Við leitum að sérkennara
Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir sérkennara.
Lykilorð okkar eru vinsemd, virðing, vellíðan og virkni og þessi gildi leggjum við rækt við og leitumst við að uppfylla.
Starfsfólk skólans hefur sinnt fjölbreyttu þróunarstarfi á liðnum árum og leggur áherslu á virkni og hlutdeild allra í skólabragnum.
Áherslan er í skólastarfinu er á einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta kennsluhætti, eflingu læsis, félagsfærni (ART) og samvinnu alls skólasamfélagsins, jafnt nemenda sem fullorðinna.
Við óskum eftir sérkennara sem tilbúinn er til þess að vinna með í kennarateymum og sinna fjölbreyttum verkefnum sem lúta að uppbyggingu sérkennslu við skólann og þróun hennar eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar.
Viðkomandi skal hafa kennsluréttindi í grunnskóla og lokið námi í sérkennslufræðum.
Laun fara eftir kjarasamningi KÍ og sveitarfélaganna.
Umsóknarfrestur er til 20. júní 2016 og skulu umsóknir sendar rafrænt til skólastjóra; ingveldur@thorshafnarskoli.
Frekari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 8526264 eða í tölvupósti.