Rýmingaráætlun

Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang skal unnið eftir eftifarandi rýmingaráætlum sem og ef önnur vá steðjar að svo sem vatnsleiki.

Nafnalistar, blýantur og rauður og grænn miði er í vasa í hverju kennslurými og hjá viðkomandi árgöngum.

  1. Einn starfsmaður skólans (oftast skólastjóri) fer að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfisins og aðgætir hvaðan brunaboðið kemur. (Ekki slökkva á kerfinu).
  2. Aðrir starfsmenn undirbúa rýmingu skólans. Kennari tekur bekkjarskrá með sér úr kennslustofunni. Stuningsfulltrúi C athugar á leið út hvort einhver nemandi sé undir borðum, á salernum eða í öðrum skúmaskotum.
  3. Skólastjóri eða staðgengill hans hefur samband við slökkvilið í síma 112, tilkynnir um eld og skýrir brunaboðið. Starfslið skólans rýmir skólann og safnar öllum saman á sparkvellinum sem er söfnunarsvæði skólans.
  4. Þegar komið er á svæðið skal hver hópur hafa fyrirfram ákveðinn stað til að safnast saman á. Viðkomandi kennari fer yfir nafnalista og aðgætir hvort öll börnin hafi komist út. Hann réttir upp rautt spjald ef einhvern vantar, grænt ef allir eru mættir.
  5. Skólastjóri eða staðgengill hans fer á milli hópa og fær upplýsingar um hvort allir séu á staðnum. Sé svo ekki fær hann upplýsingar um hversu margir hafa ekki skilað sér, hverjir það eru og ef mögulegt er upplýsingar um hvar þeir sáust síðast í skólabyggingunni.
  6. Þegar slökkviliðið kemur á staðinn skal skólastjóri eða staðgengill hans gefa varðstjóra upplýsingar um hve mörg börn hafa orðið eftir inni í skólabyggingunni og hver sé hugsanleg staðsetning þeirra.
  7. Þegar slökkviliðið kemur á staðinn skal skipulega farið með börnin Íþróttamiðstöðina Ver.

Munið að sá sem síðastur fer úr stofunni lokar hurðinni á eftir sér til að forðast reyk og eld.