Þorrablótið

Þorrablót Grunnskólans á Þórshöfn verður haldið fimmtudaginn 2. febrúar. Dagskráin hefst kl: 17:30 í Þórsveri. Fyrirkomulagið er með hefðbundnu sniði, fólk kemur með matinn með sér og nemendur skólans sjá um skemmtidagskrána. Sjáumst öll á þorrablóti á fimmtudaginn.

Samtalsdagur 25. janúar.

Foreldrar/forráðamenn geta nú bókað samtöl inni á mentor.is, við umsjónarkennara barna sinna. Samtalsdagurinn er 25. janúar og ætlast er til að nemendur komi með foreldrum sínum í samtölin eins og venjulega. Stunda- og sérgreinakennarar verða líka í húsi og hægt verður að hitta þá sé þess óskað. Samtölin verða í heimastofum nemenda og er fólk beðið um að virða tímann.

Gleðilegt nýtt ár 2017

Árið byrjar vel og allt komið í fullan gang. Það voru margir sem geyspuðu fyrsta morguninn enda erfitt að vakna aftur snemma eftir svona gott frí.

Það er námsmatsvika hjá okkur í næstu viku og kennarar á fullu að undirbúa það. Námsmatið er með ýmsu móti, hvort heldur sem er í formi prófs/könnunar, verkefna, mat á verkefnabókum og vinnu tímum, því best er að námsmatið sé sem fjölbreyttast.

Þeir sem eru með námsmatsmöppur sínar enn heima hjá sér mega endilega koma þeim til umsjónarkennara.