Starfsáætlun 2015-2016

Grunnskólinn á Þórshöfn

2015-2016IMG_8110

Kaflar

Formáli

Starfsáætlun nemenda.

Starfsfólk og skipurit skólans.

Skóladagatal 2018 – 2019

Fjöldi skóladaga og helstu viðburðir.

Undirbúningsdagar kennara.

Tilhögun kennslu.

Skólatími

Stoðþjónusta.

Heimanám.

Valgreinar.

Skólabragur.

Nefndir og ráð.

Nemendafélagið Aldan.

Nemendaverndarráð.

Skólaráð.

Foreldrafélag.

Innra mat.

Ýmsar áætlanir.

Símenntunaráætlun.

Rýmingaráætlun og viðbrögð við vá.

Áfallaáætlun.

Viðbrögð við óveðri

Olweusaráætlun gegn einelti

Akstursáætlanir 2018-2019

 

 

Formáli

Hagnýtar upplýsingar

Veturinn 2015 – 2016 eru 60 nemendur í Grunnskólanum á Þórshöfn í fimm samkennslueiningum.

Skólanum er skipt í tvö stig, yngra stig og eldra stig.

Á yngsta stigi er aldursblöndun þrjá daga vikunnar og tvo daga vikunnar er 1. árgangi kennt stökum og 2. – 4. árgangi kennt saman. 3 umsjónarkennarar sinan þessum nemendahópi en umsjónarhóparnir eru aldursblandaðir. Tveir stuðningsfulltrúar eru í kennsluteymi yngra stigs.

Nemendafjöldi á yngra stigi:

 1. árgangur 9 nemendur                                      Ártún
 2. árgangur 4 nemendur                                      Kumblavík
 3. árgangur 3 nemendur                                      Kumblavík
 4. árgangur 6 nemendur                                      Kumblavík

Kennslusvæði yngra stigs í vestustu álmu skólans, í Ártúni, Kumblavík og að Skálum.

 

Á eldra stigi eru samkennslueiningar þessar: 5. og 6. árgangur, 7. árgangur og 8. – 10. árgangur.

Nemendafjöldi á eldra stigi:

 1. árgangur 7 nemendur                                      Eldjárnsstaðir
 2. árgangur 8 nemendur                                      Eldjárnsstaðir
 3. árgangur 10 nemendur                                   Brimnes
 4. árgangur 3 nemendur                                      Ássel og Hvannstaðir
 5. árgangur 8 nemendur                                      Ássel og Hvannstaðir
 6. árgangur 3 nemendur                                      Ássel og Hvannstaðir

Námsver skólans er á suðurgangi – Skálum, Heiði og Heiðarhöfn. Í fylgiskjali 11 má finna heiti á rýmum skólans.

Kennsla við skólann fer fram í fjórum byggingum; Grunnskólanum á Þórshöfn, íþróttahúsinu Veri, félagsheimilinu Þórsveri og eða Veitingastaðnum Bárunni (heimilisfræði).

Grunnskólinn opnar klukkan 7:30 á morgnana og er hann þá loftræstur af fjölliða skólans. Stuðningsfulltrúar mæta til vinnu annars vegar 7:50 og 8:00. Mælst er til þess að nemendur mæti ekki fyrr í skólann en klukkan 8:00 sé þess kostur.

Skólinn er opinn til 16:00 eða þangað til síðasti starfsmaður fer heim.

Frístund er rekin við skólann og starfar hún fjóra daga vikunnar, frá mánudegi til fimmtudags. Leitast er við að hafa allar íþróttaæfingar yngstu nemenda á starfstíma Frístundar og að þau börn sem eru í Frístund fari einnig í sitt tónlistarnám á meðan þau eru í Frístund þannig að þá hafi þau lokið námi sínu og skiplögðum tómstundum er skóladeginum lýkur. Ábyrgðaraðili Frístundar er aðstoðarskólastjóri.

Skólastjóri Grunnskólans er sömuleiðis skólastjóri Tónlistarskóla Langanesbyggðar.

Við Tónlistarskólann starfar einn kennari í 140% stöðu, Kadri Giannakaina Laube.

Í forföllum hennar frá 20. mars Ragnar Grétar Jónsson í 100% stöðu.

Við tónlistarskólann stunda 32 nemendur, bæði á Bakkafirði og á Þórshöfn.

Um áherslur og sýn Grunnskólans á Þórshöfn vísast til Skólanámskrár sem finna má á vef skólans.

 

Starfsáætlun nemenda

 

 1. – 28. ágúst Fjölgreindarleikar með Bakkafirði

Föstudagur telst tvöfaldur dagur.

 1. – 21. ágúst Fundur umsjónarkennara með foreldrum 1. bekkinga.
 2. – 15. september Kynning á vetrarstarfi f. foreldra

Umsjónarkennarar verði búnir að heyra í öllum foreldrum í umsjónarhóp sínum fyrir 15. sept, í síma eða fundum.

 1. – 23. október Nemendasamtöl

Foreldrar velkomnir með og stundum boðaðir einnig.

 1. nóvember Dagur íslenskrar tungu – tvöfaldur dagur
 2. – 4. desember Jólastöðvar, 4. des. tvöfaldur dagur
 3. janúar Samtalsdagur
 4. febrúar Þorrablót – tvöfaldur dagur

Mars                                                                    Skólahreysti

 1. apríl Árshátíð (flutt frá 17. mars.) Tvöfaldur dagur
 2. – 20. maí Vika atvinnulífsins
 3. – 25. maí Vorferðir
 4. maí 16 Samtalsdagur

Starfsfólk og skipurit skólans

Almar Marinósson                                         Stuðningur og sérkennsla á eldra stigi

Aníta Dröfn Reimarsdóttir                          Stuðningsfulltrúi og starfsmaður Frístundar

Árni Davíð Haraldsson                                  Umsjónarkennari 7. árgangs.

Ásdís Hrönn Viðarsdóttir                             Aðstoðarskólastjóri og umsjónarkennari á yngsta stigi

Benedikt

Hanna María Pétursdóttir                           Umsjónarkennari 8. – 10. árgangs.

Helga Jóhannesdóttir                                   Stuðningsfulltrúi í 5. og 6. árgangi

Hilma Steinarsdóttir                                      Umsjónarkennari í 5. og 6. árgangi.

Hrafngerður Ösp Elíasdóttir                       List og verkgreinakennari

Ingveldur Eiríksdóttir                                    Skólastjóri

Irene Mpofu                                                    Ræstitæknir

Kadri Giannakaina Laube                             Tónlistarkennari við Tónlistarskóla Langanesbyggðar

Karen Rut Konráðsdóttir                             Matráður – verktaki hjá Langanesbyggð

Kristjana Þuríður Þorláksdóttir                  Skólahjúkrunarfr., starfar hjá Heilbrigðisstofnun Norð.l

Lára Björk Sigurðardóttir                             Umsjónarkennari á yngsta stigi

Lilja Jónsdóttir                                                 Stuðningsfulltrúi í Veri og starfsmaður á bókasafni

Lilja Ólafsdóttir                                                Stuðningsfulltrúi í námsveri

Líney Sigurðardóttir                                       Bókasafnskennari

Margrét Eyrún Níelsdóttir                           Stuðningsfulltrúi á yngsta stigi

María Guðmundsdóttir                                               Skólastjóri Bakkafirði, stundakennari við Grsk. Á Þórshöfn

Nikola Zdenko Peros                                     Kennari, enska, val og heimilisfræði

Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir                 Stærðfræðikennari hjá 5. – 7. árgangi

Sigríður Harpa Jóhannesdóttir                  Fjölliði

Sveinbjörg Eva Jóhannesdóttir                 Umsjónarkennari á yngsta stigi

Vilborg Stefánsdóttir                                    Ritari, tölvuumsjón og kennsla

Þorsteinn Ægir Egilsson                                                Íþróttakennari og val.

 

Skipurit og starfslýsingar stjórnenda og ritara

Við skólann starfa tveir stjórnendur; skólastjóri og aðstoðarskólastjóri og skipta þeir með sér verkum eins og sjá má á hér: Skólastjóri Aðstoðarskólastjóri  og  Ritari, kerfisumsjón og fleira

Skipurit skólans

Skólastjórar bera ábyrgð á rekstri skólans, skólaþróun og skólabrag. Hlutverk þeirra og þá einkum skólastjóra er að rekstur og starf skólans samræmist því sem Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um auk laga og reglugerða sem snúa að grunnskólastarfi.

Tónlistarskóli Langanesbyggðar er hluti af Grunnskólanum á Þórshöfn.

Skólaakstur og mötuneyti eru boðin út af sveitarstjóra og starfa undir hans stjórn en í samstarfi við grunnskólann.

Mötuneytið er rekið í Veri og það rekur Karen Rut Konráðsdóttir.

Skóladagatal

 

Fjöldi skóladaga og helstu viðburðir

Skóladagar Grunnskólans á Þórshöfn eru 180. Þar af eru 10 dagar sem breyta verulega út af tímaramma hefðbundinnar stundaskrár.Heimild er fyrir að hafa 10 slíka daga innan skólaársins.

Skólaárið 2015 – 2016 eru þetta eftirfarandi hátíðir eða viðburðir:

Viðburður                                          Ástæða                                               Viðburðalýsing

Skólasetning                                     Skertur dagur

Fjölgreindaleikarnir                       Tvöfaldur dagur                              Foreldraviðburður

Dagur íslenskrar tungu                Tvöfaldur dagur                              Kvöldskemmtun

Jólastöðvar og samvera                  Tvöfaldur dagur                              Fjölsdkyldu samvera síðdegis

Litlu jólin                                             Skertur dagur

Þorrablót                                           Tvöfaldur dagur                              Kvöldskemmtun

Árshátíð                                             Tvöfaldur dagur                              Síðdegis og kvöldskemmtun

Vorferðir                                            Lengri skóladgur/Tvöfaldur       Dagsferðir og eða 2. daga ferðir

Samtalsdagur                                  2 skertir dagar

Undirbúningsdagar kennara

Námsmat skólans byggir á leiðsagnarmati þar sem fjölbreytt námsmat er notað til þess að nemendur geti bætt sig í námi og þroskað sig sem einstaklinga. Upplýsingar_um_namsmat (tengill). Mikil vinna er lögð í námsmat og í vetur verða undirbúningsdagar sem eru inni á þeim tíma sem nemendur eru í skólanum, nýttir til þess að þróa námsmatið og aðlaga það að Mentor og öfugt.

Einnig mun tími fara í þróunarverkefni skólans (tengill)

 

 

Tilhögun kennslu

Bekkjarpésar samkennslueininga verða aðgengilegir á heimasíðu skólans; grunnskolinn.com, eigi síðar en 19. október. Námslotur (kennslufyrirkomulag vetrarins), kennsluáætlanir auk verklýsinga og eftir atvikum námsefni, námsmarkmiðum og námsmati má finna inni á Mentor á heimasvæði hvers nemenda. Skólinn er að innleiða notkun á Mentor inn á sem flest svið þannig að hann nýtist sem helsti samskiptamiðill við foreldra.

Skólatími

Yngra stig skólans er alla daga vikunnar frá 8:10 – 13:00 í skólanum.

 1. og 6. árgangur er til 14:30 á mánudögum og miðvikudögum. Á þriðjudögum eru þau í skóla til 14:10 og fimmtudag og föstudaga lýkur skóladegi þeirra kl. 13:20. Stundaskrár nemenda er að finna inni á Mentor.

Stoðþjónusta

Grunnskólinn á Þórshöfn er skóli án aðgreiningar sem þýðir m.a. að leitast er við að komið sé til móts við þarfir nemendur í hverri kennslustund hvað varðar námsefni og leiðir að markmiðum. Hver nemandi á sér sínar áherslur, svokallaðar Vörður_sjá; eyðublað_2014 vor sem unnið er eftir í skólastarfinu. Vörður skulu kynntar foreldrum að hausti og undirritaðar af nemanda og foreldri eftir að breytingar hafa verið gerðar í samtali við nemenda og eða foreldra.

Stoðþjónusta skólans felst einkum í því að minnka samkennsluhópa þannig að þjónusta megi hvern einstakling betur, en þó með hagsmuni hópsins einnig að leiðarljósi.

Einn kennari sinnir einvörðungu sérkennslu og er hann í rúmlega 60% stöðu. Sinnir hann stuðningi á eldra stigi. Að auki eru lestrarhópar sem fjölliði sinnir á því stigi. Á yngra stigi eru sömuleiðis lestrarhópar, stuðningur við nemendur sem eiga við námserfiðleika stríða sem og er hópaskiptingu háttað þannig að sem best sé hægt að þjónusta nemendur.

Við skólann eru 2 stuðningsfulltrúar sem sinna þjálfun ákveðinna nemenda auk þeirra sem það þurfa hverju sinni.

Frístund er rekin við skólann, fjóra daga vikunnar. Þar er boðið upp á ávexti, útivist og tómstundir eins og fyrr er nefnt. Einn starfsmaður hefur sinnt henni en útlit er fyrir að auka þurfi mannahald þar.  Aðsetur Frístundar er í elsta hluta skólans, Læknesstöðum. Ekkert gjald hefur verið tekið fyrir Frístund og komi til veikinda starfsmanna þarf að fella hana niður.

Samningur er í gildi á milli Norðurþings og Langanesbyggðar varðandi sérfræðiþjónustu og skal hún vera í samræmi við lög og reglugerði um Sérfræðiþjónustu skóla.

Skólahjúkrunarfræðingur kemur á miðvikudögum til okkar og er í 4 tíma.

Heimanám

Skólinn gerir ráð fyrir heimanámi og er það einkum til þess að þjálfa færni svo sem eins og lestur, ritun og vinna í áætlunum þannig að þær standist tímalega séð sjá: Heimanám

Nemendum í 5. – 10. bekk er boðið upp á eina klukkustund til heimanáms hér í skólanum og eru tveir starfsmenn þeim til aðstoðar. Á yngsta stigi er gert ráð fyrir að heimanám sé unnið á skólatíma, nema eitthvað sérstakt komi til en reiknað er með lestrarþjálfun heima hvern dag (sjá nánar heimanámsbækling skólans, fylgiskjal 3). Upplýsingar um allt heimanám er að finna inni á nemendasvæði Mentors.

 1. – 10. árgangur eru mánudaga, þriðjudag og miðvikudaga til 14:30. Á fimmtudögum og föstudögum er kennsla kennsla til 13:10 og 13:00 hjá 7. bekk en til 13:20 hjá 8. – 10. Bekk

Áhersla er á að nemendur sinni hæfilegri heimavinnu svo þeir megi betur nálgast námsleg markmið sín og þjálfist í vinnubrögðum.

Valgreinar

Nemendur í öllum árgöngum hafa nokkurt val í flestum námsgreinum hvað varðar viðfangsefni, efnistök, skil og slíkt en sérstakar valgreinar eru í 7. – 10. bekk. Samkvæmt Aðalnámskrá skal vera 1/5 af námi nemenda á unglingastigi, val.

Sérstakar valgreinar hér í skólanum eru 6 kennslustundir og eru þær eftir hádegi á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Heimilisfræðival er í samstarfi við Veigingahúsið Báruna.

1,5 kennslustund skal vera tengd áhugasviði nemenda í 8. – 10. bekk en slíkt er í höndum kennara og getur birst á ýmsan máta í skólastarfinu.

Skólabragur

ART (tengill) er notað til þess að móta skólabrag og innleiðing Uppbyggingarstefnunnar sem byggir á hinu sama og ARTið, eða hugrænni atferlismótun – sjálfsábyrgð nemenda hefst á skólaárin ef áætlanir ganga eftir.

Áhersla verður einnig á fjölmenningu sjá Umsokn sprotasjodur

Skólareglur skólans eru mótaðar á hverju hausti með nemendum og sendar heim til undirritunar og samþykktar.

vinnubrögð í kjölfar agabrota

Um eftirsetu

Nefndir og ráð

Kennarafundur er að jafnaði vikulega og starfsmannafundir einu sinni í mánuði – oftast fyrsta miðvikudag í mánuði.

Nemendafélagið Aldan

Við skólann starfar nemendafélag þar í sitja fulltrúar frá 7. – 10. bekk. Kosið er í nemendafélagið að vori. Nemendafélagið sér um að halda viðburði fyrir alla nemendur skólans nokkrum sinnum yfir skólaárið auk þess sem það heldur Hrekkjavökuball fyrir alla nemendur skólans og Árshátíðarball fyrir elstu nemendur hér á Þórshöfn og Bakkafirði.

Nemendaverndarráð

Nemendaráðsfundir eru alla jafna á 6 vikna fresti en þá sitja fulltrúar Félagsþjónustu, umsjónarmaður sérkennslu, skólastjóri ef þess er óskað, sérkennari, umsjónarkennari situr fund þegar nemendur hans eru til umfjöllunar, foreldrar barna sem málefni eru tekin fyrir, auk skólahjúkrunarfræðings. Fundargerðir nemendaverndarráðs eru færðar í trúnaðarbók.

Skólaráð

Skólaráð sitja skólastjóri, Hrafngerður Ösp Elíasdóttir, Vilborg Stefánsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélags (eftir að velja), fulltrúi foreldra; Marta Uscio og Hanna Margrét Úlfsdóttir auk tveggja nemenda sem Nemendafélag skipar, þau Hlynur Friðriksson og Anna María Ólafsdóttir

Skólaráð mun funda eigi sjaldnar en þrisvar nú í ár og oftar ef þurfa þykir.

Foreldrafélag

Áherlsa verður á efla samstarf skóla og foreldra m.a. með því að taka upp Foreldrasáttmála Heimilis og skóla.

Stjórn Foreldrafélags Grunnskólans á Þórshöfn skipa:

Ólína Ingibjörg  formaður

Sólveig Sveinbjörns varaformaður

Hildur Stefáns  ritari

Magdalena Zawodna

Rúnar Þór Konráðsson

Hanna Margrét Úlfsdóttir

Jón Rúnar Jónsson

 

Bekkjartenglar skólaárið 2015 – 2016

 1. bekkur Karen Rut Konráðsdóttir
 2. bekkur Anna Lára Friðbergsdóttir og Jóhann Ægir Halldórsson
 3. bekkur Dagbjört Aradóttir
 4. bekkur Sigríður Ósk Indriðadóttir og Elfa Benediktsdóttir
 5. bekkur Guðmundur Ari Arason og Bjarnheiður Jónsdóttir
 6. bekkur Sigurður Þór Guðmundsson og Ásdís Hrönn Viðarsdóttir
 7. bekkur Aneta Potrykus og Magdalena Zawodna
 8. bekkur Sigríður Jóhannesdóttir
 9. bekkur Sigríður Harpa Jóhannesdóttir
 10. bekkur Nína Björg Sæmundsdóttir og Hjördís Hendriksen

Foreldrafélag vinnur að starfsáætlun sinni. Foreldrafélagið vinnur að foreldrasáttmála sem er verkefni á vegum Heimilis og skóla

Innra mat

Grunnskólinn á Þórshöfn nýtir sér Skólapúls við innra mat skólans. Í vetur verða gerðar umbótaáætlanir í kjölfar þeirra kannana sem verða lagðar fyrir en þær eru:

2 nemendakannanir

1 foreldrakönnun

1 starfsmannakönnun

Ýmsar áætlanir

Símenntunaráætlun 2015-2016

Rýmingaráætlun

Húsnæði Grunnskólans á Þórshöfn er fjöldahjálparstöð.

Við öfluga jarðskjálfta skulu nemendur og starfsfólk leita vars undir borðum í kennslurýmum og forðast að vera þar sem hlutir geta fallið. Eftir að skjálftinn hefur riðið yfir, er haldið kyrru fyrir í skólanum þar sem hann er fjöldahjálparstöð.

Áfallaáætlun

Áfallaáætlun

Viðbrögð við óveðri

Grunnskólinn á Þórshöfn nýtir sér verklagsreglur sem unnar hafa verið af Reykjavíkurborg. Sjá fylgiskjal 7 og í eftirfarandi tenglum:

Fyrir foreldra

Fyrir starfsfólk skóla

Olweusaráætlun gegn einelti

Einelti af öllu tagi er ekki liðið í GÞ og samrýmist ekki gildum og áherslum í skólastarfinu.

Allra leiða er leitað til þess að fyrirbyggja það og bregðast við því á skipulegan hátt. Að vinna gegn einelti er langtímaáætlun sem byggir á skipulegu forvarnarstarfi, jákvæðum skólabrag og góðum bekkjaranda.

Við skólann starfar eineltisteymi sem samanstendur af verkefnisstjóra, lykilmaður frá yngra stigi og lykilmaður frá miðstigi og eldra stigi. Teymið fundar að jafnaði einu sinni í viku og/eða eftir þörfum. Áætlun eineltisteymis.
Eineltisteymi stendur fyrir umræðufundum með kennurum skólans einu sinni í mánuði og/eða oftar eftir þörfum.
Umsjónarkennara skulu leita til eineltisteymis ef niðurstöður úr upplýsingaöflun benda til eineltis eða atvik verða sem ástæða er til að fá aðstoð teymis til úrvinnslu. Skal þá eineltisteymi kalla saman fund með því starfsfólki sem kemur að þolanda og/eða geranda.

Nánar um eineltisáætlun skólans má finna á vef skólans; http://grunnskolinn.com.

Eyðublað sem unnið er eftir (frá Reykjavíkurborg) þegar ákvörðun hefur verið að taka málið til athugunar eftir að það hefur borist tilkynning um meint einelti, má finna í fylgiskjali 10 en eftir er að aðlaga það Grunnskólanum á Þórshöfn. Eyðublað fyrir tilkynningu um meint einelti er að finna á heimasíðu skólans.

Akstursáætlun

Aksturstímaáætlun er sem hér segir fyrir Grunnskólann á Þórshöfn. Drög að reglum um skólaakstur má finna hér: drög að reglum um skólaakstur

Akstursáætlanir skólabíla