Langanesið og eyðibýlin

eyðibýliÁ Langanesi eru fjöldi eyðibýla, sem geyma sögu lands okkar og þjóðar. Við förum fram hjá mörgum þeirra þegar haldið er út að Járnkarli eða að Skálum. Þegar við h0rfum heim þar sem bæirnir stóðu gerum við okkur ljósa grein fyrir þeim hvunndegi sem forfeður okkar lifðu – veður gátu verið válynd og hafið reynst erfiður nágranni, en á góðum degi þegar sólin skín vitum við líka að Langanesið var gjöfult, fugl, egg, æðardúnn og nálægð við gjöful fiskimið voru ómetanlegar auðlindir.

Hér í skólanum höfum við gefið stofunum okkar nöfn nokkurra eyðibýla og ég læt skjalið með þeim fylgja hér með að gamni.

Hvur veit kannski náum við að læra þessi heiti einhvern daginn!

Stofuheiti má finna hér og staðsetningu stofanna.

 

 

Tónleikar á mánudag

Við minnum á tónleikana á mánudag kl. 13:00 í kirkjunni en þá mun kór Menntaskólans í Hamrahlíð syngja fyrir nemendur.

Skólabíllinn fer frá kirkjunni rúmlega 14:oo og skóla lýkur hjá öllum nemendum skólans þá.

Þórshafnarkirkja

Stóra upplestrarkeppnin

Árlega þjálfa 7. bekkingar sig markvisst í upplestri og framsögn hér í skólanum. Átak þetta hefst á degi íslenskrar tungu og lýkur með þátttöku okkar í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin er árlega á Húsavík.

Keppendur okkar á henni eru valdir í innanhúss keppni hér hjá okkur en í ár voru það Friðgeir Óli Eggertsson og Ómar Valur Valgerðarson sem tóku þátt fyrir okkar hönd. Þeir stóðu sig afbrags vel þó ekki hafi verðlaun fallið þeim í skaut.

Nemendur frá Borgarhólsskóla og Þingeyjarskóla skipuðu sér í efstu þrjú sætin.