Jólafrí

Kæru foreldrar, forráðamenn og nemendur Grunnskólans á Þórshöfn.

Litlu jólin alltaf jafn notaleg með nemendum og nú þegar þeim er lokið eru nemendur og starfsfólk komið í jólafrí.

Nýja árið hefst á starfsdegi þann 3. janúar og  kennsla hefst síðan aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að þið hafið það gott um hátíðirnar.

Starfsfólk grunnskólans.