Samræmd próf

Samræmd próf verða lögð fyrir 9. bekkinga nú á dögunum. Íslenskuprófið í morgun gekk ekki sem skyldi þar sem netþjónn í Evrópu þoldi ekki álagið. Einungis þrír nemendur af ellefu náðu að ljúka prófinu hér í Grunnskólanum á Þórshöfn.  Menntamálastofnun gaf út tilkynningu þess efnis að hægt væri að fresta prófinu en ekki hefur verið gefin út ný dagsetning fyrir það.

Á morgun fimmtudag er stærðfræðiprófið og vonum við bara allt það besta og að betur muni liggja á netþjóninum þá.

Árshátíð, árshátíð, árshátíð.

Dýrin í Hálsaskógi

Þau ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur frekar en fyrri daginn, starfsfólk og nemendur Grunnskólans á Þórshöfn. Að þessu sinni taka þau fyrir hið sígilda leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner.

Sýningin hefst kl. 17:00 í Þórsveri. Allir velkomnir.

Þorrablót

þorrablótsmynd

Þorrablót Grunnskólans á Þórshöfn verður haldið í dag miðvikudaginn 24. janúar. Dagskráin hefst kl: 17:30 í Þórsveri og er fyrirkomulagið með hefðbundnu sniði, fólk kemur með matinn með sér og nemendur skólans sjá um skemmtidagskrána. Dagurinn er tvöfaldur á skóladagatali og er því skyldumæting nemenda.

Hlökkum til að sjá ykkur.