Starfsáætlun eineltisteymis Grunnskólans á Þórshöfn

Starfsáætlun eineltisteymis

Við skólann starfar eineltisteymi sem samanstendur af verkefnisstjóra, lykilmaður frá yngra stigi og lykilmaður frá miðstigi og eldra stigi. Teymið fundar að jafnaði einu sinni í viku og/eða eftir þörfum.
Eineltisteymi stendur fyrir umræðufundum með kennurum skólans einu sinni í mánuði og/eða oftar eftir þörfum.
Umsjónarkennara skulu leita til eineltisteymis ef niðurstöður úr upplýsingaöflun benda til eineltis eða atvik verða sem ástæða er til að fá aðstoð teymis til úrvinnslu. Skal þá eineltisteymi kalla saman fund með því starfsfólki sem kemur að þolanda og/eða geranda.

Viðfangsefni yfir skólaárið

Ágúst

Olweusverkefnið kynnt í upphafi skólaárs meðal nemenda og starfsfólks.
Olweusáætlunin kynnt nýjum kennurum og starfsfólki sérstaklega.
Eineltisáætlun yfirfarin á heimasíðu og gerð áberandi.
Umsjónarkennarar setja eineltishringinn upp í kennslustofum og sameiginlegum svæðum skólans.
Í stundaskrá skal gera ráð fyrir bekkjarfundi hjá hverjum umsjónarhóp.
Eineltisteymi gerir starfsáætlun og fundaráætlun fyrir starfsfólk.
Eineltisteymi gerir bekkjarfundaáætlun með umræðuefni í samráði við umsjónarkennara.

September

Olweusarverkefnið kynnt fyrir foreldrum á foreldrafundum.
Umsjónarkennarar rifja upp Olweusáætlunina með nemendum.
Umsjónarkennarar búa til bekkjarreglur í anda Olweusar.
Unnið með eineltishringinn á bekkjarfundum.
Bekkjarreglur gerðar sýnilegar í skólastofum og kynntar fyrir öðrum kennurum.

Október
Umsjónarkennarar leggja fyrir tenglskannanir.
Umsjónarkennarar vinna út frá niðurstöðum tengslakannanna.
Umsjónarkennara skila rafrænt niðurstöðum tenglskannanna til eineltisteymis og/eða skólastjóra.
Umræðufundur með eineltisteymi, umsjónarkennurum og skólastjóra um niðurstöður tengslakannanna og vinnu útfrá þeim.

Nóvember
Olweusarkönnun lögð fyrir rafrænt í 5. – 10. bekk. (Ath 4. bekkur skriflega)
Dagur gegn einelti 8. nóvember. Eineltisteymi skal standa fyrir umræðum og kynningum í bekkjum og meðal starfsfólks.
Eineltisteymi fer yfir niðurstöður í Olweusarkönnun og kynnir á starfsmannafundi.

Desember
Umsjónarkennara senda eineltisteymi og skólastjóra rafrænt yfirlit yfir bekkjarfundi haustannar.

Febrúar – Mars
Umsjónarkennarar leggja fyrir tenglskannanir.
Umsjónarkennarar vinna út frá niðurstöðum tengslakannanna.
Umsjónarkennara skila rafrænt niðurstöðum tenglskannanna til eineltisteymis og/eða skólastjóra.
Umræðufundur með eineltisteymi, umsjónarkennurum og skólastjóra um niðurstöður tengslakannanna og vinnu útfrá þeim.

Mars – Apríl
Eineltisteymi rifjar upp eineltisáætlun skólans á starfsmannafundi.

Maí
Umsjónarkennara senda eineltisteymi og skólastjóra rafrænt yfirlit yfir bekkjarfundi vorannar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s