Lýðveldið 100 ára

Af tilefni 100 ára lýðveldisafmælis Íslands verður opið hús í Grunnskólanum milli kl. 11:00-13:00 þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að líta á þá þemavinnu sem nemendur hafa unnið að upp á síðkastið. Nemendur verða í skólanum frá kl. 11:00-13:00 þar sem þetta er skóladagur hjá þeim. Léttar veitingar í boði og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Kveðja, starfsfólk Grunnskólans.

Nemendur í 4. og 7. bekk yfir landsmeðaltali á samræmdum prófum

Nemendur í 4. og 7. bekk Grunnskólans á Þórshöfn hafa bætt árangur sinn á samræmdum prófum og nú í fyrsta sinn eru báðir árgangarnir yfir landsmeðaltali bæði í íslensku og stærðfræði, sbr. töfluna hér að neðan.

Árgangur             Íslenska               Stærðfræði

4. bekkur            37.3  (30,0)         36,4  (30,0)

7. bekkur            30,4  (30,0)         31,2  (30,0)

(Niðurstöður í töflunni er í formi normal dreifðra einkunna. Einkunnir er á bilinu 1-60 þar sem landsmeðaltal, sem er í svigum, er alltaf 30.)

Þetta eru niðurstöður samræmdra prófa sem fram fóru á landinu öllu í september sl. Tilgangur þessara prófa er að meta hvernig markmiðum aðalnámskrár hefur verið náð og veita endurgjöf til nemenda, foreldra, kennara og fræðsluyfirvalda. Með endurgjöfinni er til dæmis hægt að fá upplýsingar um þekkingu og hæfni hvers nemanda, hvort breyta þurfi áherslum í námi, hvað þurfi að bæta og almennt hver séu gæði menntunar.

Þessum árangri nemenda við Grunnskólann á Þórshöfn ber að fagna og full ástæða að óska nemendum, foreldrum og kennurum til hamingju með þennan góða árgangur.

Blái hnötturinn

Þetta er allt að smella saman hjá okkur. Á föstudaginn sýnir Grunnskólinn á Þórshöfn leikritið Bláa hnöttinn í Þórsveri kl. 17:00. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Starfsfólk skólans.

Árshátíðin

Að þessu sinni verður tekið fyrir verkið Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason og standa nú yfir æfingar á fullu. Herlegheitin verða svo flutt í Þórsveri á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember næstkomandi. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Blái hnötturinn