Samtalsdagur á föstudag, 27.05.16

Á föstudaginn er samtalsdagur hér í skólanum. Þá ræða umsjónarkennarar við nemendur um hvernig hefur gengið í vetur, hvernig markmiðssetningin gekk og þá ekki síður hvernig gekk að ná þeim.

Umsjónarkennarar fara yfir félagslegu markmiðin með hverjum og einum nemanda, en félagsfærnin heitir nú samkvæmt Aðalnámskránni – lykilhæfni. Það verður því svolítið annað form á mati félagslegra markmiðanna.

Vonandi ná foreldrar að kynna sér námsmatið vel, mikil vinna hefur verið lögð í að meta hvert og eitt barn einstaklingslega útfrá þess markmiðum, styrkleikum og næstu skrefum í náminu.

En til þess að samtalið geti átt sér stað þarf að bóka samtal. Það er gert í Mentor og munið að þeir sem eiga börn í tónlistarskólanum þurfa líka að hitta Ragnar til skrafs og ráðagerða.

Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g&feature=youtu.be

ATH að skrolla þarf niður fyrir fréttalistann/tilkynningalistann til hægri á síðunni.

100

 

Þau eru farin út og suður!

sjöundiÞað er varla að maður geti sagt frá því öllu sem er að gerast í skólastarfinu okkar þessa dagana. 1. – 4. bekkur þutu út um allan bæ í ratleik í dag í alveg dásamlegu veðri.

8. og 9. bekkur lögðu land undir fót og eru í námsferð úti á nesi! Þar sofa þau í nótt í tjöldum á meðan Steini og Hanna María passa þau fyrir öllum draugunum sem þar leynast – bak við hvurn stein höfum við jafnvel heyrt!

Í dag fór svo 7. bekkur í Ásbyrgi – í frábæru veðri!

Frábær endir á góðum vetri!skálar

5. og 6. bekkur á faraldsfæti

Þeir hafa verið tíðindasamir síðustu tveir dagarnir hjá 5. og 6. bekk en þau eru í óvenju glæsilegu ferðalagi, enda hafa þau og foreldrar þeirra ásamt umsjónarkennar staðið í ströngum fjáröflunum undanfarið.

Krakkarnir hafa fari á minjasöfn, keilu, út í Hrísey, siglt út á Eyjaförðinn og svo átt kósístundir í bústöðum! Til hamingju krakkar með flott skólaferðalag og takk Hilma, Bonní og Ólína fyrir að fara með þeim í allt þetta! Það er nefnilega ekkert alveg sjálfsagt!