Öskudagur – öskudagur

Í dag mæta hinar ýmsu kynjaverur í skólann og skemmta sér. Hefðbundið skólahald verður fram að hádegi með uppbroti af andlitsmálningu og leiklistaræfingum.

En eftir hádegi er leyfi veitt, líkt og undanfarin ár, fyrir nemendur að skottast um bæinn syngjandi og fá þá kannski eitthvað gott fyrir.

Foreldrafélag grunnskólans og foreldrafélag leikskólans halda öskudagsball í Þórsveri kl 15. Sleginn verður kötturinn úr tunnunni, spiluð skemmtileg tónlist og marzerað verður létt um salinn! Foreldrar eru hvattir til að mæta í búningum!

Hér má sjá sýnishorn af búningum nemenda í skólanum í morgun:

 

Námsmat og undirbúningsdagur

Nú er námsmatsviku lokið hjá okkur í grunnskólanum. Nemendur hafa staðið sig með prýði þessa vikuna líkt og aðrar.

Á mánudaginn er leyfi hjá nemendum en þá er undirbúningsdagur starfsmanna. Þá tekið til hendinni í allskyns tiltekt, kennarar fara yfir námsmat og undirbúa námsmatsmöppur nemenda. En föstudaginn 29.janúar er samtalsdagur.

Við minnum foreldra á að skrá sig á samtalsdaginn en opnað verður fyrir skráning á mánudaginn nk.

Skóladagatalið okkar má nálgast hér á heimasíðu skólans undir Ýmsar upplýsingar eða smella hér.

Leiklistarnámskeið

 

1.-12. febrúar mun Foreldrafélag Grunnskólans á Þórshöfn ásamt góðum styrktaraðilum bjóða upp á leiklistarnámskeið fyrir alla nemendur skólans.

Til verksins hefur verið fenginn Jóel Ingi Sæmundsson, leikari, en hann er okkur góðkunnur hér á Þórshöfn, þar sem hann ólst upp og gekk hér í grunnskóla.

Á námskeiðinu fá nemendur þjálfun í hvernig koma skuli fram við annað fólk, þau læra að virða hvort annað og losa hömlur sem svo oft liggja á unglingum. Þau koma til að læra að tjá sig og koma frá sér hugsunum sínum á uppbyggilegan hátt. Þau læra að mistök eru eitthvað sem menn verða að gera til að læra.

Jóel kemur til með að vinna með: spuna, framkomu, líkamsvinnu (kenna þeim að beita líkamanum rétt), textavinnu og þess háttar. Námskeiðið endar með afurð sem foreldrar geta komið og séð í lokin. Það verður mismunandi uppsett eftir því hvernig hóparnir verða uppbyggðir og miðast allt að því að krakkarnir fái að njóta sín og kynnast því sem leiklistin hefur upp á bjóða.

Þá verður endað með afurð sem foreldrar gætu séð í lok námskeiðs. Þetta er mismunandi eftir því hvernig hópurinn er uppbyggður og miðast allt að því að krakkarnir fái á njóta sín og kynnast því sem leiklistin hefur upp á að bjóða.

 

Við í skólanum hlökkum til að vinna með foreldrafélaginu að skipulagningu námskeiðsins. Nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðsins koma á næstu dögum.

 

Jólastöðvarnar liðnar

Í síðast liðinni viku voru jólastöðvar í Grunnskólanum á Þórshöfn. Þar var ýmislegt skapað s.s jólakort, jólaperl, gerðar jólasápur, jólakúlur á séríu, jólakallar smíðaðir og allskyns jólaskraut gert með pappírsbroti.

Við látum hérna nokkar skemmtilegar myndir fylgja með af nemendum og listaverkum.

Við þökkum nemendum og starfsfólki fyrir þessa skemmtilegu daga og erum strax farin að hlakka til þeirra næstu.FotorCreated2FotorCreated3FotorCreated4

Góður styrkur frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar

verkalýðsfélag

Svala og Kristín verkalýðshetjurnar okkar á góðri stundu

Í vetur kennir Þorsteinn Ægir skyndihjálp öllum nemendum skólans í 7. – 10. árgangi. Við erum afskaplega stolt að geta boðið upp á þetta nám hér í skólanum. Verkalýðsfélag Þórshafnar styrkir skólann veglega með því að greiða bókakostnaðinn og þökkum við kærlega fyrir þann góða styrk.

Hér á eftir fylgir námskeiðslýsingin en hér eru á ferðinni 18 kest. námskeið.

Markmið:

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja læra og kynnast skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.

Viðfangsefni:

Kynning: hvað er skyndihjálp?

Undirstöðuatriði:  streita í  neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.

Fjögur skref skyndihjálpar: tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð: að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.

Skyndihjálp: Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling.

Bráð veikindi: brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (astmi).

Skyndihjálp framhald: nánari líkamsskoðun, eitrun, blóðnasir, lost, sár og sáraumbúðir, raflost, höfuðáverkar, tannáverkar, skorðun á hrygg, áverkar á brjóstkassa og kvið, vöðvakrampar, sýklasótt.

Þrátt fyrir mörg atriði þá verður farið mis mikið í þau þ.e.a.s. sumt er batra að kunna en annað.

Verklag: Fyrirlestur, umræður, verklegar æfingar og sýnikennsla