Áfallaáætlun

Áfall er mótlæti eða erfið reynsla sem einstaklingur verður fyrir. Í áfallaáætlun skólans kemur fram hvernig skal bregðast við slysum eða öðrum alvarlegri áföllum sem upp kunna að koma.

Ef áföll koma upp sem tengjast nemendum skólans eða aðstandendum þeirra er áríðandi að það sé tilkynnt skólastjórnendum eins fljótt og auðið er. Skólastjórnendur sjá um að kalla saman áfallaráð.

Áfallaráð:

Áfallaráð skipa skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, skólahjúkrunarfræðingur og trúnaðarmaður starfsfólks.  Ef þörf þykir kallar áfallaráð til umsjónarkennara, prest, sálfræðing eða aðra.

Hlutverk áfallaráðs er að hafa verkstjórn við válega atburði, meta aðstæður og gera vinnuáætlun svo bregðast megi ákveðið við. Mikilvægt er að skýr vinnuáætlun sé gerð um hver sinni hvaða verkefnum og hvenær og hvernig bregðast eigi við í hverju tilfelli fyrir sig. Mikilvægt er að huga vandlega að óskum fjölskyldna þeirra sem hlut eiga að máli hverju sinni.

Áföll geta verið:

 • Alvarleg veikindi nemenda, aðstandenda eða starfsfólks skólans.
 • Alvarleg slys nemenda, aðstandenda eða starfsfólks skólans eða ofbeldi gagnvart þeim.
 • Andlát nemenda, foreldra eða systkina nemenda.
 • Andlát starfsmanns, maka eða barns starfsmanns.
 • Náttúruhamfarir hvers konar.
 • Skilnaður/missir.

Viðbrögð við slysum á skólatíma

Starfsfólk skal ætíð hringja í 112 sé einhver vafi á því hvers eðlis meiðslin séu, minniháttar eða alvarleg.

Minniháttar slys

 1. Sá starfsmaður skólans sem fyrstur kemur á vettvang tekur að sér stjórn sem felst í því að sjá til þess að:
  • slasaða sé sinnt
  • kallað sé á hjálp
  • nærstaddir séu róaðir
 2. Umsjónarkennari látinn vita af slysinu. Umsjónarkennari lætur forráðamann viðkomandi nemanda vita og forráðamaður flytur nemanda á heilsugæslu. Ef ekki næst í aðstandenda fer skólastjóri eða fulltrúi hans með nemanda á heilsugæslu.
 3. Umsjónakennari sér til þess að slysaskráningarblað sé fyllt út.
 4. Farið er yfir málið með starfsfólki.
 5. Umsjónarkennari ræðir við nemendur og vinnur með þeim ef þurfa þykir.

 

Alvarleg slys

 1. Sá starfsmaður skólans sem fyrstur kemur á vettvang tekur að sér stjórn sem felst í því að sjá til þess að:
  • hringt sé í neyðarlínuna – 112
  • slasaða sé sinnt
  • kallað sé á hjálp
  • nærstaddir séu róaðir
 2. Skólastjórnendur hafa samband við forráðamenn viðkomandi nemanda og láta vita af slysinu.
 3. Áfallaráð kallað saman, upplýsingum um slysið er safnað og næstu skref ákveðin.
 4. Fundað með kennurum og starfsfólki skólans.
 5. Fulltrúi úr áfallaráði ásamt umsjónarkennara ræðir við nemendur í þeim bekkjum sem tengjast málinu.
 6. Skólastjórnendur sjá um að bréf verði sent eða hringt verði í forráðamenn nemenda í þeim bekkjum sem tengjast málinu.
 7. Áfallaráð fundar í lok skóladags og fer yfir daginn.

Slys sem verða utan skólatíma

Ef nemandi, aðstandandi nemanda eða starfsmaður lendir í alvarlegu slysi er áfallaráð kallað saman eins fljótt og hægt er til að undirbúa aðgerðir og næsta skóladag

 • Aðili úr áfallateymi gerist tengiliður við aðstandendur og miðlar upplýsingum í samráði við þá.
 • Umsjónarkennari kemur upplýsingum til nemenda.
 • Bekkurinn gæti sent kveðju t.d. kort myndir, tölvupóst o.fl. ef við á.

Alvarleg veikindi

Nemanda
 • Greina þarf starfsfólki, bekkjarfélögum og foreldrum þeirra frá veikindunum og skal það gert í samráði við forráðamenn viðkomandi nemanda.
 • Umsjónarkennari er tengiliður tengiliður við aðstandendur og miðlar upplýsingum í samráði við þá. Einnig passar hann upp á að tengsl við þann veika slitni ekki.
 • Aðillar úr áfallteymi í samstarfi við umsjónakennara huga að og vinna með bekkjarfélögum. Huga skal einnig að nemendum í öðrum bekkjum sem hafa fjölskyldu eða vinatengsl við veika nemandann.
 • Koma heimsóknum á ef kostur er.
 • Umsjónarkennari sér til þess að bekkjarfélagar sendi kveðjur, t.d. kort, myndir, tölvupóst eða annað sem á við.
Hjá aðstandendum nemenda

Alvarleg veikindi aðstandenda nemenda geta haft áhrif á líðan, hegðun og námsárangur.

 1. Þegar staðfesting á veikindum liggur fyrir, meta stjórnendur hvort ástæða sé til að kalla áfallateymið saman.
 2. Tilkynnt til starfsmanna, nemenda og forráðamanna eftir því sem við á.
 3. Áfallateymi fundar ef ástæða þykir til og leggur línur í samráði við aðstandendur.
Starfsfólki

Stjórnendur ákveða í samráði við viðkomandi starfsmann eða aðstandendur hans, hvernig skuli tilkynna samstarfsfólki, nemendum og foreldrum um veikindin.

Andlát

Nemanda
 • Skólastjóri leita staðferstingar á andlátinu og kallar saman áfallaráð.
 • Andlát tilkynnt umsjónarkennara og öðru starfsfólki skólans.
 • Áfallaráð hringir í foreldra annarra nemendana í bekknum og tilkynnir þeim andlátið. Foreldrum gefinn kostur á að koma í skólann og vera með barni sínu þegar þeim er tilkynnt um andlátið.
 • Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri og sóknarprestur ræðir við bekk viðkomandi nemanda ásamt umsjónarkennara.
 • Áfallaráð fundar og ákveður hvað gert skuli næstu daga.
 • Skólastjóri og umsjónarkennari fara heim til nemanda við fyrsta hentuga tækifæri.
 • Bekkurinn aðstoðaður eins og hægt er eins lengi og þörf er á.
 • Hugað að nemendum í öðrum bekkjum
 • Bekkurinn útbýr samúðarkveðjur og/eða minningargrein.
Andlát aðstandana nemenda
 • Skólastjórnendur fá staðfestar upplýsingar um atburðinn.
 • Starfsfólki skólans tilkynnt um dauðsfallið, einnig foreldrum bekkjarfélaga barnsins og þeir sjá um að segja börnum sínum frá andlátinu. Gæta skal þess að skyldmenni hins látna sem eru við nám eða störf við skólann fái fregnina sérstaklega.
 • Tölvupóstur sendur til aðstandenda allra nemenda skólans eftir 1 – 2 daga.
 • Umsjónarkennari með aðstoð áfallateymis stjórnar áframhaldandi vinnu í bekknum og undirbýr endurkomu barnsins í samráði við aðstandendur.
 • Nemendur bekkjarins útbúa samúðarkveðjur.
 • Skólinn sendir samúðarkveðju til nemandans og fjölskyldu. Fyrir hönd skólans fer stjórnandi og umsjónarkennari með kveðjur frá skólanum og nemendum.
Andlát starfsmanns
 • Skólastjóri / aðstoðarskólastjóri leitar staðfestingar á andláti.
 • Skólastjóri / aðstoðarskólastjóri tilkynnir öllu starfsfólki skólans um andlátið, muna eftir þeim sem ekki eru við störf.
 • Umsjónarkennarar tilkynna nemendum andlátið.
 • Aðstoðarmenn ræða við umsjónarbekk ef umsjónarkennari hefur fallið frá. Að öðrum kosti er það skólastjórnanda að meta hvort aðstoðarmenn tali við bekki og þá hvaða bekki.
 • Skólastjóri / aðstoðarskólastjóri fer heim til nánustu aðstandenda starfsmanns við fyrsta hentuga tækifæri.
 • Skólastjóri / umsjónarkennari lætur aðra foreldra í bekknum vita.
 • Bekkurinn aðstoðaður eins lengi og þörf er.

Skólahjúkrunarfræðingur