Grunnskólarnir í Langanesbyggð og Nordplus

Nú er Grunnskólinn á Þórshöfn af hefja sitt þriðja Nordplus verkefni með vinaskólum okkar í Pärnu, Eistlandi og Skujene, Lettlandi.
Að þessu sinni er yfirskrift verkefnisins „Creation Through NFL“ sem gæti á íslensku verið þýtt sem „Skapandi skólastarf“ sem skólarnir í Langanesbyggð hafa verið að leggja áherslu síðast liðin ár.
Markmið verkefnisins er að í vor verði gefin út bók sem fjallar um menningu og matarvenjur þessa þriggja þjóða, frá sjónarhorni nemenda og tengt þeirra upplifun á löndum í heimsóknum verkefnisins.

Við byrjum með að taka á móti 5 nemendum frá hverjum skóla í næstu viku og læt ég fylgja með dagskrána í grófum dráttum.
Í vali í GÞ er Nordplus hópur sem hefur yfirumsjón með heimsókninni og munu gestir okkar vera í gistingu hjá þeim nemendum. Frá skólunum koma einnig kennarar frá báðum löndum og þau munu vera hjá í gistingu hjá Vilborgu og Nik.
Þrír nemendur úr okkar hópi munu fara með til Reykjavíkur til að taka á móti gestunum og ferðast með okkur norður.

Þegar norður er komið mun hópurinn fyrst fara til Bakkafjarðar og heimsækja skólann þar, gista eina nótt og upplifa lífið á Bakkafirði. Að þessu sinni munum við einnig heimsækja Vopnafjörð en stefnt að því að koma til Þórshafnar miðvikudagskvöld 10. september.
Nemendur frá Þórshöfn, bæði þeir sem eru í Nordplus vali og aðrir, eru velkomnir á Bakkafjörð til gistingar og skemmtunar. Umsjónarkennarar, Árni og Hanna, munu hafa umsjón með því en gert er ráð að hittast á Bakkafirði að kvöldi þriðjudag 9.september.

Eitt af markmiðum þessarar heimsóknar er að allir okkar gestir fái að upplifa réttir, þannig að við biðjum þá foreldra sem eru með gesti að reyna haga því þannig að á laugardeginum 13.september komist allir í réttir.
Við vitum að þann dag verður réttað í Gunnarsstaðarétt, Hvammsrétt, Dalsrétt og Miðfjarðarnesi. Sjálfsagt er það einnig á fleiri bæjum.

Skipulagðar eru síðan ferðir héðan til Eistlands og Lettland í janúar og svo aftur í maí þar sem 5 nemendur fara frá okkur í hvora ferð. Önnur heimsókn til Íslands verður í maí.

Gaman er einnig að segja frá því að í tengslum við þetta verkefni fer skiptinám fram á þessu skólaári á þá leið að til okkar kemur nemandi í 9. bekk, Loona Kauge sem verður með okkur fram að jólum. Mun hún búa hjá Önnu Maríu. En svo í desember mun Anna María fara með henni til Pärnu og ganga í skóla þar fram á vorið. Loona hefur áður komið hingað til Þórshafnar og leist henni svo vel á sig að hún óskaði eftir að fá að koma í skiptinám hingað.

Við biðjum ykkur, foreldra, um að hika ekki við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.

Kynning á vetrarstarfinu hjá 1. – 6. bekk 4. sept.

mentor

Fimmtudaginn 4. september verður kynning á vetrarstarfinu í skólanum og farið yfir foreldrasamstarfið.

Þá verður einnig Mentorkynning fyrir foreldra og aðstandendur þar sem farið er yfir þau atriði sem við notum hve mest.

Foreldrar og forráðamenn 1. – 4. árgangs mæta klukkan 17:00

Foreldrar og forráðamenn 5. og 6. árgangs mæta klukkan 18:00

Kynning fyrir eldri nemendur skólans verður auglýst síðar.

 

Hér er myndbrot frá Infomentor um friðhelgisstillingar aðstandenda:

Samtalsdagur á föstudag

Samtalsdagur á föstudag

Á föstudaginn kemur verður samtalsdagur hér í skólanum okkar. Foreldrar og/eða forráðamenn eru beðnir um að skrá sig á Mentor. Hér fylgir með myndband um það hvernig þið skráið ykkur á ákveðinn tíma – fyrstur kemur, fyrstur fær!

Stóra upplestrarkeppnin 27. mars

Stóra upplestrarkeppnin

Á fimmtudaginn 27. mars verður Stóra upplestrarkeppnin haldin á Raufarhöfn. Þar munu fjórir lesarar frá GÞ mæta og lesa upp ásamt nemendum frá Lundi, Bakkafirði og Vopnafirði. Því miður er enginn nemandi núna frá Raufarhöfn. ATH BREYTTA DAGSETNINGU

Vopnfirðingar komast ekki svo auðveldlega upp á Egilsstaði svo þeir slást með okkur í för, þetta árið. Það verða því óvenju margir keppendur í ár og bara gaman að því.

Tónlistaratriði verður frá Tónlistarskóla Langanesbyggðar, en þar munu nemendur flytja atriði sem komst í úrslit á Nótunni nú um helgina.

Í hléi verður boðið upp á veitingar.

Mikilvægt er fyrir keppendur og tónlistarfólk að mæta tímanlega svo hægt sé að stilla upp og æfa sig áður en keppnin hefst. Við gerum því ráð fyrir að leggja eigi síðar af stað héðan en klukkan 13:00 ef færð og veður eru með besta móti – annars fyrr.

Aðstandendur eru velkomnir með og tilvalið að fjölmenna á þessa virðulegu samkomu.

Hér fylgir með tengill inn á afar áhugaverða grein um gildi lestur fyrir okkur öll:

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/lestur-getur-gert-folk-gafadra

Tónkvíslin 1. mars

Tónkvíslin 1. mars

Laugardaginn 1. mars verður árleg söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum haldin í Íþróttahúsinu á Laugum kl 19:30, keppnin hefur farið stigvaxandi frá ári til árs og er hún nú stærri en nokkru sinni fyrr þetta árið. Keppnin hefur vakið athygli um land allt og skarað fram úr á öllum sviðum og er orðin ein stærsta undankeppni söngkeppni framhaldsskólanna á landinu.

Dagskrá:
Húsið opnar 18:45
Landsþekktur leynigestur

2.000 – Fullorðnir
1.500 – Meðlimir í NFL
1.000 – Börn á grunnskólaaldri
Frítt – Börn á leikskólaaldri

Milli 13:00 og 17:00 Laugardaginn 1. mars verður sett upp kaffihús í Gamla skólanum (miðdeild)
Kökur, pönnukökur, vöfflur, djús og margt margt fleira verður í boði!

Laugaskóli býður alla velkomna á einn stærsta tónlistarviðburð á Norðurlandi þar sem stjórnur framtíðarinnar stíga sín fyrstu skref

Tveir nemendur frá GÞ keppa á Tónkvíslinni í ár og mikill áhugi er fyrir því hjá nemendum unglingastigs að fara og fylgjast með sínu fólki.

Foreldrar eru hvattir til þess að fara með börnum sínum á hátíðina og njóta þess sem er í boði.

Ef áhugi er fyrir hendi þá mun GÞ leigjarútu fyrir áhorfendur sem ekki fara með sínum foreldrum og bílstjóra en farþegar greiði hóflegt fargjald sem rennur til olíukaupa.

Skráningablað fer heim á morgun en einnig má prenta þetta skjal út:  tonkvisl (tengill).

Áfram Þórshöfn!