Flottir kvikmyndagerðarmenn

siljanBarnabókasetur stendur árlega fyrir myndabandakeppni sem ber heitið Siljan, en þar eiga grunnskólanemendur að senda inn myndband sem byggir á bók sem gefin var út árið fyrir keppnina og sama ár.

Í ár hrepptu þeir Unnar og Ingimar önnur verðlaun í þessari keppni, með þessu skemmtilega myndbandi.

Við þökkum þeim Hilmu og Líneyju fyrir að hvetja nemendur okkar til þátttöku og óskum þeim og strákunum til hamingju með verðlaunin!