Vetrarfrí

Þá er vetrarfríið rétt handan við hornið en það er á mánudag og þriðjudag (25. og 26. febrúar). Við vonum að þið njótið öll frísins. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. febrúar.

Kveðja, starfsfólk Grunnskólans.

Þorrablót

Þorrablót Grunnskólans verður haldið á fimmtudaginn 24. janúar í Þórsveri kl. 17:30. Það verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e. gestir koma með matinn með sér og nemendur sjá um skemmtidagskrána. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.