Samræmd próf

Samræmd próf verða lögð fyrir 9. bekkinga nú á dögunum. Íslenskuprófið í morgun gekk ekki sem skyldi þar sem netþjónn í Evrópu þoldi ekki álagið. Einungis þrír nemendur af ellefu náðu að ljúka prófinu hér í Grunnskólanum á Þórshöfn.  Menntamálastofnun gaf út tilkynningu þess efnis að hægt væri að fresta prófinu en ekki hefur verið gefin út ný dagsetning fyrir það.

Á morgun fimmtudag er stærðfræðiprófið og vonum við bara allt það besta og að betur muni liggja á netþjóninum þá.