þess samfélags sem þeir kjósa að búa í.

Meginstefna Eyþings í málefnum innflytjenda er:

 • Að allir íbúar sveitarfélaganna njóti jafnra tækifæra og verði virkir þátttakendur í samfélaginu á sem flestum sviðum mannlífsins.
 • Að nýir íbúar skynji að þeir séu velkomnir og að þeir búi við öryggi.
 • Að styrkur fjölmenningar verði nýttur til góðra verka.

Skilgreining á hugtakinu innflytjandi:

 • Með orðinu innflytjandi er átt við íbúa með annað móðurmál en íslensku

 

Kennsla og móttaka nemenda með annað móðurmál en íslensku

Nemendur með annað móðurmál en íslensku eða hafa ekki vald á íslensku vegna búsetu erlendis, eiga rétt á sérstakri íslenskukennslu. Við móttöku þessara nemenda er fylgt handbók Eyþings ummóttöku nýrra nemenda, en unnið er að því að aðlaga gátlista og ýmis gögn þar að Grunnskólanum á Þórshöfn.

Þegar nemandi hefur nám við skólann sem hefur annað móðurmál en íslensku, fær hann sína einstaklingsáætlun sem unnin er í samráði við foreldra og það tryggt að upplýsingar um skólastarf liggi fyrir með skýrum hætti. Eftir nokkrar vikur er áætlunin endurskoðuð og nemandi fær sínar náms-Vörður eins og aðrir nemendur skólans.

Nemendur með annað móðurmál en íslensku eiga rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Einnig er mikilvægt að nemendur viðhaldi móðurmáli sínu eftir því sem frekast er unnt.

Aðstoðarskólastjóri heldur utan um kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku.

Við móttöku nýrra nemenda er lögð áhersla á hlýjar móttökur og skýrar upplýsingar. Foreldrar og nemandi eru boðuð í skólann til kynningar áður en kennsla hefst. Við komu nýs nemanda í bekk er sérstaklega stuðlað að því að hann tengist þeim sem fyrir eru og er þá m.a. einum eða nokkrum nemendum falið það hlutverk að fylgja honum um skólann fyrstu dagana og bjóða honum að vera með í frímínútum.

Móttaka nýrra nemenda

sem hefja skólagöngu eftir að skólastarf hefst

Foreldrar og forsjáraðilar innrita barn sitt í skólann hjá skólastjórnendum. Nemandinn er skráður inn í Mentor og foreldrar og nemandi eftir atvikum fá sitt aðgangsorð að Mentor. Skólastjórar eða umsjónarkennari kynnir nemendur og foreldra ogforsjáraðila þeirrafyrir starfsfólki skólans ásamt því að farin er kynnisferð um skólahúsnæðið.Nemendur,ásamt foreldrum og forsjáraðilumþeirra,er uboðaðirtil viðtals hjá umsjónarkennara áður en formleg skólaganga nemenda hefst. Umsjónarkennari veitir helstu upplýsingar um skólastarfið. Einnig bendir hann á upplýsingar um skólann á heimasíðu skólans og afhendir nemendumstundaskrá og námsgögn. Umsjónarkennari kynnir nemendurfyrir nýjum bekkjarfélögum.

Tengsl skóla við nærsamfélagið

kindur

Í skólastefnu Langanesbyggðar er mikil áhersla á góð tengsl skóla og nærsamfélags.

Nærsamfélagið skipar stóran sess í lífi og starfi allra sem í því búa og er grunnþráður í skólastarfi okkar. Góð tengsl við nærsamfélag okkar, vekur áhuga nemenda á viðfangsefnum þeirra í skólanum og auka færni þeirra til framtíðarverkefna í samfélaginu. Mikilvægt er að að skólastarfið sé áberandi í samfélaginu svo nemendur upplifi að þeir hafi e-ð fram að færa, leggi eitthvað til samfélagsins og séu virkir þátttakendur í mótun þess.

sandur

Með því að tengja saman skólastarf og nærsamfélag ætti að skapast aðstæður til að virkja þá krafta sem búa í nemendum og undirbúa þá undir lífið. Markmiðið er að afla og safna þekkingu úr nærsamfélaginu og nýta þá kunnáttu til að öðlast færni í að yfirfæra þekkingu sína við aðrar aðstæður. Þessi tengsl eru góð leið til þess að vinna með og sinna öllum lykilþáttum menntunar sem eru:

 • Tjáning og miðlun
 • Skapandi og gagnrýnin hugsun
 • Sjálfstæði og samvinna
 • Nýting miðla og upplýsinga
 • Ábyrgð og mat á eigin námi

Benda má á nokkrar leiðir til þess að nálgast það markmið okkar að flétta saman skólastarfið og nærumhverfi okkar:

 • Vettvangsferðir þar sem nemendur vinna að athugunum og könnunum utan veggja skólans.
 • Tenging við atvinnulífið og samstarf við fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir.
 • Nemendur leggi sitt að mörkum til samfélagsins með nýsköpunarverkefnum, átaksverkefnum, þjónustunámi og verkefnum sem tengjast umhverfismennt og sjálfbærni.
 • Starfsnámi gert hátt undir höfði.
 • Vinna að því að minnka kynslóðabilið með því að efla samveru og samstarf yngri og eldri íbúa samfélagsins.

Þættir til að vinna með:

 • Náttúra

Svæið býr yfir ótal möguleikum. Stutt er í ýmis náttúrufyribæri, s.s. fjöru, heiðar og fjöll, fuglabjörg, ferskvatn og einstaka staði eins og Rauðanes , Skoruvíkurbjarg og eyðibýli sem segja sögu liðinna kynslóða.

frystihus2

 • Atvinnulíf

Í nærsamfélaginu er fjöldi fyrirtækja sem tengjast sjómennsku, landbúnaði, iðnaði, þjónustu og menntun. Alla þessa þætti er hægt að flétta inn í skólastarfið með einum eða öðrum hætti og nýta til að ná markmiðum.

 • Sögu- og menningarumhverfi

Samfélagið býr yfir verðmætum menningararfi, s.s. landnámsjörðum, fjölda eyðibýla, fornminjum, sögu hernáms, útgerðar og verslunar. Einnig hefur samfélagið fóstrað listamenn, skáld og hvundagshetjur sem vert er að veita athygli. Jafnframt hafa skapast siðir, hefðir og ákveðin menning í samfélaginu og sögur og sagnir varðveist sem mikilvægt er að koma áfram til næstu kynslóða.

 

Samstarf við leikskóla og framhaldsskóla

 

Í menntastefnu sem tók gildi þann 1. júlí 2008 er gert ráð fyrir því að sköpuð sé samfella á milli allra skólastiga, allt frá leikskóla til háskóla. Nemandinn á að finna sem minnst fyrir skólaskiptunum og hann á að halda áfram að þroskast og dafna á eigin forsendum.

Í Aðalnámskrá leikskóla er mælt með því að skólastjórar leikskóla og grunnskóla hafi með sér samvinnu og skipuleggi samstarf. Mikilvægt er að kennarar beggja skólastiga séu meðvitaðir um vinnubrögð og hugmyndir hver annars. Gagnkvæmar heimsóknir á milli skólanna er heppileg leið til að stuðla að samfellu í námi og gera skólaskilin auðveldari í augum barnsins.

Í Aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um mikilvægi þess að skólastigin tengist. Er það hagur barnsins að gott samstarf sé á milli leik- grunn og framhaldsskólastiga. Því betri samfella sem er á milli skólastiganna því meiri líkur eru á farsælu upphafi skólagöngunnar. Í grunnskólanum á Þórshöfn er mikið lagt upp úr móttöku leikskólabarna í skólann sem og góðri samvinnu við framhaldsskóla, einkum Þórshafnardeild Laugaskóla.

Grunnskólinn á Þórshöfn og Leikskólinn Barnaból – samvinna

FotorCreated

Markmið:

 • að barnið upplifi grunnskólann sem eðlilegt framhald af leikskólanum
 • að litið sé á barnið sem einstakling og að unnið sé áfram í að þroska þá þætti sem það býr yfir en ekki að byrja upp á nýtt
 • að barnið kynnist starfsfólki, húsakynnum og skólalóð grunnskólans

Skipulag og framkvæmd

Skólastjórar beggja skólastiga bera ábyrgð á að koma samstarfinu af stað og skipuleggja hvernig því skuli háttað. Í ágúst setja þeir dagskrá vetrarins niður á skóladagatal og leggja í hendur umsjónarkennara og deildarstjóra sem vinna síðan nánari útfærslu á tímunum.

Leiðir að markmiðum

Yfir skólaárið heimsækir Barnaból Grunnskólann reglulega og einnig fara yngstu nemendur í heimsókn á leikskólann. Skipulag aðlögunar leik og grunnskóla veturinn 2015-2015

 • heimsókn föstudagurinn 11. desember frá kl. 9.50 – 11.50
 • heimsókn   þriðjudag/miðvikudag 26. – 27. janúar 9.50 – 11.50
 • heimsókn   miðvikudag – föstudags 24. – 26. febrúar 9.50 – 11.50
 • heimsókn föstudagur og mánudagur 11. og 14. mars 9.50 – 11.50
 • heimsókn mánudagur – miðvikudagur 25. – 27. apríl 9.50 – 11.50
 • heimsókn föstudagur 20. maí kl. 15.00 Innskráning nýrra nemenda – með foreldrum

Endurmat

Umsjónarkennari og deildarstjóri endurmeta það starf sem unnið var um veturinn. Hvað gekk vel og hvað hefði betur mátt fara og skoða nýjar hugmyndir sem upp hafa komið. Endurmati er skilað til skólastjóra beggja skólanna sem fara yfir það og hafa til hliðsjónar er þeir skipuleggja starfið næsta vetur.

Skilafundur

Leikskólastjóri, grunnskólastjóri og deildarstjóri sérkennslu fara yfir gögn um börnin sem hefja nám í grunnskólanum að hausti. Farið er yfir stöðu hvers og eins en ef um veruleg þroskafrávik eða fötlun er að ræða skal það þó tilkynnt til skólans mun fyrr svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.

Gögn sem fylgja skulu barninu í grunnskólann ásamt undirrituðu samþykki foreldra:

 • Niðurstöður úr Hljóm2
 • Niðurstöður úr könnun sem leikskólinn gerir á alhliða þroska barnsins
 • Greiningar einstakra barna ef það á við
 • Umsögn um vetrarstarf Barnabóls og Grunnskólinn á Þórshöfn og
 • Grunnskólinn sendir leikskólastjóra helstu niðurstöður úr greinandi prófum sem nemendur 1. árgangs fara í, þannig að upplýsingar berist í báðar áttir og mat á árangri skili sér til leikskólans.

Samstarf við framhaldsskóla

laugar

10.árgangur fara einu sinni til Akureyrar og kynna sér skólastarf VMA og MA. Auk þess fá þeir kynningu frá Framhaldsskólanum á Húsavik og fara sömuleiðis í heimsókn til Framhaldsskólans á Laugum. Stefnt er að því að fá einnig kynningu frá Verkmenntaskóla Austurlands.

Framhaldsskólinn á Laugum – Þórshafnardeild

Verkefnisstjóri Þórhafnardeildar sér um kynningu fyrir 9. og 10. bekk grunnskólans, einu sinni að hausti og einu sinni að vori. Að vori er einnig haldin kynning fyrir foreldra 10. bekkinga. Einnig er 9. bekkingum boðið á þessa kynningu til þess að ýta undir að bráðgeriri nemendur taki framhaldsskóla-áfanga í gegnum deildina samfara 10. bekk og flýti þannig fyrir sér í námi.

Í bígerð er að koma á betri tengslum milli þessara stofnana t.a.m að vera með fleiri sameiginlegum uppákomum. Tilgangurinn er fyrst og fremst til að auka félagsleg tengsl, fá betri samfellu sem og glæða áhuga metnað grunnskólanemenda fyrir áframhaldandi námi.

 

Innra og ytra mat á skólastarfi

Hver grunnskóli skal meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 35. gr. með Samkvæmt 35. og 36. grein grunnskólalaga frá 2008. Í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 kemur fram að mat á skólastarfi sé lögbundið eftirlitsstarf skóla og skólayfirvalda. Tilgangur matsins er að tryggja réttindi nemenda, stuðla að skólaumbótum, veita upplýsingar um skólastarf og tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla. Skólar bera sjálfir ábyrgð á að framkvæma svokallað innra mat, þar sem ætlast er til að allir þættir skólastarfs séu metnir með kerfisbundnum hætti. Í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 byggir menntastefnan á sex grunnþáttum menntunar sbr. samnefndan kafla hér að framan. Við mat á skólastarfi skal meta hvernig þessir grunnþættir koma fram í skólastarfinu.

Mennta og menningarmálaráðuneytið,og eftir atvikum sveitarfélög,annast hins vegar svokallað ytra mat á skólastarfi. Ytra matið felst m.a. í úttektum á skólastarfi í heild eða einstökum þáttum þess.

Skólapúlsinn

Frá haustinu 2012 hefur Grunnskólinn á Þórshöfn metið innra starfs skólans með þátttöku sinni í Skólapúlsinum, en markmið hans er að ,útvega skólastjórnendum og skólaskrifstofum áreiðanleg, langtímamiðuð, samanburðarhæf og aðgengileg gögn um mikilvæga þætti í skólastarfinu.“

Með þátttöku í Skólapúlsinum fást samanburðarhæfar tölur um skólastarfið við aðra skóla á landsvísu sem er afar mikilvægt fyrir alla skóla en sérstaklega þó skóla sem reknir eru í litlum sveitarfélögum.

Árlega eru lagðar fyrir 2 nemendakannanir, að hausti og undir vor. Að vori svara starfsmenn og nemendur einnig könnunum á viðhorfum þeirra til stjórnunar og ýmissa annarra þátta skólastarfsins.

Helstu niðurstöður eru kynntar Fræðslunefnd, sveitarstjóra og ráðgjafa sveitarfélagsins í fræðslumálum. Valdir þættir kannana eru birtir á heimasíðu skólans, einkum þeir sem koma vel út og hinir sem þarfnast sérstakra umbóta við.

Umbótaáætlanir

Þegar hluti kannana Skólapúlsins sýna að skólinn víkur umtalsvert frá landsmeðaltali, er gripið til aðgerða til þess að vinna með þá þætti. Veturinn 2015 – 2016 verður skipað sérstakt sjálfsmatsteymi sem fer yfir niðurstöður og vinnur að formlegum umbótaáætlunum þar sem þess þarf.

Eineltisteymi skólans fær niðurstöðurnar sömuleiðis og nýtir sér þær eftir atvikum í sinni vinnu.

Samstarf heimila og skóla

nordplus.jpg

Menntun og velferð nemenda er ekkert einkamál skólans heldur sameiginlegt verkefni foreldra og skóla. Samstarf þessara aðila þarf því að vera gott og byggja á trausti og samábyrgð.

Rannsóknir sýna að nemendur sem eiga foreldra/forráðamenn sem fylgjast með og sýna náminu áhuga standa sig betur en hinir sem lítinn eða engan stuðning fá að heiman. Jákvætt viðhorf foreldra til skólans, metnaður fyrir hönd barna sinna, þátttaka og stuðningur er lykillinn að góðum árangri.

Sameiginleg verkefni heimilis og skóla felst m.a. í að efla skilning á mikilvægi menntunar og skólastarfi. Að veita nemendum stuðning við námið, rækta farsæla mannkosti svo sem ábyrga hegðun, virðingu í samskiptum og vingjarnleika. Foreldrar gegna lykilhlutverki í skólagöngu barna sinna, m.a. með því að hafa jákvæðar væntingar til barna sinna, fylgjast með námi þeirra og gæta hagsmuna þeirra í skólanum.

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 segir að foreldrar eigi rétt á upplýsingum um skólastarf og skólagöngu barna sinna og að grunnskólinn skuli stuðla að góðu samstarfi við foreldra.

Umsjónarkennarar og skólastjórnendur eiga að bera meginábyrgð á að halda uppi virku samstarfi við foreldra og auka hlutdeild þeirra í skólastarfinu samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2011).

Stefna Grunnskólans á Þórshöfn hvað varðar foreldrasamstarf er að skapa öflugt samstarf við heimilin. Fjölbreyttar leiðir eru farnar til þess að efla samstarf skólans við heimilin og efla foreldra innbyrðis (bekkjarfulltrúar) og með því auka árangur og almenna velferð nemandans á grunnskólagöngu hans.

Foreldrafélag

Við Grunnskólann á Þórshöfn er starfandi foreldrafélag. Hlutverk þess er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla með virkri þátttöku foreldra. Félagið skal einnig sinna hagsmunagæslu fyrir nemendur og foreldra.

Stjórn Foreldrafélags Grunnskólans á Þórshöfn skipa:

Ólína Ingibjörg formaður

Sólveig Sveinbjörns varaformaður

Hildur Stefáns ritari

Sigríður Ósk gjaldkeri

Eggert Stefánsson

Magdalena Zawodna

Sóley Indriðadóttir.

Bekkjartenglar

Bekkjartenglar eru valdir úr hópi foreldra fyrir hverja bekkjardeild og eru þeir gjarnan tveir í hverjum árgangi. Stefnt skal að því veturinn 2016 – 2017 að þeir verði tveir í hverri samkennslueiningu. Hlutverk þeirra er að stuðla auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan bekkjarins. Þeir taka að sér að skipuleggja ýmsa viðburði yfir veturinn, koma á tengslaneti foreldra og halda þeim upplýstum. Mikilvægt er að sem flestir foreldrar komi að vetrarstarfinu með einum eða öðrum hætti.

Bekkjartenglar skólaárið 2015 – 2016

 1. bekkur Karen Rut Konráðsdóttir
 2. bekkur Anna Lára Friðbergsdóttir og Jóhann Ægir Halldórsson
 3. bekkur Dagbjört Aradóttir
 4. bekkur Sigríður Ósk Indriðadóttir og Elfa Benediktsdóttir
 5. bekkur Guðmundur Ari Arason og Bjarnheiður Jónsdóttir
 6. bekkur Sigurður Þór Guðmundsson og Ásdís Hrönn Viðarsdóttir
 7. bekkur Aneta Potrykus og Magdalena Zawodna
 8. bekkur Sigríður Jóhannesdóttir
 9. bekkur Sigríður Harpa Jóhannesdóttir
 10. bekkur Nína Björg Sæmundsdóttir og Hjördís Hendriksen

Efni úr kaflanum Heimil og skóla er m.a. fengið úr Tímariti Heimilis og skóla, ágúst 2014 bls. 34-35.

 

knapamerki

Samskiptaleiðir og upplýsingamiðlun

Almannatengsl og mikilvægi þess í skólastarfi kemur vel fram í Aðalnámskrá grunnskóla (2011), þar er skýrt kveðið á um upplýsingamiðlun og upplýsingaskyldu grunnskólans til foreldra. Þar kemur fram að forsendan fyrir árangursríku skólastarfi sé upplýsingagjöf milli heimila og skóla ásamt samráði þessara aðila.

Á skóladagatali eru tilteknir nokkrir dagar þar sem formleg samtöl á milli nemenda, foreldra og umsjónarkennara eiga sér stað. Auk þessa hafa allir kennarar netföng og svara tölvupósti eins fljótt og auðið er eftir því sem þeir hafa tök á. Foreldrar eru auk þess hvattir til þess að koma í skólann og hitta starfsfólk eða fylgjast með skólastarfinu.

Veturinn 2014-2015 voru sérstakir foreldramorgnar á fimmtudögum og gafst sú tilraun vel og verður hún endurvakin er líða tekur á haustið.

Eitt af hlutverkum umsjónarkenna skólans er að senda út föstudagspósta í lok hverrar viku þar sem kemur allt það helsta sem verið er að fást við auk þess sem hæst ber í komandi viku. Þessir póstar fara í gegnum Mentor.

Helsti samskiptamiðill skólans er Mentor, en þar eiga allar kennsluáætlanir að birtast, föstudagspóstar sem og aðrar fréttir og tilkynningar. Stefnt er að því að Mentor leysi tölvupóstinn af hólmi þannig að allar upplýsingar sem varða nemendur sé að finna á Mentor. Auk þessa heldur skólinn út vefsíðu þar sem almennar fréttir af skólastarfinu eru birtar auk þess sem foreldrar geta nálgast þar ýmis eyðublöð.

Nemendur hafa sinn eigin aðgang að Mentor og ættu allir nemendur og foreldrar sem eiga snjallsíma eða spjaldtölvur að eiga greiðan aðgang að öllum upplýsingum þar. Auðvitað duga allar tölvur til verksins líka.

Á Fésbókinni má finna „líkar við“ síðu grunnskólans á Þórshöfn. Þar koma inn uppákomur, upplýsingar um skólahald, myndir og fleira auk þess sem þar birtast allar fréttir af grunnskolinn.com.

Grunnskólinn er einnig með YouTube reikning þar sem myndbönd úr skólastarfinu og verk nemenda eru geymd.

Viðburðir og hátíðir

langanes þh1

Nokkur hefð er komin á helstu viðburði skólans um leið og nýir bætast við, en þeir eru helstir þessir:

 • Skólasetning
 • Fjölgreindarleikar
 • Dagur íslendkrar tungu
 • Jólastöðvar og samvera
 • Litlu jólin
 • Þorrablót
 • Skólahreysti
 • Árshátíð
 • Vika atvinnulífsins
 • Skólaslit

 

Ýmis hagnýt atriði

Bókasafn

leikið á bókasafni

Bókasafn Langanesbyggðar er bæði skólabókasafn og almenningssafn. Skólabókasafnið er opið á hverjum morgni á milli 8:00 og 9:00 og 8:00 – 9:30 á föstudögum. Safnið er lokað á þriðjudögum. Bókasafn skólans er staðsett í Veri og er einnig almenningsbókasafn.

Markmið bókasafnsins eru meðal annars:

 • Að safnið sé aðgengilegt fyrir nemendur og starfsfólk skólans.
 • Að safnið hafi fræðslu- og uppeldislegt gildi ásamt skemmtanagildi.
 • Að örva áhuga nemenda á notkun safnsins til fróðleiks og skemmtunar.
 • Nemendur koma reglulega á safnið með það að markmiði að kynnast og læra á safnið, tengja það við námið og efla lestraráhuga þeirra.

Forvarnir

Langanesbyggð vinnur nú að Forvarnarstefnu sinni en það starf leiða þeir, Ingvar Sigurgeirsson og Jakob Frímann Þorsteinsson.

Forvarnastarf í Grunnskólanum á Þórshöfn skiptist í þrjá meginhluta:

 • Vímuvarnir og heilbrigður lífsstíll.
 • Viðbrögð við áföllum.
 • Viðbrögð við einelti.

Vímuvarnir og heilbrigður lífsstíll

Markmið:

 • Efla getu nemenda til að bera ábyrgð á eigin lífi.
 • Styrkja nemendur í að taka ábyrga afstöðu ge gegn neyslu tóbaks og fíkniefna.
 • Fræða nemendur um skaðsemi og hættur sem fylgja neyslu vímuefna,
 • Styrkja líkamsvitund nemenda og ábyrgð á eigin líkama.

Viðbrögð við áföllum

Markmið:

 • Tryggja viðeigandi viðbrögð skólans við ýmsum áföllum sem nemendur og eða starfsfólk skólans getur orðið fyrir.

Skipan áfallateymis

Í áfallateymi eru skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, hjúkrunarfræðingur skólans og prestur. Aðrir eru kallaðir til eftir atvikum.

Hlutverk áfallateymis

Hlutverk áfallaráðs er að gera vinnuáætlun svo bregðast megi fumlaust og ákveðið við þegar áföll hafa orðið, s.s. bráð veikindi, alvarleg slys, dauðsföll eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu eða sorgarviðbrögð . Vinnuáætlunin þarf að vera skýr og afdráttarlaus um hver sinni hvaða hlutverki, í hvaða röð og hvernig beri að bregðast við. Mikilvægt er að huga að óskum fjölskyldna þeirra sem hlut eiga að máli hverju sinni. Við skipulag áfallahjálpar og viðbragða þarf að hafa í huga alla þá einstaklinga sem koma að starfsemi skólans s.s. nemendur, aðstandendur, kennara, stjórnendur og annað starfsfólk skólans. Áfallaráð skal sjá til þess að allt starfsfólk fái kynningu á því hvernig bregðast skuli við áföllum. Einnig þarf að sjá til þess að kennarar og annað starfsfólk sem að áfallahjálp vinnur fái stuðning og hjálp .

Áfallaáætlun

Áfallaáætlun skólans er sett fram svo að skýrt sé hvernig skuli bregðast við þegar válegir atburðir sem snerta nemendur eða starfsfólk skólans verða. Áfallaáætlunina á að nota sem gátlista þegar skipuleggja þarf áfallahjálp. Athuga ber að taka þarf tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð eru ákveðin. Mikilvægt er að starfsfólk skólans sé vel undir það búið að takast á við þá erfiðleika sem fylgja hinum ýmsu áföllum.

Áföll sem þessi áætlun nær til eru helst:

 • Alvarleg slys (nemenda, aðstandenda þeirra eða starfsfólks skólans).
 • Alvarleg veikindi (nemenda, aðstandenda þeirra eða starfsfólks).
 • Langvinnir sjúkdómar (nemenda, aðstandenda þeirra eða starfsfólks).
 • Andlát (nemenda, aðstandenda þeirra, starfsfólks eða maka starfsfólks). Áfallaráð skal funda strax og skólastarf hefst að hausti og athuga hvort breyting hafi orðið á aðstæðum nemenda eða starfsfólks vegna alvarlegra slysa, veikinda, dauðsfalla eða annarra áfalla.

Áfallaráð ræðir þau áföll sem upp hafa komið og tekur ákvörðun um hvort eða til hvaða aðgerða skal gripið .

Nesti

Mynd_1618448

Foreldrar skulu tryggja að börn sín fái sem hollan og næringaríkan bita með sér til þess að neyta í morgunnestistíma. Hægt er að fá mjólk og ávexti í áskrift og skal pöntunum komið til skólans.

Síðasta föstudag í hverjum mánuði er frjálst nesti síðasta föstudag í mánuði, og mega þá nemendur koma með eitthvað sætt í skólann, en skal hófs gæta í því sem öðru. Þá sömu daga mega nemendur einnig koma með samlokur með sér í skólann sem þeir geta sett í samlokugrill.

Opnun skóla

Skólinn opnar 7:50 að morgni. Best er ef nemendur mæta í skólann ekki fyrr en 8:00 en skóli hefst 8:10. Foreldrar eru beðnir um að beina börnum sínum að þeim inngangi sem er í skjóli fyrir þeirri vindátt sem ríkir, þá er mikið rok er. Gengið er inn að vestanverður sé hann að austan en alla jafna er austur inngangur nýttur.

Óveður, vá eða ófærð

 

Sú meginregla er höfð að leiðarljósi að skóla er aldrei aflýst vegna veðurs eða ófærðar. Þurfi hins vegar að fella niður skólahald vegna veðurs eða ófærðar er það tilkynnt/auglýst í Ríkisútvarpinu svo fljótt sem verða má og upplýsingar settar á heimasíðu skólans http://grunnskolinn.com og á Mentor. Einnig eru sms send út til foreldra.

Það er foreldra að meta hvort þeir sendi börn sín í skóla og eru þeir beðnir að tilkynna til skólans ef þeir telja nauðsynlegt að halda börnunum heima vegna veðurs. Þurfi að senda nemendur fyrr heim vegna veðurs er gengið úr skugga um að foreldrar barna 1. – 5. bekkjar fái vitneskju um það.

Grunnskólinn á Þórshöfn eru skilgreind fjölda hjálparstöð komi til hættuástands.

Skólabækur

Nemendur fá allar lestrarbækur að láni og eiga að skila þeim að notkun lokinni. Fara verður vel með bækurnar, því þær þarf að nota aftur. Verkefnabækur fá nemendur til eignar. Glati nemandi bók eða skemmi þarf hann að greiða fyrir hana.

skolabaekur

Útivist og klæðnaður

Nemendur í 1. – 7. bekk skulu fara út í löngu frímínútunum og hádegi, dag hvern. Einnig fer kennsla stundum fram utan dyra, ýmist á skólalóð eða í næsta nágrenni. Brýnt er að nemendur klæði sig eftir veðri hverju sinni þannig að þeir geti notið útivistarinnar í leik og starfi.

snjor

Skólabílar

Í skólabílunum eru öryggisbelti sem nemendum er skylt að nota. Bílstjórarnir eiga að minna nemendur á að nota beltin og er skylt að setja upp merki í bílunum til að minna á beltanotkun en ekki er hægt að gera kröfu til þess að bílstjóri fylgist með því hvort fyrirmælum er hlýtt. Það er því mikilvægt að foreldrar og kennarar brýni fyrir börnunum að nota öryggisbelti.

Allar skólareglur eiga jafnt við í skólabíl sem skóla, skólaferðum og á skólalóð.

Frístund

Við skólann er rekin endurgjaldslaus frístund fyrir alla nemendur sem þess óska í 1. – 4. árgangi. Íþróttaæfingar og tónlistarnám barna í Frístund fer fram á þeim tíma sem barnið er í Frístund og þannig næst að mynda sem heildstæðastan skóladag. Nemendur í Frístund fá ávexti um miðjan daginn, sem greiða þarf fyrir, á sama tíma og mjólkur og ávaxtaáskrift að morgni.

Tryggingar

Allir nemendur skólans eru slysatryggðir á leið í og úr skóla og meðan á skólavist stendur. Tryggingar greiða eina heimsókn á slysadeild og skaðabætur ef varanlegur skaði hlýst af slysi.

Eignatjón hjá nemendum er að öllu jöfnu ekki greitt af skóla nema um sé að ræða sannanlega vanrækslu af hálfu skólans. Skólinn hlutast þó til um að sá sem olli eignatjóninu bæti viðkomandi nemenda það, ef atvikið gerist á skólatíma, eða í ferðum á vegum skólans.

Heilsugæsla

Hjúkrunarfræðingur skólans er Kristjana Þorláksdóttir og hefur hún fasta viðveru í skólanum alla miðvikudaga frá 8:30:00 – 12:00. Starfshlutfall hennar við skólann er 10%.

Heilsugæslan sinnir læknaþjónustu og eru þeir til viðtals í samráði við skólahjúkrunarfræðing. Heilsugæsla í skólum er framhald ung- og smábarnaverndar. Hún er m.a. fólgin í reglulegum heilsufarsathugunum og ónæmisaðgerðum ásamt heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf. Auk þess sinna hjúkrunarfræðingar í skólum sjúkra- og slysaþjónustu að vissu marki. Einnig er lögð áhersla á heilbrigðisfræðslu og forvarnir af ýmsu tagi.

Haustdagskrá

Skólaheilsugæslunnar

 

Skólahjúkrunarfræðingur: Kristjana Þuríður Þorláksdóttir         

Tími: Miðvikudagsmorgnar frá 8:30-12:00

 

Dagur Dagskrá Athugasemdir
26. ágúst 1.bekkur, fræðsla – hollusta, tannvernd, handþvottur
9. sept 1.bekkur, skimun – hæð,þyngd,sjón,tennur,heyrn,lífsstíll

Allir bekkir – kynning á skólaheilsugæslu

16. sept 7.bekkur, skimun – hæð,þyngd,sjón,litaskyn,lífsstíll 7.bekkur – bólusetning á heilsugæslu 17.sept
30. sept 1. bekkur, fræðsla – flúorþjálfun

2. bekkur, fræðsla – hvíld, hamingja

7. okt 1. bekkur, fræðsla – flúorþjálfun

3.bekkur, fræðsla – hollusta, hreyfing

14. okt 5. bekkur, fræðsla – hollusta, hreyfing
28. okt 7.bekkur, fræðsla – sjálfsmynd, tannvernd
4. nóv 4.bekkur, skimun – hæð,þyngd,sjón,lífsstíll

4. bekkur, fræðsla – samskipti, tannvernd

11.nóv 6.bekkur, fræðsla – kynþroski
25.nóv Opinn tími – eftirlegukindur
2. des Opinn tími – eftirlegukindur
9. des Opinn tími – eftirlegukindur
16. des Jólastemming

Birt með fyrirvara um breytingar

 

 

 

Þá eru kennarar ávallt vakandi fyrir því að vísa börnum til hjúkrunarfræðingsins, sérstaklega ef grunur vaknar um að sjón eða heyrn hafi versnað. Flúorskolun fer fram hálfsmánaðarlega.

Tónlistarskóli Langanesbyggðar

Í tónlistarskólanum er boðið upp á kennslu á flest öll algengustu hljóðfæri. Kennslufyrirkomulagið er þannig að meginþorri kennslustunda fer fram eftir að hefðbundnum skólatíma lýkur, nema hjá nemendum sem nýta sér skólaakstur. Þeir eru teknir út úr kennslustundum.

Tónleikar eru fastur þáttur í starfsemi skólans og hver nemandi kemur fram a.m.k. tvisvar sinnum á hverjum vetri, á jóla og vortónleikum. Einnig er Naust dvalarheimili aldraðra heimsótt og nemendur taka þátt í athöfnum í kirkjunni og samverustundum í skólanum.

Kennslan miðast við að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og er námsefnið þannig valið að hver og einn geti leikið sér og öðrum til ánægju og þroski jafnframt hæfileika sína og víkki sjóndeildarhringinn.

Unnið er að námskrá fyrir Tónlistarskólann, en hann heyrir undir skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn og kennarar þar eru hluti af starfsliði Grunnskólans.

Við Tónlistarskólann starfar foreldrafélag og í því eru Hrafngerður Ösp Elíasdóttir, Hilma Steinarsdóttir, Dagbjörg Aradóttir og Bylgja Dögg

Nefndir og ráð

Auk Foreldra og nemendafélags starfa Skólaráð, Nemendaverndarráð og Skólanefnd í tengslum við skólann.

Skólaráð

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og er ráðið skipað 9 fulltrúum skólasamfélagsins. Hlutverk þess er að vera umsagnaraðili um starfsáætlanir skólans, koma að stefnumótun skólastarfsins og fylgjast með framkvæmd þess. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um meiri háttar breytingar sem fyrirhugaðar eru á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.

Í skólaráði sitja auk skólastjóra, Vilborg Stefánsdóttir, fulltrúi starfsmanna, Hrafngerður Ösp Elíasdóttir fulltrúi kennara, Magdalena Zavodna fulltrúi foreldra auk tveggja fulltrúa nemenda. Eftir á að skipa fulltrúa grenndarsamfélagsins.

Nemendaverndarráð

Í skólanum er starfandi nemendaverndarráð sem fundar einu sinni í mánuði. Hlutverk ráðsins er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Það fjallar jafnframt um sérstök úrræði varðandi einstaka nemendur og nemendahópa í málum sem vísað hefur verið til ráðsins.

Í nemendaverndarráði situr aðstoðarskólastjóri og eftir aðstæðum skólastjóri,hjúkrunarfræðingur og fulltrúar Skólaþjónustu og Barnaverndar sé þess óskað. Kennarar og foreldrar eru kallaðir til eftir þörfum og eðli mála hverju sinni.

Foreldrar eru látnir vita ef málefni barna þeirra eru tekin fyrir á Nemendaverndarráðsfundum og boðið að vera viðstaddir.

Nemendafélagið Aldan

Við skólann starfar nemendafélag sem skipað er fulltrúum nemenda í 7. – 10. árgangi. Nemendafélagið stendur fyrir ýmsum uppákomum á skólaárinu og stýrir félagslífi nemenda innan skólans. Fulltrúar nemenda að þessu sinni voru kosnar:

10. bekkur Anna María Ólafsdóttir,

9.bekkur    Svanhildur Björt Siggeirsdóttir,

9.bekkur     Klara Sif Kristinsdóttir

8. bekkur    Álfrún Eyþórsdóttir,

7. bekkur   Birta Rún Ásgeirsdóttir

Erla Rós Ólafsdóttir

Skólanefnd

Skólanefnd fer með málefni Tónlistarskóla Langanesbyggðar, Leikskólann Barnaból og Leik og Grunnskólann á Bakkafirði auk Grunnskólans á Þórshöfn. Fundir eru haldnir á 4 – 6 vikna fresti.

Í Skólanefnd sitja Kristinn Lárusson, formaður, Hildur Stefánsdóttir, ritari, Svala Sævarsdóttir, Hulda Kristín Baldursdóttir og Dagrún Þórisdóttir. Auk þess sitja fulltrúar kennara í leik og grunnskólum fundina auk fulltrúa foreldra leik og grunnskóla sveitarfélagsins, auk skólastjóra.

 

 

Skólanámskrá Grunnskólans á Þórshöfn skólaárið 2015-2016 má nálgast á pdf : skolanamskra_adal.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s