Verum ástfangin af lífinu

Þorgrímur Þráins

Þorgrímur Þráinsson kom í heimsókn til okkar í morgun og hitti 5.-7. bekk fyrir hádegi og svo 8.-10. bekk eftir hádegið. Hann hefur nokkrum sinnum áður komið til okkar og ég held svei mér þá að hann batni bara með árunum 🙂 Ef ykkur langar til að kíkja á það sem hann er að fjalla um þá er hann með facebook-síðu sem heitir: Verum ástfangin af lífinu.

 

Aldan

Ný stjórn nemendafélagsins Öldunnar fyrir skólaárið 2017-2018 hefur verið mynduð:

Erla Rós Ólafsdóttir 9. bekk, formaður.

Hlynur Andri Friðriksson 9. bekk, varaformaður.

Heiðmar Andri Víkingsson 9. bekk, gjaldkeri.

Ólivía Sylwia Sadowska 10. bekk, ritari.

Vala Örvarsdóttir 8. bekk, meðstjórnandi.

Stjórn nemendafélagsins

Nemendur í 5.-10. bekk kusu í dag nýja stjórn fyrir nemendafélagið Ölduna (fyrir skólaárið 2017-2018). Mikill áhugi var meðal nemenda og alls voru 12 framboð frá nemendum í 8.-10. bekk. Mjótt var á munum eftir kosninguna en kjörsókn var 100%.

Nýja stjórn skipa:

Ólivía Sadowska fulltrúi 10. bekkjar

Erla Rós fulltrúi 9. bekkjar

Heiðmar Andri fulltrúi 9. bekkjar

Hlynur Andri fulltrúi 9. bekkjar

Vala Örvarsdóttir fulltrúi 8. bekkjar

Berghildur Ösp 1. varamaður

Katrín Sól 2. varamaður

Stjórnin mun funda í næstu viku og skipta með sér verkum. Óskum við þeim velfarnaðar í starfi.