86. skólaslitin

Í dag var Grunnskólanum á Þórshöfn slitið við hátíðlega athöfn í Þórshafnarkirkju í 86. skiptið. Þétt setin kirkja og mörg tónlistaratriði sem settu skemmtilegan svip á athöfnina. 10 nemendur útskrifaðir úr 10. bekk en í gær voru 1. bekkingar innritaðir í skólann fyrir næsta skólaár, þeir eru einungis tveir að þessu sinni.

Starfsdagur og fjölgreindaleikar

Á mánudaginn (20. maí) er starfsdagur í Grunnskólanum á Þórshöfn og því engin kennsla þann daginn. Á þriðjudag og miðvikudag (21. og 22. maí) eru fjölgreindaleikar og húllum hæ, skóinn hefst kl. 8:10 en er til kl. 16:00 báða dagana.

Magnús Stefánsson

Magnús sem vera átti í dag miðvikudag verður hjá okkur á morgun, hann fjallar um ábyrga netnotkun og tölvufíkn. Fyrirlestur fyrir 4.-10. bekk í skólanum en í Þórsveri kl. 16:00 fyrir foreldra.