Grunnskólinn óskar eftir kennurum

UM STARFIÐ

Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir kennurum til starfa við skólann næsta skólaár.

Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.

Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín. Okkur vantar, umsjónarkennara, stærðfræðikennara, kennara í list og verkgreinar og íþróttakennara. Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun.

Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun.

Á Þórshöfn er blómstrandi mannlíf, mikil náttúrufegurð, öflugt íþrótta- og félagsstarf fyrir alla þá sem vilja verða hluti af fjölbreyttri mannlífsflóru norðlensks sjávarþorps.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangið asdis@thorshafnarskoli.is.

Við hlökkum til að heyra frá þér!

Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri Ásdís Hr. Viðarsdóttir í síma 4681164 eða 8520412

Skólahreysti

Nú er skólahreystihópurinn okkar á Akureyri að spreyta sig í keppninni við aðra skóla á Norðurlandi og sendum við þeim góða strauma og óskum þeim góðs gengis.

ÁFRAM ÞÓRSHÖFN

Ana og Dario

Fyrir stuttu komu til okkar sjálfboðaliðar á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS) sem verða með okkur út skólaárið, það eru þau Ana Svetel frá Slóveníu og Dario Korolija frá Makedóníu. Áhugasamt og hresst ungt fólk.

Rákaspretta

Sprelllif­andi engispretta af stærstu teg­und kom í heim­sókn í Grunn­skól­ann á Þórshöfn við mik­inn fögnuð nem­enda, hún er af tegundinni rákaspretta sem er ein stærsta engisprettutegundin. Hún kom sem laumufarþegi frá Ítalíu með varahlutum sem þaðan komu. Það var Guðmundur Ari, faðir þeirra Ara Snæs og Leó Hrafns sem kom með engisprettuna í skólann. Þeir bræður sjást hér með rákasprettunni.