Ratleikur

Nemendafélagið Aldan stóð fyrir ratleik fyrir 5.-6.bekk á miðvikudaginn sl. Þar skunduðu liðin um bæinn og leystu allskyns þrautir. Á myndinni má sjá þátttakendur en þau skiptu sér í 2-3ja manna lið.

Takk, Aldan, fyrir þessa skemmtilegu uppákomu.

Námsmat og helstu dagsetningar í maí

1401Nú styttist í námsmat vorsins en það hefst í næstu viku.

Kennarar ættu að birta nemendum sínum hvernig námsmati árganganna er háttað og undirbúningi í gegnum Mentor.

Athugið að nú á föstudag, 29. apríl er undirbúningsdagur í skólanum.

17. maí er einnig undirbúningsdagur en þessa daga mæta nemendur ekki í skólann.

Við áætlum að vika atvinnulífsins verði vikuna 18. – 20. maí og vorferðir eru fyrirhugaðar vikuna 23. – 26. maí, en nánar um þetta síðar.

27. maí er samtalsdagur og þá mæta nemendur með foreldrum og eða forráðamönnum sínum í samtal þar sem farið er yfir af beggja hálfu hvernig veturinn hefur gengið og helstu markmið sem vinna skuli að næsta vetur. Þann dag er ekki hefðbundin kennsla.

Skólaslit verða laugardaginn 28. maí, væntanlega í kirkjunni.

 

Nokkur hagnýt atriði vegna 20. apríls – Árshátíðar

Á morgun, miðvikudag:

Skólabíll mun fara frá skólanum 12:10 og aka nemendum heim. Ekki verður skólabíll síðar um daginn og eru foreldrar beðnir um að koma börnum sínum út í Þórsver á tilgreindum tíma – sjá neðar í færslunni.

 

Mæting hjá völdum elstu nemendum í smink verður klukkan 14:30 og 15:00 og munum við hafa samband sérstaklega við þá sem við viljum að mæti fyrst í förðun.

Aðrir bekkir mæta á tilteknum tíma, sjá hér að neðan:

Þeir sem farða eru: Oddný, Ásdís, Ingveldur, Anna María, María (Etv Bylgja eða nemandi frá Bakkafirði). Aðrir áhugasamir og klárir í förðun eru velkomnir.

Fyrsti hópur mætir 14:30 Nemendafélag og eldri nemendur
Ingveldur raðar í hópa og lætur þá vita Stuðningsfulltrúi: Oddný

Annar hópur mætir 15:00 Eldri nemendur
Ingveldur raðar í hópa og lætur þá vita

Þriðji hópur mætir 15:30 5. Og 6. bekkur Allir
Stuðningsfulltrúi: Helga

Fjórði hópur mætir 16:00 3. – 4. árgangur Allir
Stuðningsfulltrúi: Aníta

Fimmti hópur mætir 16:30 1. Og 2. Árgangur Allir Stuðningsfulltrúi Magga

Í hléi – viðhald og yfirferð

Skólabíll fer frá skólanum 12:10 eða þar um bil. Ekki er skólabíll á árshátíðina eða í sminkið.

Frístund er til klukkan 15:00

Dagskráin hefst klukkan 17:00 og eru allir vinir og velunnarar skólans velkomnir, ættingjar og vinir nemenda eru aufúsugestir.

17:00 Ávarp skólastjóra og kynnum falin stjórn samkomunnar.

2 leikþættir leiklistarvals Grunnskólans í umsjón Árna Davíðs

Hlé – Í hléi verður sjoppa, en ágóði af sölu góðgætisins rennur til smáleiktækjakaupa f. útrifrímínútur.

Eftir hlé (um 17:50)

Skólaboðaskjóðan í umsjón umsjónarkennara.

Allir nemendur skólans flytja leikritið Skilaboðaskjóðuna e. Þorvald Þorsteinsson

Áætluð lok dagskrár er um 19:10.

Foreldrar og gestir eru beðnir um að stafla stólum eftir því sem við verður komið að dagskrá lokinni.

Árshátíðin verður þann 20. apríl

skilabodaskjodan_storÁrshátíð Grunnskólans á Þórshöfn verður haldin miðvikudaginn 20.apríl klukkan 17:00.

Þá verður sýnt leikritið Skilaboðaskjóðan og tveir einþáttungar sem leiklistarval skólans setur upp.

Aðgangur er ókeypis en skólablað (kr. 500) verður selt á staðnum og sjoppa verður rekin í hléí. Ágóðinn mun renna í smáleikfangakaup fyrir nemendur í útifrímínútum.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir – og lengur!