Við auglýsum eftir kennurum

Virðing - Virkni - Vinsemd - Vellíðan

Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.

Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín. Okkur vantar sérkennara, umsjónarkennara, stærðfræðikennara, kennara í list og verkgreinar og íþróttakennara.

Við leitum að sérkennara sem hefur áhuga á því að móta faglegan grunn sérkennslunnar við skólann sem byggir á hugmyndafræði hins einstaklingsmiðaða náms og virkri þátttöku allra í skólastarfinu.

Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun.  Á vef skólans; grunnskolinn.com má kynna sér allt það helsta sem snertir skólastarfið.

Á Þórshöfn er blómstrandi mannlíf, mikil náttúrufegurð, öflugt íþrótta- og félagsstarf fyrir alla þá sem vilja verða hluti af fjölbreyttri mannlífsflóru norðlensks sjávarþorps.

Menntun og kjör fara eftir kjarasamningi  sveitarfélaganna og KÍ.

Umsóknarfrestur er til 20. júní  2016 og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangiðingveldur@thorshafnarskoli.is.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s