Þau eru að byrja í skóla!

Á föstudaginn var stór dagur í lífi margra barna hér á Þórshöfn því þau innrituðust í Grunnskólann. 10 ára skólaganga er að hefjast. Að baki eru rúm 3 ár í leikskólanum, sem kannski ætti að heita grunnskóli frekar?

Krakkarnir sem eru 11 talsins fóru hér í myndatöku, fengu djús og ber – og létu hreint vel af sér!

Flottir krakkar sem við hlökkum mikið til að fá!

Umhverfisdagur í skólanum

Það er mikið um að vera í skólanum í dag; börn og starfsfólk er á ferð með málningarfötur og pensla með það að markmiði að skreyta bæinn sinn og flikka upp á skólalóð og landnámsmennina okkar sem standa vestan við skólann.

Veðrið leikur við okkur, þó hann sé pínu kaldur (en við látum það nú ekki á okkur fá!)

Námsmöppur fara heim í dag með 8. -10. bekk og eftir helgina hjá 1. – 4.og 7.  árgangi.

Námsmat verður afhenti í 5. – 6. bekk á föstudag, samtalsdag. Foreldrar eru hvattir til þess að skoða vel námsmatið heima og koma svo spurningum sínum og fyrirspurnum til kennara eftir aðra helgi.

 

Heimsókn úttektaraðila

IMG_8166Nú eru hér fulltrúar Menntamálaráðuneytisins með eftirfylgniúttekt á grunnskólanum. Fyrir fimm árum var gerð úttekt á skólanum hér og í kjölfarið unnin umbótaáætlun.

Nú er gildistími þeirrar áætlunar búinn og þær Sigríður og Birna eru hér til að meta hvernig skólastarfið gengur og er það lokahnykkur úttektarinnar.

Ef þið hafið áhuga, þá hafa þær lausan tíma í dag frá 11:00 og eitthvað framyfir hádegi ef ef þið viljið koma  koma ykkar hugmyndum og athugasemdum, á framfæri við þær.

Verið velkomin, Ingveldur, Sigríður og Birna.
p.s. Að gamni má benda hér á síðu Mennta og menningarmálaráðuneytisins um bætta menntun: https://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/hvernig-getum-vid-baett-menntun-barna-okkar

 

Flottir kvikmyndagerðarmenn

siljanBarnabókasetur stendur árlega fyrir myndabandakeppni sem ber heitið Siljan, en þar eiga grunnskólanemendur að senda inn myndband sem byggir á bók sem gefin var út árið fyrir keppnina og sama ár.

Í ár hrepptu þeir Unnar og Ingimar önnur verðlaun í þessari keppni, með þessu skemmtilega myndbandi.

Við þökkum þeim Hilmu og Líneyju fyrir að hvetja nemendur okkar til þátttöku og óskum þeim og strákunum til hamingju með verðlaunin!