Heimsókn úttektaraðila

IMG_8166Nú eru hér fulltrúar Menntamálaráðuneytisins með eftirfylgniúttekt á grunnskólanum. Fyrir fimm árum var gerð úttekt á skólanum hér og í kjölfarið unnin umbótaáætlun.

Nú er gildistími þeirrar áætlunar búinn og þær Sigríður og Birna eru hér til að meta hvernig skólastarfið gengur og er það lokahnykkur úttektarinnar.

Ef þið hafið áhuga, þá hafa þær lausan tíma í dag frá 11:00 og eitthvað framyfir hádegi ef ef þið viljið koma  koma ykkar hugmyndum og athugasemdum, á framfæri við þær.

Verið velkomin, Ingveldur, Sigríður og Birna.
p.s. Að gamni má benda hér á síðu Mennta og menningarmálaráðuneytisins um bætta menntun: https://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/hvernig-getum-vid-baett-menntun-barna-okkar