Skólahreysti er mannbætandi

Skólahreystishefð Grunnskólans á Þórshöfn hefur vaxið og dafnað á þeim fjórum árum sem við höfum tekið þátt. UMFL gaf skólanum búnað til æfinga og skólinn tók verkið að sér og sinnir því af fullri einurð!

Krakkar í 5. – 10. bekk eru hvattir til að mæta á undanúrslitakeppnina á Akureyri og hvetja sitt lið.  Skólahreysti hefur verið valgrein hjá okkur í þessi fjögur ár og við eflumst með hverju árinu! Stundum hefur gengið frábærlega, alltaf hefur gengið vel og í ár börðumst við eins og ljón, þó við hefðum viljað lenda ofar! En það skiptir ekki öllu máli að vinna, heldur vera með, læra og njóta!

Og hvað sem um allt og allt má segja, þá var lukkutröllið okkar það langflottasta!

Friðbergur, Mikki, Erna og Álfrún til hamingju með frábæran baráttuanda og við erum óendanlega stolt af ykkur! – Óendanlega!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s