Lestrarátak í 1. – 4. bekk

Lestrarátak grunnskólans hófst í dag með því að fjórir nemendur úr 2. – 4. bekk fóru í heimsókn í leikskólann og fluttu þrjú ljóð fyrir leikskólabörnin. Þetta lestrarátak er unnið í samstarfi við leikskólann og gengur út á að þjálfa nemendur í upplestri og að lesa fyrir framan hóp. Nemendur grunnskólans velja sér efni sem hæfir leikskólabörnum, æfa sig í skólanum og heima og enda síðan á því að flytja efnið í leikskólanum. Katrín Sif og Kjartan fluttu ljóðið Skipti eftir Kristján frá Djúpalæk og Hólmfríður og Ari Snær fluttu ljóðin skoðun manna og í fjörunni eftir Kristján frá Djúpalæk. Þessi tvö síðast nefndu urðu fyrir valinu þar sem leikskólinn er að byrja að vinna með þemað hafið. Stefnt er að því að nokkrir nemendur fari vikulega í heimsókn í leikskólann.

ljóðalestur á Barnabóli

Vetrarfrí

Þá er vetrarfríið rétt handan við hornið en það er á mánudag og þriðjudag (25. og 26. febrúar). Við vonum að þið njótið öll frísins. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. febrúar.

Kveðja, starfsfólk Grunnskólans.