Konan sem kyndir ofninn minn

Konan sem kyndir ofninn minn 

Ég finn það gegnum svefninn,victorian_ofn
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.

Ég veit að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,ný+kvæði
þó sé hún dauða þreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð –
Sumir skrifa í öskuna
öll sín bestu ljóð.

Ég veit að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin, sem hún fær,
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá,
sem mesta mildi á. –
Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.

Davíð Stefánsson

Ný kvæði 1929

Stóra upplestrarkeppnin 27. mars

Stóra upplestrarkeppnin

Á fimmtudaginn 27. mars verður Stóra upplestrarkeppnin haldin á Raufarhöfn. Þar munu fjórir lesarar frá GÞ mæta og lesa upp ásamt nemendum frá Lundi, Bakkafirði og Vopnafirði. Því miður er enginn nemandi núna frá Raufarhöfn. ATH BREYTTA DAGSETNINGU

Vopnfirðingar komast ekki svo auðveldlega upp á Egilsstaði svo þeir slást með okkur í för, þetta árið. Það verða því óvenju margir keppendur í ár og bara gaman að því.

Tónlistaratriði verður frá Tónlistarskóla Langanesbyggðar, en þar munu nemendur flytja atriði sem komst í úrslit á Nótunni nú um helgina.

Í hléi verður boðið upp á veitingar.

Mikilvægt er fyrir keppendur og tónlistarfólk að mæta tímanlega svo hægt sé að stilla upp og æfa sig áður en keppnin hefst. Við gerum því ráð fyrir að leggja eigi síðar af stað héðan en klukkan 13:00 ef færð og veður eru með besta móti – annars fyrr.

Aðstandendur eru velkomnir með og tilvalið að fjölmenna á þessa virðulegu samkomu.

Hér fylgir með tengill inn á afar áhugaverða grein um gildi lestur fyrir okkur öll:

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/lestur-getur-gert-folk-gafadra