Bókmenntir í 7. og 8. bekk.

Nemendur í 7. og 8. bekk hafa verið að vinna í þjóðsögum að undanförnu hjá Ólínu. „Mín eigin þjóðsaga“ kallast verkefnið.

Krakkarnir lásu upp sínar eigin þjóðsögur og kusu um bestu söguna og gekk mjög vel. Upprennandi rithöfundar hér á ferð og bar Berghildur sigur úr býtum.