Bókasafn

Íþróttahúsið Ver

Skólabókasafnið og almenningsbókasafnið er sameiginlegt safn, staðsett á annarri hæð í íþróttamiðstöðinni Verinu. Lyfta er í húsinu sem auðveldar aðgengi.
Á bókasafninu skal nemendum kennt að finna gögn á safninu og markmið að þeir þekki það kerfi sem notað er við uppröðun gagna.

Eitt af hlutverkum bókasafns er að styðja við kennslu og veita nemendum og starfsfólki greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum.

Bókavörður aðstoðar við leit að efni og sér um millisafnalán,  bókainnkaup og fylgist vel með útgáfu nýrra bóka og áhugaverðs efnis og miðlar því til kennara og nemenda.

Lestur og lestrarhvatning er mikilvægur þáttur í starfsemi safnsins en börn og unglingar á leik- og grunnskólaaldri fá ókeypis aðgang að safnakosti bókasafnsins.
Nemendur á öllum aldri fá lánaðar bækur og reynt er að örva áhuga þeirra á lestri bóka, bæði til skemmtunar og fróðleiks.

Leitast er við að hafa sem fjölbreyttastan safnkost, bæði af fræði – og afþreyingarefni. Unnið er að skráningu safnakosts í skráningarkerfið Metrabók.

Handbækur kennara eru staðsettar í vinnuherbergi kennara í grunnskólanum, aðrar handbækur eru í bókasafninu.

Almennur útlánstími bóka er 30 dagar en ein vika á allra nýjustu bækur.

Bókasafnið er opið á virkum morgnum frá kl. 8-9, nema þriðjudagsmorgna  og eftir samkomulagi

Einnig er opið á mánudögum frá kl. 18-20 og á fimmtudögum frá kl. 17-19.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s