Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráins

Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn til okkar í morgun og hitti 5.-7. bekk fyrir hádegi og svo 8.-10. bekk eftir hádegið. Hann hefur nokkrum sinnum áður komið til okkar og ég held svei mér þá að hann batni bara með árunum 🙂 Ef ykkur langar til að kíkja á það sem hann er að fjalla um þá er hann með facebook-síðu sem heitir: Verum ástfangin af lífinu.