Fjölgreindaleikar

Á morgun og hinn (miðvikudag og fimmtudag) verða fjölgreindaleikarnir hjá okkur hér í skólanum. Nemendum verður skipt í aldursblandaða hópa (1. – 10. bekkur) og ýmsar þrautir lagðar fyrir þá sem ættu að henta öllum aldri. Það verður margt um að vera og skólinn ekki búinn á morgun fyrr en um kl.15:00 í stað 13:40. Á fimmtudaginn verða nýjar þrautir en sömu hópar. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir báða dagana en þó sérstaklega á fimmtudaginn, þá verður verðlaunaafhending í íþróttahúsinu kl. 16:00 eftir að stig hvers hóps hafa verið talin saman. Hlökkum til að sjá ykkur.