Tónleikar Kórs MH fyrir nemendur

Kór MH

Þann 11. apríl sem ber upp á mánudag verður Kór Menntaskólans við Hamrahlíð með tónleika fyrir nemendur grunnskólanna í Langanesbyggð í Þórshafnarkirkju.

Tónleikarnir hefjast klukkan 13:00 og eru í um klukkustund.

Allir nemendur skólans eru því í skólanum til um 14:10 þennan dag og þá mun skólabíll sömuleiðis fara en þennan dag fer hann frá kirkjunni.

Nemendur í Frístund fara í sín verkefni skv. stundaskrá Frístundar.

 

Kynning á Laugaskóla í dag

laugarFimmtudaginn 31. mars kl. 15:00 mun skólameistari Framhaldsskólans á Laugum ásamt nemanda við skólann vera með stutta kynningu á námsframboði, félagslífi og sérstöðu skólans fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Á eftir munu þeir svara spurningum frá nemendum Grunnskólans á Þórshöfn og forráðamönnum þeirra. Laugamenn vonast til að sjá sem flesta foreldra/forráðamenn ásamt börnum sínum.