86. skólaslitin

Í dag var Grunnskólanum á Þórshöfn slitið við hátíðlega athöfn í Þórshafnarkirkju í 86. skiptið. Þétt setin kirkja og mörg tónlistaratriði sem settu skemmtilegan svip á athöfnina. 10 nemendur útskrifaðir úr 10. bekk en í gær voru 1. bekkingar innritaðir í skólann fyrir næsta skólaár, þeir eru einungis tveir að þessu sinni.