Við auglýsum eftir kennurum

Virðing - Virkni - Vinsemd - Vellíðan

Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.

Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín. Okkur vantar sérkennara, umsjónarkennara, stærðfræðikennara, kennara í list og verkgreinar og íþróttakennara.

Við leitum að sérkennara sem hefur áhuga á því að móta faglegan grunn sérkennslunnar við skólann sem byggir á hugmyndafræði hins einstaklingsmiðaða náms og virkri þátttöku allra í skólastarfinu.

Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun.  Á vef skólans; grunnskolinn.com má kynna sér allt það helsta sem snertir skólastarfið.

Á Þórshöfn er blómstrandi mannlíf, mikil náttúrufegurð, öflugt íþrótta- og félagsstarf fyrir alla þá sem vilja verða hluti af fjölbreyttri mannlífsflóru norðlensks sjávarþorps.

Menntun og kjör fara eftir kjarasamningi  sveitarfélaganna og KÍ.

Umsóknarfrestur er til 20. júní  2016 og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangiðingveldur@thorshafnarskoli.is.

Við leitum að sérkennara

Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir sérkennara.karl

Lykilorð okkar  eru vinsemd, virðing, vellíðan og virkni og  þessi gildi leggjum við rækt við og leitumst við að uppfylla.

Starfsfólk skólans hefur sinnt fjölbreyttu þróunarstarfi á liðnum árum og leggur áherslu á virkni og hlutdeild allra í skólabragnum.

Áherslan er í skólastarfinu er á einstaklingsmiðað nám, fjölbreytta kennsluhætti, eflingu læsis, félagsfærni (ART) og samvinnu alls skólasamfélagsins, jafnt nemenda sem fullorðinna.

Við óskum eftir sérkennara sem tilbúinn er til þess að vinna með í kennarateymum og  sinna fjölbreyttum verkefnum sem lúta að uppbyggingu sérkennslu við skólann og þróun hennar eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar.

Viðkomandi skal hafa kennsluréttindi í grunnskóla og lokið námi í sérkennslufræðum.

Laun fara eftir kjarasamningi KÍ og sveitarfélaganna.

Umsóknarfrestur er til 20. júní 2016 og skulu umsóknir sendar rafrænt til skólastjóra; ingveldur@thorshafnarskoli.

Frekari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 8526264 eða í tölvupósti.

Gegn einelti

„Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og einnig allra hópa sem ekki eiga sér málsvara eða sterka rödd. Við munum öll hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til þess að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“.

 

Hefur þú skrifað undir? Það er hægt að gera hér.

http://gegneinelti.is/

Framkvæmdir í Grunnskólanum á Þórshöfn

Frá og með 2. júní verður Grunnskólinn á Þórshöfn lokaður. Skrifstofa skólastjóra verður á Hálsvegi 9 og eru allir velkomnir að líta þar við, ef hitta þarf á hann.

Símar skólans verða óvirkir en þessi númer koma í staðinn:

Ingveldur Eiríksdóttir, skólastjóri

gsm: 8526264

heimasími: 4681444

Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, aðstoðarskólastjóri

gsm: 8520412

heimasími: 4457778

Harpa, fjölliði

8524878

Ingveldur lætur af störfum 1. ágúst 2016 og mælt hefur verið með ráðningu Ásdísar Hrannar sem skólastjóra frá og með þeim tíma.