Þorrablót

þorrablótsmynd

Þorrablót Grunnskólans á Þórshöfn verður haldið í dag miðvikudaginn 24. janúar. Dagskráin hefst kl: 17:30 í Þórsveri og er fyrirkomulagið með hefðbundnu sniði, fólk kemur með matinn með sér og nemendur skólans sjá um skemmtidagskrána. Dagurinn er tvöfaldur á skóladagatali og er því skyldumæting nemenda.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Jólafrí

Kæru foreldrar, forráðamenn og nemendur Grunnskólans á Þórshöfn.

Litlu jólin alltaf jafn notaleg með nemendum og nú þegar þeim er lokið eru nemendur og starfsfólk komið í jólafrí.

Nýja árið hefst á starfsdegi þann 3. janúar og  kennsla hefst síðan aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það gott um hátíðirnar.

Starfsfólk grunnskólans.

Lýðheilsuvika 27. nóv. – 1. des.

Í næstu viku er svo kölluð lýðheilsuvika hjá okkur í grunnskólanum. Þá munum við einbeita okkur enn frekar að heilsusamlegra líferni.

Vinnum þemaverkefni með nemendum sem tengjast góðri heilsu og matseðillinn verður á heilsusamlegri nótum, sjá hér Matseðill í lýðheilsuviku

Nemendum er boðið upp á að fá hafragraut í mötuneytinu á morgnana milli kl. 8:00 og 8:20 áður en þeir fara í kennslustundir.

Á föstudaginn 1. desember ætlar skólinn síðan að bjóða upp á sparinesti í hollari kantinum.