Frábært kaffiboð í Þórsveri í dag!

Við erum svo ánægð með okkur hér í skólanum þessi dægrin að við erum eiginlega bara að springa!

Öll skólastig eiga hvern snilldarleikinn á fætur öðrum og starfsfólkið leggur sig í framkróka um að aðstoða þau sem best það getur!

Við komum í Landanum og þá tóku stóru krakkarnir þátt í Skólahreysti, allir nemendur skólans eru byrjaðir að æfa fyrir árshátíðina, en þá ætlum við að setja upp Skilaboðaskjóðuna og leikverk sem leiklistarval hefur verið að semja og æfa undanfarnar vikur!

Í dag buðu 1. – 4. bekkingar foreldrum sínum í morgunkaffi í Þórsveri og ekki nóg með það heldur komu líka núlltu bekkingarnir okkar líka úr leikskólanum og áttu glaðan dag.

Á eftir var farið í leiki með krökkunum, Ásdís stýrði Zumba kennslu og morgunninn tókst hreint frábærlega! Það er því ekki nema von að við séum hreint að springa úr hamingju!

Ekki skemmir heldur fyrir að við erum komin í páskafrí en eldri krakkarnir blésu úr eggjum í dag og skreyttu þau svo í öllum regnbogans litum.

Já elskurnar, lífið er ljúft!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s