Öskudagur – öskudagur

Í dag mæta hinar ýmsu kynjaverur í skólann og skemmta sér. Hefðbundið skólahald verður fram að hádegi með uppbroti af andlitsmálningu og leiklistaræfingum.

En eftir hádegi er leyfi veitt, líkt og undanfarin ár, fyrir nemendur að skottast um bæinn syngjandi og fá þá kannski eitthvað gott fyrir.

Foreldrafélag grunnskólans og foreldrafélag leikskólans halda öskudagsball í Þórsveri kl 15. Sleginn verður kötturinn úr tunnunni, spiluð skemmtileg tónlist og marzerað verður létt um salinn! Foreldrar eru hvattir til að mæta í búningum!

Hér má sjá sýnishorn af búningum nemenda í skólanum í morgun:

 

Sá fjórði, Þvörusleikir

Við höldum áfram að fara í gegnum ljóðabálk Jóhannesar úr Kötlum um íslensku jólasveinana, meðfylgjandi eru myndir tveggja listamanna eins og þeir sáu kauða.

Aðfaranótt 15. desember kemur Þvörusleikir, en þvara er sleif og það besta sem hann veit er að sleikja hana!

Tryggvi_04tvorusleikir

Þvörusleikirinn hans Tryggva.

Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.

Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.

Ólafuryule_tvoru[1]

Jólasveinarnir reima á sig skóna

Næstu nótt kemur fyrsti jólasveinninn til byggða, hann Stekkjastaur; Aðfaranótt laugardagsins,  12.12  er dagurinn sem fyrsti jólasveinninn lætur sjá sig nú í ár.

Nú á aðventunni munum við birta ljóð Jóhannesar úr Kötlum um íslensku jólasveinana en engar vísur um þá góðu sveina hafa haft eins mikil áhrif á mótun hugmynda okkar um þá. Áður en Jóhannes samdi vísur sínar, voru margar útgáfur til af þjóðsögunni um jólasveinana en nú efast fáir  um hvaðan þeir koma, hvað þeir heita eða hvað þeir bauka á ferðum sínum. Tryggvi Magnússon myndskreytti bókina ,,Jólin koma“ e. Jóhannes og myndir hans og Ólafs Péturssonar fylgja með þessum færslum okkar.

jolasveinar_100103

Jólasveinarnir

Segja vil ég sögu
af sveinunum þeim,
sem brugðu sér hér forðum
á bæina heim.

Þeir uppi á fjöllum sáust,
– eins og margur veit, –
í langri halarófu
á leið niður í sveit.

Grýla var þeirra móðir
og gaf þeim tröllamjólk,
en pabbinn Leppalúði,
– það var leiðindafólk.

Þeir jólasveinar nefndust,
– um jólin birtust þeir.
Og einn og einn þeir komu,
en aldrei tveir og tveir.

Þeir voru þrettán
þessir heiðursmenn,
sem ekki vildu ónáða
allir í senn.

Að dyrunum þeir læddust
og drógu lokuna úr.
Og einna helzt þeir leituðu
í eldhús og búr.

Lævísir á svipinn
þeir leyndust hér og þar,
til óknyttanna vísir,
ef enginn nærri var.

Og eins, þó einhver sæi,
var ekki hikað við
að hrekkja fólk og trufla
þess heimilisfrið.

Ólafur_jólasveinar_frímerki

Jólastöðvarnar liðnar

Í síðast liðinni viku voru jólastöðvar í Grunnskólanum á Þórshöfn. Þar var ýmislegt skapað s.s jólakort, jólaperl, gerðar jólasápur, jólakúlur á séríu, jólakallar smíðaðir og allskyns jólaskraut gert með pappírsbroti.

Við látum hérna nokkar skemmtilegar myndir fylgja með af nemendum og listaverkum.

Við þökkum nemendum og starfsfólki fyrir þessa skemmtilegu daga og erum strax farin að hlakka til þeirra næstu.FotorCreated2FotorCreated3FotorCreated4

Konan sem kyndir ofninn minn

Konan sem kyndir ofninn minn 

Ég finn það gegnum svefninn,victorian_ofn
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.

Ég veit að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,ný+kvæði
þó sé hún dauða þreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð –
Sumir skrifa í öskuna
öll sín bestu ljóð.

Ég veit að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin, sem hún fær,
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá,
sem mesta mildi á. –
Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.

Davíð Stefánsson

Ný kvæði 1929