Þorrablót

Þorrablót Grunnskólans verður haldið á fimmtudaginn 24. janúar í Þórsveri kl. 17:30. Það verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e. gestir koma með matinn með sér og nemendur sjá um skemmtidagskrána. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Jólastöðvar

Framundan eru hinar árlegu jólastöðvar en á morgun og hinn (12. og 13. desember) verður skólahaldið brotið upp með svolítið jólalegu ívafi. Miðvikudagurinn er eins og venjulega frá kl. 8:10-14:00 þar sem nemendur vinna á þremur jólastöðvum. Á fimmtudaginn fara nemendur á hinar þrjár stöðvarnar og svo er opið hús eins og venjulega fyrir foreldra, afa, ömmur, frændur og frænkur milli kl. 14:00-16:00 og er það tvöfaldur dagur.

Kv. Starfsfólk Grunnskólans.

jólamynd