Brúðusýning í Þórsveri á morgun föstudag.

Sýning í Þórsveri kl. 9:15 í fyrramálið, í boði þjóðleikhússins. Ekki á vegum skóla en skólabílar eru í boði fyrir nemendur. Stuðningsfulltrúar taka á móti nemendum og verða með þeim á sýningunni. Sýningin er í boði fyrir elstu árganga leikskólans og 1.-4. bekk grunnskólans.

Bernd Ogrodnik brúðulistamaður hjá Brúðuheimum, mun ferðast með Þjóðleikhúsinu um landið í september á þessu ári með sýningu sína „Sögustund”. Sýningin er brot úr sýningu sem Bernd er búinn að ferðast með um allan heim þar sem sýningin hefur verið sýnd í stórum leikhúsum og á virtum leiklistarhátíðum. Hvarvetna fær sýningin gríðarlega góðar viðtökur og er hér því um einstakt tækifæri að ræða.

Með góðri kveðju,  Ásdís Hrönn Viðarsdóttir

Bernd Ogrodnik