Markaðsdagur í Þórsveri

Sunnudaginn 8.maí kl. 14.00 – 16.00 verður markaðsdagur í Þórsveri og eru allir velkomnir með varning til að selja, nýjar sem notaðar vörur, handavinnu, nýbakað eða hvað sem fólki dettur í hug.

Panta þarf borð hjá Bonný í síma 782-1393 eða í gegnum Facebook.

Plássið kostar 2500 kr og mun sá peningur renna til nemenda í 5. og 6.bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn. Nemendur verða einnig með léttar kaffiveitingar til sölu en safnað er fyrir skólaferðalagi til Akureyrar í lok maí. 13090630_1714991455456085_674999448_o